Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Side 72

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Side 72
I ÁGRIP VEGGSPJALDA / XI. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ V 51 Interleukin (IL) 12 getur ekki eitt og sér stuðlað að tjáningu á húðsæknisameindinni cutaneous lymphocyte associated antigen Hekla Sigmundsdóttir, Jóhann E. Guðjónsson, Helgi Valdimarsson Ónæmisfræðideild Landspítalans lielgiv@landspitali.is Inngangur: Sýnt hefur verið fram á að ofurvakar (superantigen) bakt- eria geta örvað tjáningu á sameindinni cutaneous lymphocyte associ- ated antigen (CLA), sem beinir T-eitilfrumum út í húð. Þessi tjáning var sögð háð framleiðslu á IL-12. Þetta gæti skýrt tengsl á milli sýkinga af völdum streptókokka og sóra. Við gátum ekki fengið fram aukna CLA-tjáningu með ofurvaka frá streptókokkum (SpeC) en við notuð- um ræktunarvökva með mannasermi (HS) en ekki sermi frá kálfum (FCS) eins og gert hafði verið í fyrri rannsókn. Markmið rannsóknar okkar var að bera saman áhrif ofurvaka á CLA-tjáningu eitilfrumna í ræktum með HS eða FCS og áhrif IL-12 á þessa tjáningu. Efniviöur «g aðferðir: Eitilfrumur úr heilbrigðum einstaklingum voru litaðar með mótefnum gegn ýmsum yfirborðssameindum og greindar í flæðifrumusjá fyrir og eftir ræsingu með SpeC. Frumu- fjölgun var metin með upptöku á geislamerktu thymidine. Niðurstööur: Eitilfrumur ræktaðar í tvo daga í nærveru FCS sýndu aukna tjáningu á CLA þótt að ekkert SpeC væri til staðar. Þessa aukningu var hægt að hindra með mótefnum gegn IL-12. Frekari aukning varð á CLA-tjáningu T-frumna eftir fjögurra daga ræsingu með SpeC. Þessi aukning sást hins vegar eingöngu í ræktum með FCS en ekki með HS. SpeC örvaði hins vegar tjáningu á ICAM-1 og CD25 óháð því hvaða sermi var notað, og það sama gilti um áhrif SpeC á fjölgun eitilfrumna. Ekki var hægt að auka tjáningu á CLA með því að bæta IL-12 út í ræktir með HS. Mótefni gegn boðefnunum IL-18 eða TGF-þ höfðu engin áhrif á SpeC-örvaða CLA-tjáningu. Ræsing með endótoxíninu LPS örvaði tjáningu á CLA í HS, en LPS+SpeC örvaði CLA-tjáningu ekki umfram það sem LPS gerði eitt og sér. Alyktanir: Þessar niðurstöður benda til þess að SpeC örvuð CLA- tjáning sé ekki aðeins háð IL-12 heldur einnig öðrum þætti sem er til staðar í FCS en ekki HS. Þessi hjálparþáttur er ekki LPS. V 52 Leit að sjálfsvakaeiningum í sóra Andrew Johnston, Jóhann E. Guðjónsson, Helgi Valdimarsson Ónæmisfræðideild Landspílalans helgiv@landspitali.is Inngangur: Tengsl sóra við sýkingar í hálsi með Streptococcus pyo- genes benda til hugsanlegs ónæmisvaka sem gæti ræst T frumurnar sem safnast í húð og undirhúð í sórablettum. M prótein streptó- kokka og keratínsameindir í þúð mannsins eiga langa röð sameigin- lega. Mjög lítið er um keratín 16 (K16) og 17 (K17) í eðlilegri húð en þau eru yfirtjáð í sórablettum. Þess vegna er hugsanlegt að T frumur sem voru ræstar með M próteini greini væki á keratínum vegna sameindahermunar. Efniviður og aðferðir: í leit að líklegum vakaeiningum voru valdar 9-20 amínósýra peptíðraðir úr K17 með hliðsjón af ætluðum klippi- setum próteasóma, bindingu við vefjaflokkasameind HLA-Cw6 og samsvörun við M6 prótein. Einnig voru valin peptíð úr M6 með samsvörun við K17 peptíð. Einkjarna blóðfrumur voru ræktaðar með peptíðröðunum og T frumuvirkjun metin með mælingu í frumuflæðisjá á innanfrumu CD69 og IFN-gamma framleiðslu. Niðurstöður: Forathugun gaf til kynna að CD8+ T frumur svöruðu blöndu af peptíðum með skörun á röðum. Blöndur sem áttu líkleg- ar vakaeiningar sameiginlegar gáfu svipaða svörun. Tíu sjúklingar með vefjaflokk Cw6 og útbreiddan langvarandi útbrota blettasóra voru valdir til rannsóknar. Atta sjúklingar sýndu sterka CD8+ T frumusvörun við einu eða fleiri peptíðum. CD4+ T frumusvaranir voru mun minni. Þessi peptíð framkölluðu miklu meiri svörun en óskyld peptíð. Viðmið með vefjaflokk Cw6 en engan sóra sýndu veika eða enga T frumusvörun gegn M6 peptíðunum og enga svör- un gegn K17 peptíðum. Alyktanir: Niðurstöðurnar benda til þess að T frumurnar, sem safnast fyrir í sórablettum, svari vökum sem eru sameiginlegir milli M próteina streptókokka og keratíns í mönnum og að CD8+ T frumur eigi þátt í meinferli sóra. V 53 Svipgerð frumna í nefslímhúð rottna Ingibjörg Olafsdóttir1, Jóna Freysdóttir1, Amór VíkingssonLZ, Ingibjörg Haröardóttir1-1, Auður Antonsdóttir4, Friðrika Harðardóttiri 'Lyfjaþróun hf., 2gigtlækningadeild Landspítala háskólasjúkrahúss, 3læknadeild HÍ, 4Rannsóknastofa í veirufræði Landspítala háskólasjúkrahúsi fridrika@lyf.is Inngangur: Fyrslu kynni ónæntiskerfisins af vaka eru oftast í gegn- um slímhúð. A síðustu árum hefur áhugi beinst að því að nýta sér þessa náttúrulegu leið vaka inn í líkamann með því að gefa lyf og bóluefni um nef. Hins vegar hafa fáar grunnrannsóknir verið gerðar á ónæmissvörum í slímhúð nefs. Þó hefur verið sýnt fram á að ónæmisaðgerðir í nef eru mjög öflug leið til að vekja almennt ónæm- issvar. Neftengdur eitilvefur (nasal associated lymphoid tissue, NALT) er skipulagður eitilvefur í nefgöngum nagdýra sem liggur ofan á efri góm. Talið er að NALT sé sá staður þar sem ónæmis- vakning (induction) eigi sér stað sem leiði til ræsingar ónæmiskerf- isins. Hlutverk nefsins sem ónæmisvakningarstaðs hefur þó lítið verið skoðað. Eins hafa þær frumur sem taka þátt í ónæmissvörum í nefslímhúð ekki verið vel skilgreindar né heldur hlutverk þeirra og samspil í stjórnun ónæmissvars. Aðalmarkmið þessa verkefnis var að rannsaka ónæmissvör í nefslímhúð í kjölfar sýkingar. Efniviður og uöferöir: Lewis rottur voru sýktar í nef með RS- veiru. NALT, hálseitlar og milta voru fjarlægð úr sýktum rottum og ósýktum rottum til samanburðar. Verið er að skoða svipgerð eitil- frumna og angafrumna (dendritic cells) úr þessum vefjum með því að lita frumurnar með flúrmerktum einstofna mótefnum gegn ýms- um yfirborðssameindum sem eru einkennandi fyrir ákveðna frumu- hópa og mæla þær í frumuflæðisjá. Niöurstöður: Hlutfall mismunandi eitilfrumna í ósýktu NALTi er frábrugðið því sem sést í milta og hálseitlum. Auk þess sýna frum- niðurstöður mismun á hlutfalli mismunandi eitilfrumna í sýktu og ósýktu NALTi. Mælingar á svipgerð angafrumna stendur yfir. í næstu skrefum verða T-frumur og angafrumur einangraðar með segulkúlumerktum einstofna mótefnum og MACS og frumuboð- efni sem þessar frumur seyta mæld til að meta það sameindaum- hverfi sem er til staðar í ónæmissvarinu. I>akkin Verkefnið er styrkt af Rannís. 72 LÆKNABLAÐIÐ / FYLGIRIT 47 2 0 02/88
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.