Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Qupperneq 31

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Qupperneq 31
ÁGRIP ERINDA / XI. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ I E 27 Áhrif hjartaaðgerða á ungbörnum á virkni T-eitilfrumna Jenna Huld Eysteinsdóttiri, Jóna Freysdóttir2, Ásgeir Haraldsson3, Jenna Stef- ánsdóttir2, Inga Skaftadóttir4, Hróðmar Helgason-1, Helga Ögmundsdóttiri ^Læknadeild HÍ, 2Lyfjaþróun hf., 3Barnaspítali Hringsins, 4Rannsóknastofa í ónæmisfræði Landspítala háskólasjúkrahúsi jona@lyf.is Inngangur: Þegar ungbörn gangast undir stórar hjartaaðgerðir er týmusinn oft fjarlægður, ýmist að hluta til eða allur. Virkni ónæmis- kerfisins eftir slíkar aðgerðir hefur verið mjög lítið könnuð og fyrri rannsóknir hafa jafnan verið gerðar stuttu eftir aðgerðina. I þessu verkefni var ætlunin að kanna virkni ónæmiskerfisins nokkrum ár- um eftir aðgerð. Efniviður og aðferðir: Blóðsýni voru fengin frá 19 börnum sem höfðu farið í stóra hjartaaðgerð á fyrstu mánuðum ævi sinnar (til- fellahópur) og til viðmiðunar voru blóðsýni fengin frá 19 börnum sem voru pöruð við tilfellahópinn með tilliti til kyns og aldurs. Við mat á virkni ónæmiskerfisins var hlutfall einstakra blóðfrumna mælt í Coulter-tæki og svipgerð eitilfrumna metin í frumuflæðisjá. Niðurstöður: Tilfellahópurinn hafði lægri fjölda af eitilfrumum í blóði. Þessi lækkun endurspeglaðist í lækkun á hlutfalli T-frumna (CD3+), T-hjálparfrumna (CD4+) og óreyndra T-frumna (CD3+ CD45RA+) hjá tilfellahópnum. Þessi lækkun sást ekki hjá T-dráps- frumum (CD8+). Hins vegar sást hækkun á fjölda kleyfkjarnaát- frumna og greinileg vísbending um hækkun á hlutfalli B-frumna (CD19+) og NK-frumna (CD16+CD56+) hjá tilfellahópnum. Þegar nýskriðnar T-drápsfrumur (litlar CD8+CD62L+CD103+) voru skoð- aðar sérstaklega kom í ljós vísbending um hækkun á hlutfalli þeirra hjá tilfellahópnum. Alyktanir: Börn sem misstu týmus á fyrstu mánuðum ævinnar sýndu lækkun á T-frumum og þá eingöngu T-hjálparfrumum sem bendir til að týmusinn skipti meira máli í þroskun T-hjálparfrumna en T-drápsfrumna. Hækkunin á kleyfkjarnaátfrumum og hugsan- lega NK-frumum bendir til að frumur ósérhæfða ónæmiskerfisins hlaupi í skarðið þegar bilun verður í sérhæfða kerfinu. Þar sem CD8+ T-frumur geta þroskast utan týmusar er freistandi að geta sér þess til að nýskriðnu CD8+ T-frumurnar eigi uppruna sinn utan týmusar. E 28 Nefslímhúðarbólusetning dregur úr liðbólguvirkni ■ dýralíkani að liðagigt Jóna Freysdóttir1, Ragnar Pálsson1, Ingibjörg Ólafsdóttir1, Ingibjörg Harö- ardóttir1, Arnór Víkingsson1.2 (Lyfjaþróun hf., 2gigtlækningadcild Landspítala háskólasjúkrahúss jona@lyf.is Inngangur: Ónæmiskerfi slímhúða gegnir mikilvægu hlutverki í ónæmissvörunum. Meginreglan er sú að ónæmiskerfi slímhúða miðli dempandi og oft þolmyndandi áhrifum á ónæmissvör. Því hef- ur athygli manna í vaxandi mæli beinst að því að finna leiðir til að virkja slímhúðarónæmiskerfið til að bæla óæskileg ónæmisviðbrögð 1 líkamanum, til dæmis í sjálfsofnæmissjúkdómum. Sett hefur verið upp líkan að liðagigt í rottum og ónæmisvakasértæk nefslímhúðar- bólusetning noluð til að draga úr liðbólgu í rottunum. Efniviður og aðferðir: Ónæmisvakasértæk liðbólga (antigen in- duced arthritis) var framkölluð í vinstra hné kvenkyns Lewis rottna með því að bólusetja rotturnar með BSA (bovine serum albumin) undir húð og síðan sprauta mBSA (methylated BSA) í vinstri hné- lið. Saltvatni var sprautað í hægri hnélið til viðmiðunar. Til að meta hugsanleg áhrif slímhúðarbólusetningar á BSA miðlaða liðbólgu fengu rotturnar BSA-lausn í nef áður en liðbólga var framkölluð og umfang liðbólgunnar borið saman við annan hóp rottna sem fengu einungis saltvatnslausn í nef. Auk beinna in vivo áhrifa á liðbólguna voru ónæmisvakasértæk ónæmissvör mæld með in vitro frumufjölg- unarprófi og mælingum á IFN-y í floti. Niðurstöður: Tekist hefur að setja upp liðagigtarlíkan í rottum og er breytileiki í liðbólgusvörun milli tilraunadýra lítill. Nefslímhúð- arbólusetning dró marktækt úr liðbólgu í rottunum og in vitro mæl- ingar sýndu að nefslímhúðarbólusetning dró úr ónæmisvakasér- tækri frumufjölgun og IFN-y myndun í miltisfrumum. Alyktanir: Nefslímhúðarbólusetning getur dregið úr bólgusvörun í vefjum sem eru fjarri upphaflegum bólusetningarstað. Hugsanlegt er að nota megi þessa aðferðafræði til meðferðar sjálfsofnæmissjúk- dóma í framtíðinni. Unnið er að því að auka enn frekar þolmynd- andi áhrif nefslímhúðarbólusetningarinnar. E 29 Virkjun ónæmiskerfisins gegn upptöku DDT Kolbrún Hrafnkelsdóttir1. Jón Valgeirsson1, Sesselja Bjarnadótlir1, Sigríö- ur Ólafsdóttir1, Kristín Ólafsdóttir2, Sveinbjörn GizurarsonL3 iLyfjaþróun hf., 2Rannsóknastofa í lyfja- og eiturefnafræði HÍ, 31yfjafræðideild HÍ kolbrun@lyf.is Inngangur: DDT og umbrotsefni þess eru mjög stöðug í náttúrunni og hafa langan helmingunartíma í lífverum. Þetta eru eiginleikar sem valda uppsöfnun efnisins í fæðukeðjunni. Eftir frásog safnast DDT fyrir í fituvef dýra en þar virðist það hafa lítil eituráhrif nema það komist aftur út í blóðrásina. DDT fer auðveldlega yfir fylgju og styrkist um 20 sinnum í brjóstamjólk. Áhrif á fóstur og brjóstmylk- inga eru varasöm, en taugaskaðar hafa mælst hjá nýburum þar sem neysla DDT mengaðrar fæðu er almenn. Bráð eituráhrif á menn eru almennt lítil en mjög stórir skammtar valda miðtaugakerfisörv- un. DDT hefur hormónalík áhrif en bygging þess er lík diethylstil- besteról, sem hefur öfluga estrógenvirkni. Auk þessa hefur DDT ónæmisbælandi áhrif (bælandi áhrif á týmus) og er krabbameins- valdandi í tilraunadýrum. Markmið verkefnisins var að útbúa bólu- efni gegn DDT sem virkjar ónæmiskerfið til myndunar sérhæfðra mótefna sem leiðir til minni styrks efnisins í vefjum. Efniviður og aðferðir: Bóluefni gegn DDT var úlbúið með því að tengja efnið við burðarpróteinið KLH (keyhole lympet hemocyan- in). Álhýdroxíð var notað sem ónæmisglæðir til að örva mótefna- framleiðsluna enn frekar. Viðmiðunarbóluefni var samsett úr burð- arpróteininu og ónæmisglæðinum. Tíu mýs voru í hvorum hópi. Mýsnar voru bólusettar undir húð og sértækt mótefnasvar í sermi gegn DDT mælt eftir bólusetninguna með ELISA. Eftir bólusetn- ingu var músunum gefið DDT með fóðri í 45 daga áður en þær voru aflífaðar og styrkur DDT og umbrotsefna mældur með gasskilju. Niðurstöður: Sértæk mótefnasvörun gegn DDT mældist marktækt hærri (p<0,01) í sermi DDT bólusettra músa miðað við viðmiðunar- hópinn. Minna magn (p<0,005) af DDT og umbrotsefnum þess mældist í vefjum bólusettra músa miðað við viðmiðunarhópinn. Ályktanir: Niðurstöðurnar sýna að hægt er að minnka styrk DDT í vefjum með sértækri bólusetningu gegn DDT. LÆKNABLAÐIÐ / FYLGIRIT 47 2 0 02/8 8 31
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.