Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Blaðsíða 56

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Blaðsíða 56
■ ÁGRIP VEGGSPJALDA / XI. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ Efniviður og aðferðir: Augnbotnamyndavél (Canon CR 6-45NM) var tengd við myndgreini (optical insights, með Ijóssíum fyrir 542, 558, 586 og 605 nm). Stafræn myndavél nam fjórar einlitar myndir og fartölva með viðeigandi hugbúnaði var notuð til að reikna niður- stöður. Ljósþéttni í æðum og utan æða var mæld fyrir hverja mynd og hlutföll reiknuð til dæmis milli 605 nm og 586 nm myndanna til að reikna súrefnismettun. Endurteknar mælingar á sama auga voru framkvæmdar til að meta stöðugleika mælinganiðurstaðna. Einstaklingar önduðu að sér andrúmslofti og síðan 100% súrefni í fimm mínútur og var súrefnis- mettun mæld fyrir, meðan á súrefnisöndun stóð og eftir. Niðurstöður: Augnbotnamyndavél með litrófsgreini er þægileg í notkun og áreynslulítið bæði fyrir „sjúkling“ og lækni að mæla súr- efnismettun. Stöðugleiki niðurstaðna er viðunandi og þegar reikn- uð eru meðaltalsgildi endurtekinna mælinga er staðalfrávik yfirleitt innan við 10%. Tækjabúnaður mælir aukna súrefnismettun þegar einstaklingur andar að sér 100% súrefni og lækkar hún síðan aftur eftir að 100% súrefnisöndun er hætt. Alyktanir: Rannsóknarhópurinn hefur sett saman tækjabúnað til lit- rófsgreiningar á súrefnismettun blóðrauða í sjónhimnu og sjóntaug- aræðum í mönnum. Fyrstu niðurstöður benda til þess að búnaðurinn virki þolanlega vel. Þróunarvinna á hugbúnaði og klínískar prófanir munu halda áfram. Þess er vænst að tækjabúnaður sem þessi geti nýst vel til að meta blóðþurrðarsjúkdóma í augnbotni, svo sem gláku og sykursýkisaugnsjúkdóm, og áhrif meðferðar á slíka sjúkdóma. V 06 Sjálfvirk skráning augnbotnamynda til að meta súrefnismettun Jón Atli Bcncdiktsson1, Gísli Hreinn Halldórsson1, Einar Stefánsson2, Þór Eysteinsson2 'Verkfræðideild HÍ, 2læknadeild HÍ thore@landspitali.is Tilgangur: Augnbotnamyndir eru mikilvægur þáttur í rannsóknum á æðakerfi og vefjum sjónhimnunnar og geta hjálpað til við grein- ingu sjúkdóma. í þessu verkefni var hannaður og prófaður hugbún- aður til að skrá augnbotnamyndir af mismunandi bylgjulengdum og meta súrefnismettun blóðs. Efniviöur og aðferðir: Myndir voru teknar nteð stafrænni CCD myndavél með ljóssíum sem gefur fjórar myndir á mismunandi bylgjulengdum: 542 nm, 558 nm, 586 nm og 605 nm. Alls tóku fimm einstaklingar með eðlilega sjón og sjö sjúklingar með sykursýki þátt. Teknar voru raðir af fjórum myndum frá sjúklingum með stuttu millibili. Þátttakendur með eðlilega sjón voru látnir anda að sér 100% 02 í fimm mínútur. Teknar voru myndir fyrir og eftir innönd- un súrefnis. Skráningin er fullkomlega sjálfvirk. Fyrst eru æðaferlar dregnir fram í myndunum. Því næst eru æðamót greind og samsvar- andi pöruð saman á milli myndanna. Svo er vörpun fundin til að varpa myndunum í viðmiðunarhnitakerfi. Þegar skráningunni er lokið er hægt að finna mismun og hlutfall á milli mynda af mismun- andi bylgjulengdum til að meta súrefnismettunina. Niðurstöður: Skráning augnbotnamynda af mismunandi bylgju- lengdum tókst vel. Hlutföll milli bylgjulengda í öllum myndum voru reiknuð yfir slagæðum og bláæðum og sjóntaug og sjónu. Staðalfrá- vik hlutfalla var lægst yfir sjóntaug (3,5%) hjá sjúklingum, en hæst yfir æðum (11%). Litlar breytingar í þessum hlutföllum komu fram við innöndun 100% súrefnis. Aðferðin er sjálfvirk og reyndist auð- veit að finna meðaltal og staðalfrávik gilda úr mörgum myndum. Ymis tæknileg atriði í útfærslu aðferðar verða útskýrð nánar. Alyktanir: Um er að ræða samvinnu verkfræðinga, lífeðlisfræðinga og lækna til að þróa sjálfvirkan búnað til að mæla súrefnismettun í sjónhimnu og sjóntaugum manna með myndrænni litrófsgreiningu. Fyrstu tilraunir benda til að tækjabúnaður gefi áreiðanlegar mæl- ingar um súrefnismettun, sérstaklega yfir sjóntaug, bæði í sjúkling- um með súrefnisþurrð og fólki með eðlilega augnbotna. V 07 Áhættuþættir ellihrörnunar í augnbotnum. Augnrann- sókn Reykjavíkur Ársæll Arnarsson1, Friðbert Jónasson1, Þórður Sverrisson1, Haraldur Sigurðs- son1, Einar Stefánsson1, Ingimundur Gíslason1, Kazayuki Sasaki2, Hiroshi Sasaki2 og samstarfshópur íslenskra og japanskra augnlækna 1 Augnlækningadeild Landspítala háskólasjúkrahúss, 2augnlækningadeild Háskólans í Kanasawa sirrybl@landspitali.is Inngangur: Markmið rannsóknarinnar er að finna áhættuþætti fyrir ellihrörnun í augnbotnum (age-related maculopathy) hjá einstak- lingum 50 ára og eldri. Efniviður og aðferðir: Sautján hundruð Reykvíkingar 50 ára og eldri voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá og boðið að taka þátt í yfirgripsmikilli augnrannsókn. Teknar voru þrívíðar augnbotna- rnyndir af þálllakendum. Myndunum var síðan skipl í fjóra flokka: þær sem sýndu enga ellihrörnun, þær sem sýndu hörð drusen, þær sem sýndu byrjandi ellihrörnun og þær sem sýndu langt gengna elli- hrörnun. Áhættuþættir voru svo reiknaðir með lógistískri aðhvarfs- greiningu. Niðurstöður: Fyrir hvert ár sem fólk eldist eftir fimmtugt er áhættuhlutfallið (odds ratio) fyrir að fá byijandi ellihrörnun 1,08 (95% CI 1,06-1,10) og 1,20 (95% CI 1,15-1,27) fyrir langt gengna ellihrörnun. Fyrrum reykingamenn eru í marktækt meiri hættu að fá byrjandi ellihrörnun (OR=l,56: 95% C1 1,06-2,28) en núverandi reykingamönnum er marktækt hættara við langt genginni ellihrörn- un (OR=3,03: 95% CI 1,09-8,42). Hærri líkamsþyngdarstuðull (body mass index) minnkar hættuna á byrjandi ellihrörnun (OR=0,94: 95% CI 0,90-0,98). Það virðist einnig sem meiri ættartengsl séu á milli þeirra sem voru með langt gengna ellihrörnun. Aðrar breytur voru skoðaðar en reyndust ekki hafa marktæk áhrif. Alyktanir: Það er mikil aukning í áhættuhlutfalli með auknum aldri, auk þess sem reykingamenn eru í aukinni hættu. Erfðir og líkamsþyngd virðast einnig hafa áhrif á áhættuhlutfallið. V 08 Tiðni gleiðhornagláku og tálflögnunar á íslandi. Augnrannsókn Reykjavíkur Ársæll Arnarssoni, Friöbert Jónasson1, Karim Damji2, Lan Wang2, Þórður Sverrisson1, Kazayuki Sasaki3, Hiroshi Sasaki3 og samstarfshópur íslenskra ogjapanskra augnlækna 1 Augnlækningadeild Landspítala háskólasjúkrahúss, 2augnlækningadeild Háskólans í Ottawa, 3augnlækningadeild Háskólans í Kanasawa sirrybl@landspitali.is Inngangur: Markmið rannsóknarinnar er að ákvarða algengi gleið- hornagláku (open-angle glaucoma) og tálflögnunar (pseudoexfolia- tion) hjá einstaklingum 50 ára og eldri. 56 LÆKNABLAÐIÐ / FYLGIRIT 47 2002/88
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.