Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Qupperneq 111
ÁGRIP VEGGSPJALDA / XI. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ I
ings eftir 20. viku meðgöngu (gestational hypertension). Alvarlegri
formum sjúkdómsins fylgir eggjahvíta í þvagi (meðgöngueitrun,
pre-eclampsia) og krampar (eclampsia). Sumar konur hafa háþrýst-
ing greindan fyrir meðgöngu eða greinast á fyrstu vikum meðgöngu
(chronic hypertension). Fyrri rannsóknir benda til mikilvægis erfða-
þáttar í þessum sjúkdómi og með tengslagreiningu á íslenskum sjúk-
lingum var sýnt fram á að svæði á litningi 2pl3 hefur marktæk tengsl
við sjúkdóminn (Arngrímsson, et al. 1999). Hér er notuð nákvæmari
svipgerðarflokkun sjúkdómsins til að meta niðurstöður tengsla-
greiningar í nýju þýði.
Efniviður og aðferðin Um 4500 konur á Islandi greindust með eitt-
hvert form af háþrýstingi á meðgöngu á tímabilinu 1984-1999. Ætt-
fræðigrunnur Islenskrar erfðagreiningar var notaður til þess að
greina skyldleika þeirra og 1200 konum úr 200 stærstu fjölskyldunum
var boðin þátttaka í rannsókninni. Svipgerð sjúkdóms var skilgreind
með því að fara yfir allar mæðraskrár hvers þátttakanda. Erfðaefni
kvenna með háþrýsting á meðgöngu og ættingja þeirra var greint
með 1100 erfðamörkum og tengslagreiningu beitt í leit að svæðum
þar sem líklegt er að áhættuþátt sé að finna. Könnuð voru áhrif
mismunandi flokkunar svipgerða á niðurstöður tengslagreiningar.
Niðurstöður: Erfðaþáttur á litningi 2pl3 kom fram sem mikilvægur
áhættuþáttur í þróun háþrýstings á meðgöngu en virðist ekki tengj-
ast fyrirverandi háþrýstingi. Annar erfðaþáttur gæti tengst svæði á
litningi 5q.
Alyktanir: Með því að nota nákvæmar svipgerðir má sjá að með-
gönguháþrýstingur og meðgöngueitrun eru hluti sama sjúkdóms-
heilkennis sem tengist svæði á litningi 2. Ætla má að breytileiki í
erfðavísi á litningasvæði 2pl3 sé mikilvægur áhættuþáttur í þróun
háþrýstings á meðgöngu.
V 169 Erfðatæknileg framleiðsla trypsíns l-K
Guörún Jónsdúttir, Ágústa Guðmundsdóttir
Raunvísindastofnun Háskólans
gudrjon@rhi.hi.is
Inngangun Trypsín I-K (K=klónað) úr þorski hefur verið tjáð á for-
veraformi. Forveraform trypsíns I-K var framleitt í nýju E. coli His-
Patch ThioFusion tjáningarkerfi, sem býður upp á hreinsun ensímsins
á málmbindisúlu. pThioHis tjáningarferjan er þannig að á þeim enda,
sem næstur er 5’-enda trypsín I-K gensins, hefur verið komið fyrir HP-
thioredoxin genabúti. Thio hluti tjáðu afurðarinnar eykur leysni tryps-
íns 1-K auk þess sem hann binst ProBond súluefni. Stökkbreyting var
gerð í geni trypsíns I-K til að freista þess að auka stöðugleika ensímsins.
Efniviður og aðferðir. Við tjáninguna var framleitt samrunaprótein
ThioHis-trypsín I-K, sem var einangrað á ProBond súlu. Því næst
var virki hluti trypsíns I-K klipptur frá með örlitlu magni af trypsíni
I-N (N=náttúrulegt). Virkjaða ensímið var hreinsað á p-amínó-
benzamidín súlu.
Niðursföðun Virknimælingar trypsíns I-K gagnvart tilbúnu trypsín
hvarfefni Gly-Pro-Arg-pNA sýna að virkjun forveraformsins lýtur allt
öðrum hraðafræðilegum lögmálum en rof tilbúinna hvarfefna með
trypsíni I-N. Virkjunarskrefið er mjög vandasamt og krefst mikillar
nákvæmni vegna viðkvæmni ensímsins fyrir óvirkjun með hita og
sjálfmeltu. Engu að síður tókst að tjá trypsín I-K á forveraformi og
virkja það með örlitlu magni af trypsíni I-N. Rannsóknir hafa leitt í ljós
að yfirgnæfandi líkur eru á að trypsín I-K og I-N séu sama ensímið.
Ályktanir: Niðurstöður rannsókna sýna að hið nýja ThioFusion
tjáningarkerfi leysir flest þau vandamál, sem lengi hefur verið glímt
við varðandi tjáningu trypsíns I-K og annarra kuldavirkra ensíma úr
sjávarlífverum. Amínóendi trypsíns I-K er verndaður með samruna
við thioredoxin bút, sem að auki eykur leysni tjáða próteinsins og
auðveldar hreinsun ensímsins. Fyrstu rannsóknir á stökkbreytta af-
brigðinu benda til aukins stöðugleika ensímsins.
V 170 Erfðabreytileiki íslenska hestastofnsins
Viktor IMar Bonilla1, Valgeröur Andrésdóttir1, Eggert Gunnarsson1, Sigríður
Björnsdóttir2, Ágúst Sigurösson2, Sigurður Ingvarsson1, Vilhjálmur Svansson1
rrilraunastöö HÍ í meinafræði að Keldum, 2emhæui yfirdýralæknis, 3Bændasamtök
fslands
viktormb@hekla.rhi.hi.is
Inngangur: Islenski heslurinn hefur þróast sem einangraður hrossa-
stofn frá landnámi á 9. og 10. öld og hefur frá þeim tíma aðlagast
íslenskri veðráttu og fæðuvali með náttúruvali. Mikill breytileiki er
í svipgerð hrossanna, svo sem lit, ganglagi og byggingu miðað við
flest önnur hrossakyn. Með öflugu ræktunarstarfi undanfarna ára-
tugi er stofninn þó að verða einsleitari. Landfræðileg einangrun hef-
ur meðal annars orðið til þess að til eru hópar innan hrossastofnsins
sem ekki hafa blandast hrossum frá öðrum landsvæðum og hafa
sterk svipfarseinkenni.
Markmið verkefnisins er að kanna erfðabreytileika íslenska
hrossastofnsins með tilliti til 10 þekktra erfðamarka sem gefa upp-
lýsingar um erfðabreytileika stofnsins á ákveðnum erfðaeiginda-
svæðum. Einnig að kanna hvort einangraðir hópar innan stofnsins
hafi minni erfðabreytileika og séu marktækt frábrugðnir stofninum
í heild sinni.
Efniviður og aðferðir: Blóðsýnum var safnað úr tilviljanakenndu
úrtaki íslenska hrossastofnsins (n=100) og úr fjórum einangruðum
hópum (n=10-25). DNA var einangrað úr hvítum blóðfrumum og
PCR aðferð notuð til að magna upp erfðamörkin. Út frá tíðni og
dreifingu erfðamarkanna var ákvarðað hvort marktækur munur
væri á milli hópanna.
Niðurstöður: Niðurstöður liggja fyrir um einangruðu hópana og
benda þær til skyldleika milli þriggja þeirra. Einnig er komið í Ijós
að breytileiki í erfðum þessara 10 erfðamarka nýtist til ætternis-
greininga á íslenskum hrossum eins og öðrum hrossakynjum.
Ályktanir: Rannsóknin eykur skilning á erfðamengi íslenska
hrossastofnsins og hjálpar þannig til að viðhalda erfðabreylileika
innan stofnsins. Ef lítill breytileiki kemur fram gefur það upplýsing-
ar um hugsanlega hættu á innræktun og hættu á að mikilvægir eigin-
leikar tapist úr hrossastofninum.
V 171 Innangensuppbót MITF stökkbreytingarinnar í mús
Aðalheiður Gígja Hansdóttir1, Jón H. Hallsson1-2, Heinz Arnheiter2, M.
Lynn Lamoreoux2, Neal G. Copeland2, Nancy A. JenkinsL Eiríkur Stein-
grímsson1
'Lífefna- og sameindalíffræðistofa læknadeildar HÍ, 2NINI3S, NIH, Bethesda, MD,
3Texas A and M University, College Station, TX, ‘•Mouse Cancer Genetics
Program, NCI-FCRDC, Frederick, MD
adalheid@hi.is
Inngangur: Stökkbreytingar í microphthalmia (Mitf) geninu hafa
meðal annars áhrif á þroskun litfrumna, mastfrumna og litfrumna
LæKNABLAÐIÐ / FYLGIRIT 47 2002/88 1 1 1