Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Blaðsíða 60
I ÁGRIP VEGGSPJALDA / XI. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ
tanna vegna tíðrar gosdrykkjaneyslu. Sjúklingar með bakflæði
(GERD) flokkast í áhættuhóp vegna brjóstsviða. Markmið rann-
sóknarinnar var að meta tíðni og alvarleika glerungseyðingar í þess-
um tveimur ólíku áhæltuhópum.
Efniviður og aðferðir: Greint var á milli staðsetningar á eyðingu
(jaxla- og framtannasvæðis) og flokkað eftir stigi eyðingarinnar.
Áttatíu einstaklingar, 57 ungmenni og 23 GERD sjúklingar, voru
valdir. Þátttakendur svöruðu ítarlegum spurningum um lífsstíl og
mataræði. Gengu undir klíníska, blindaða skoðun og munnvatns-
próf. Glerungseyðing var greind fyrir framtennur og jaxlasvæði
aðskilið og flokkuð í fjóra mismunandi flokka eftir stigum (0-3).
Niðurstöður: Enginn marktækur munur fannst á tíðni eða stigi
glerungseyðingar á milli þessara hópa og aðeins átta af 23 sjúkling-
um (35%) með GERD greindust með glerungseyðingu. Marktækur
munur fannst á milli tíðni á glerungseyðingu á jöxlum þeirra sem
höfðu brjóstsviða þegar þessir tveir hópar voru bornir saman í
heild.
Ályktanir: Glerungseyðing er margþættur sjúkdómur og stuðla
þarf að fleiri rannsóknum vegna aukinnar tíðni í þjóðfélaginu.
V 19 Greining skerts sykurþols og sykursýki á íslandi.
Fastandi blóðsykur eða sykurþolspróf?
Gísli Björn Bergmann12, Vilmundur Guðnason'.2, Rafn Benediktsson1.2.3
1 Læknadcild HI, 2Hjartavernd, 3lyflækningadeild Landspítala Fossvogi
gislibe@hotmail.com
Inngangur: Lagt hefur verið til að greining sykursýki (SS2) byggist
eingöngu á mælingu fastandi blóðsykurs (FBS). Þetta getur stangast
á við greiningu einstaklinga samkvæmt 75g sykurþolsprófi og misst
af greiningu hjá sjúklingum sem hafa skert sykurþol (SSÞ) en það
eykur líkur á að fá SS2 og fylgikvilla. Þetta hefur ekki verið rann-
sakað á íslandi þar sem 50g sykurþolspróf hefur verið viðtekin
venja. Við gerðum því 75g sykurþolspróf í íslensku þýði. Við reynd-
um að bera kennsl á þá sem eru í mestri hættu á fylgikvillum vegna
skertra sykurefnaskipta, með mati á þáttum kviðfituheilkennis.
Efnviður og aðferðir: Fimmtíu og sex einstaklingum, sem tóku
þátt í rannsókn Hjartaverndar og íslenskrar erfðagreiningar á erfð-
um SS2 og höfðu FBS >6,1 mmól/1 og <11,1 mmól/l, var boðið að
gangast undir sykurþolspróf. Aldur, blóðþrýstingur, þyngd, hæð,
blóðsykur, HbAlc, kólesteról, HDL og þríglýseríð voru mæld. Þátt-
takendur voru 37 karlmenn og 19 konur, miðgildi aldurs var 54,9 ár
(á bilinu 23-81 ár).
Niðurstöður: Meðalþyngdarstuðull (BMI) var 30,6+0,8 kg/m2.
Sex af þeim 16 einstaklingum sem voru skilgreindir með SS2 við
fyrstu komu (FBSl >7,0 mmól/l) höfðu eðlilegan FBS2 (<6,0 mmól/1),
en allir 16 höfðu ýmist SSÞ eða SS2 samkvæmt sykurþolsprófi (2t
blóðsykur >7,8 mmól/1).
Af þeim 40 einstaklingum, sem höfðu háan fastandi blóðsykur
við fyrstu komu (HFS: 6,1-6,9 mmól/1), höfðu aðeins 12 SSÞ eða
SS2 samkvæmt sykurþolsprófi. Þegar þeir sem höfðu SSÞ eða SS2
eru bornir saman við þá sem höfðu eðlilegl sykurþol sést að þeir
höfðu: lægra HDL (1,12±0,06 á móti 1,37±0,07; p<0,04), hærri þrí-
glýseríð (2,18±0,34 á móti 1,55±0,15; p<0,05), hærri FBSl (6,5±0,1 á
móti 6,4±0,1; p<0,04), hærri FBS2 (6,3±0,2 á móti 5,8±0,1; p<0,01)
og hærra HbAlc (6,2±0,2 á móti 5,8±0,1; p<0,02). Enginn þessara
þátta gat með vissu spáð fyrir um útkomu sykurþolsprófsins. Því var
60 LÆKNABLAÐIÐ / FYLGIRIT 47 2002/88
leidd út reikniformúla sem tók lillil til ofangreindra þátta og átti að
spá fyrir um útkomuna. Næmi og sértæki reikniformúlunnar voru
92% og 75%.
Ályktanir: Ef greina á einstaklinga í mestri hættu á að þróa með sér
sykursýki og fylgikvilla hennar, þá er ein mæling á FBS >7,0 mmól/1
nóg á íslandi. Hægt er að koma að mestu í veg fyrir ranga greiningu
meðal einstaklinga með háan fastandi blóðsykur með því að íhuga
þætti kviðfituheilkennisins.
V 20 Skimun á sykursýki með notkun ættfræðiupplýsinga
og fastandi blóðsykurs greinir einstaklinga í áhættu fyrir
hjarta- og æðasjúkdómum
Friöný Heimisdóttir1-, Vilmundur Guönason2-3, Inga Reynisdóttir4, Gunnar
Sigurösson1.2.3, Rafn Benediktsson1^.3
11 .æknadeild HÍ, 2Hjartavernd, 3lyflækningadeild Landspítala Fossvogi, 4{slensk
erfðagreining
fridnyh@simnet.is
Inngangur: SS2 (tegund 2 sykursýki) hrjáir um 3% íslendinga 30
ára og eldri. Því er skimun ekki vænlegur kostur. Skoðaður var mögu-
leiki að nota ættfræðiupplýsingar íslendinga og fastandi blóðsykur
(BS) til að auka gagnsemi skimunar og finna einstaklinga í mestri
áhættu fyrir hjarta- og æðasjúkdómum (CVD).
Efniviður og aðferðir: Ættingjum innan sex meiósa frá einstakling-
um með þekkta SS2 úr Reykjavíkurrannsókn Hjartaverndar, mök-
um og þeirra fyrstu gráðu ættingjum var boðið að taka þátt í Full-
orðinssykursýkirannsókn Hjartaverndar (NIDDM). Þrjú þúsund
níu hundruð tuttugu og tveir tóku þátt 1998-2000 en niðurstöður
byggja á 3096 sem ekki höfðu þekkta SS2. Hlutfall nýgreindra
(BS>7,0mmól/L í tvígang) var kannað.og hefðbundnir áhættuþættir
hjarta- og æðasjúkdóma metnir. Samanburðarhópur (SB) voru þeir
með eðlilegan BS (<6,0 mmól/L).
Niðurstöður: Af þátttakendum höfðu 21,5% óeðlilegan BS en af
þeim voru 243 (7,8%) með SS2 og 422 (13,6%) með BS 6,1-6,9
mmól/L; 7,7% karla og 2,7% kvenna á aldrinum 35-49 ára greindust
með SS2 en 12,4% karla og 4,2% kvenna á aldrinum 50-64 ára.
Hlutfall 50-64 ára karla á blóðþrýstingslækkandi lyfjum var 35,6%
±14,0% CI í SS2 en 21,4%±5,3% CI hjá SB (p<0,04). Hlutfall 50-64
ára karla á blóðfitulækkandi lyfjum var 8,9%±8,3% CI í SS2 en
5,7%±8,4% CI í SB (p=ns). Hefðbundnir áhættuþættir karla 50-64
ára sem hvorki voru á blóðþrýstings- né blóðfitulækkandi lyfjameð-
ferð voru marktækt sterkari hjá SS2. Með greindan hjarta- og æða-
sjúkdóm voru 16,9%±4,7% CI SS2 en 8,8%±1,1% CI SB (p<0,001)
sem gefur líkindahlutfall upp á 2,0 (95% CI 1,5-3,0) fyrir þekktan
hjarta- og æðasjúkdóm.
Ályktanir: Við teljum að skimun með hjálp ættfræðiupplýsinga og
BS meira en tvöfaldi greiningartíðni SS2. BS er nægjanlegur til
finna einstaklinga í hættu á hjarta- og æðasjúkdómum. Há tíðni
hjarta- og æðasjúkdóma og mikil notkun á blóðþrýstings- og blóð-
fitulækkandi lyfjum bendir til þess að þann hóp einstaklinga ætti að
skima reglulega fyrir sykursýki.
J