Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Blaðsíða 60

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Blaðsíða 60
I ÁGRIP VEGGSPJALDA / XI. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ tanna vegna tíðrar gosdrykkjaneyslu. Sjúklingar með bakflæði (GERD) flokkast í áhættuhóp vegna brjóstsviða. Markmið rann- sóknarinnar var að meta tíðni og alvarleika glerungseyðingar í þess- um tveimur ólíku áhæltuhópum. Efniviður og aðferðir: Greint var á milli staðsetningar á eyðingu (jaxla- og framtannasvæðis) og flokkað eftir stigi eyðingarinnar. Áttatíu einstaklingar, 57 ungmenni og 23 GERD sjúklingar, voru valdir. Þátttakendur svöruðu ítarlegum spurningum um lífsstíl og mataræði. Gengu undir klíníska, blindaða skoðun og munnvatns- próf. Glerungseyðing var greind fyrir framtennur og jaxlasvæði aðskilið og flokkuð í fjóra mismunandi flokka eftir stigum (0-3). Niðurstöður: Enginn marktækur munur fannst á tíðni eða stigi glerungseyðingar á milli þessara hópa og aðeins átta af 23 sjúkling- um (35%) með GERD greindust með glerungseyðingu. Marktækur munur fannst á milli tíðni á glerungseyðingu á jöxlum þeirra sem höfðu brjóstsviða þegar þessir tveir hópar voru bornir saman í heild. Ályktanir: Glerungseyðing er margþættur sjúkdómur og stuðla þarf að fleiri rannsóknum vegna aukinnar tíðni í þjóðfélaginu. V 19 Greining skerts sykurþols og sykursýki á íslandi. Fastandi blóðsykur eða sykurþolspróf? Gísli Björn Bergmann12, Vilmundur Guðnason'.2, Rafn Benediktsson1.2.3 1 Læknadcild HI, 2Hjartavernd, 3lyflækningadeild Landspítala Fossvogi gislibe@hotmail.com Inngangur: Lagt hefur verið til að greining sykursýki (SS2) byggist eingöngu á mælingu fastandi blóðsykurs (FBS). Þetta getur stangast á við greiningu einstaklinga samkvæmt 75g sykurþolsprófi og misst af greiningu hjá sjúklingum sem hafa skert sykurþol (SSÞ) en það eykur líkur á að fá SS2 og fylgikvilla. Þetta hefur ekki verið rann- sakað á íslandi þar sem 50g sykurþolspróf hefur verið viðtekin venja. Við gerðum því 75g sykurþolspróf í íslensku þýði. Við reynd- um að bera kennsl á þá sem eru í mestri hættu á fylgikvillum vegna skertra sykurefnaskipta, með mati á þáttum kviðfituheilkennis. Efnviður og aðferðir: Fimmtíu og sex einstaklingum, sem tóku þátt í rannsókn Hjartaverndar og íslenskrar erfðagreiningar á erfð- um SS2 og höfðu FBS >6,1 mmól/1 og <11,1 mmól/l, var boðið að gangast undir sykurþolspróf. Aldur, blóðþrýstingur, þyngd, hæð, blóðsykur, HbAlc, kólesteról, HDL og þríglýseríð voru mæld. Þátt- takendur voru 37 karlmenn og 19 konur, miðgildi aldurs var 54,9 ár (á bilinu 23-81 ár). Niðurstöður: Meðalþyngdarstuðull (BMI) var 30,6+0,8 kg/m2. Sex af þeim 16 einstaklingum sem voru skilgreindir með SS2 við fyrstu komu (FBSl >7,0 mmól/l) höfðu eðlilegan FBS2 (<6,0 mmól/1), en allir 16 höfðu ýmist SSÞ eða SS2 samkvæmt sykurþolsprófi (2t blóðsykur >7,8 mmól/1). Af þeim 40 einstaklingum, sem höfðu háan fastandi blóðsykur við fyrstu komu (HFS: 6,1-6,9 mmól/1), höfðu aðeins 12 SSÞ eða SS2 samkvæmt sykurþolsprófi. Þegar þeir sem höfðu SSÞ eða SS2 eru bornir saman við þá sem höfðu eðlilegl sykurþol sést að þeir höfðu: lægra HDL (1,12±0,06 á móti 1,37±0,07; p<0,04), hærri þrí- glýseríð (2,18±0,34 á móti 1,55±0,15; p<0,05), hærri FBSl (6,5±0,1 á móti 6,4±0,1; p<0,04), hærri FBS2 (6,3±0,2 á móti 5,8±0,1; p<0,01) og hærra HbAlc (6,2±0,2 á móti 5,8±0,1; p<0,02). Enginn þessara þátta gat með vissu spáð fyrir um útkomu sykurþolsprófsins. Því var 60 LÆKNABLAÐIÐ / FYLGIRIT 47 2002/88 leidd út reikniformúla sem tók lillil til ofangreindra þátta og átti að spá fyrir um útkomuna. Næmi og sértæki reikniformúlunnar voru 92% og 75%. Ályktanir: Ef greina á einstaklinga í mestri hættu á að þróa með sér sykursýki og fylgikvilla hennar, þá er ein mæling á FBS >7,0 mmól/1 nóg á íslandi. Hægt er að koma að mestu í veg fyrir ranga greiningu meðal einstaklinga með háan fastandi blóðsykur með því að íhuga þætti kviðfituheilkennisins. V 20 Skimun á sykursýki með notkun ættfræðiupplýsinga og fastandi blóðsykurs greinir einstaklinga í áhættu fyrir hjarta- og æðasjúkdómum Friöný Heimisdóttir1-, Vilmundur Guönason2-3, Inga Reynisdóttir4, Gunnar Sigurösson1.2.3, Rafn Benediktsson1^.3 11 .æknadeild HÍ, 2Hjartavernd, 3lyflækningadeild Landspítala Fossvogi, 4{slensk erfðagreining fridnyh@simnet.is Inngangur: SS2 (tegund 2 sykursýki) hrjáir um 3% íslendinga 30 ára og eldri. Því er skimun ekki vænlegur kostur. Skoðaður var mögu- leiki að nota ættfræðiupplýsingar íslendinga og fastandi blóðsykur (BS) til að auka gagnsemi skimunar og finna einstaklinga í mestri áhættu fyrir hjarta- og æðasjúkdómum (CVD). Efniviður og aðferðir: Ættingjum innan sex meiósa frá einstakling- um með þekkta SS2 úr Reykjavíkurrannsókn Hjartaverndar, mök- um og þeirra fyrstu gráðu ættingjum var boðið að taka þátt í Full- orðinssykursýkirannsókn Hjartaverndar (NIDDM). Þrjú þúsund níu hundruð tuttugu og tveir tóku þátt 1998-2000 en niðurstöður byggja á 3096 sem ekki höfðu þekkta SS2. Hlutfall nýgreindra (BS>7,0mmól/L í tvígang) var kannað.og hefðbundnir áhættuþættir hjarta- og æðasjúkdóma metnir. Samanburðarhópur (SB) voru þeir með eðlilegan BS (<6,0 mmól/L). Niðurstöður: Af þátttakendum höfðu 21,5% óeðlilegan BS en af þeim voru 243 (7,8%) með SS2 og 422 (13,6%) með BS 6,1-6,9 mmól/L; 7,7% karla og 2,7% kvenna á aldrinum 35-49 ára greindust með SS2 en 12,4% karla og 4,2% kvenna á aldrinum 50-64 ára. Hlutfall 50-64 ára karla á blóðþrýstingslækkandi lyfjum var 35,6% ±14,0% CI í SS2 en 21,4%±5,3% CI hjá SB (p<0,04). Hlutfall 50-64 ára karla á blóðfitulækkandi lyfjum var 8,9%±8,3% CI í SS2 en 5,7%±8,4% CI í SB (p=ns). Hefðbundnir áhættuþættir karla 50-64 ára sem hvorki voru á blóðþrýstings- né blóðfitulækkandi lyfjameð- ferð voru marktækt sterkari hjá SS2. Með greindan hjarta- og æða- sjúkdóm voru 16,9%±4,7% CI SS2 en 8,8%±1,1% CI SB (p<0,001) sem gefur líkindahlutfall upp á 2,0 (95% CI 1,5-3,0) fyrir þekktan hjarta- og æðasjúkdóm. Ályktanir: Við teljum að skimun með hjálp ættfræðiupplýsinga og BS meira en tvöfaldi greiningartíðni SS2. BS er nægjanlegur til finna einstaklinga í hættu á hjarta- og æðasjúkdómum. Há tíðni hjarta- og æðasjúkdóma og mikil notkun á blóðþrýstings- og blóð- fitulækkandi lyfjum bendir til þess að þann hóp einstaklinga ætti að skima reglulega fyrir sykursýki. J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.