Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Blaðsíða 62

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Blaðsíða 62
I ÁGRIP VEGGSPJALDA / XI. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ staðtölulegur munur í kalprótektíngildum á neinum tímapunkti (p>0,25) hvorki fyrir eða eftir pentavac eða MMR bólusetningu. Umræða: Niðurstöður okkar benda ekki til að MMR bóluefnið valdi bólgu í þörmum hjá heilbrigðum börnum og mælir það ein- dregið gegn tilgátunni um að MMR bólusetning veki upp þarma- bólgu sem aftur leiði til einhverfu. V 24 Rabeprazól samanborið við ómeprazól í sjö daga, þriggjalyfja meðferð til upprætingar á Helicobacter pylori Bjarni Þjóðleifsson1, Hallgrímur Guðjónssonl, Einar Oddsson >, C.J. Hawkey-1 IRannsóknastofa í meltingarsjúkdómum Landspítala Hringbraut, 2Eisai Ltd, London, -^University Hospital Nottingham bjarnit@landspitali.is Inngangur: Kjörmeðferð til að uppræta H. pylorí er sjö daga meðferð með tveimur sýklalyfjum og prótonpumpuhemjara (PPH). Prótonpumpuhemjandi lyfið er gefið til að hækka pH í maga en við það eykst virkni sýklalyfjanna. Rabeprazól er nýtt prótonpumpu- hemjandi lyf sem nær fullri virkni á öðrum degi meðferðar. Sum eldri prótonpumpuhemjandi lyf þurfa átta daga til að ná fullri virkni. Tilgangur var að sjá hvaða áhrif þessi munur á próton- pumpuhemjandi lyfjum hefur á árangur meðferðarinnar. Efniviður og aðferðir: Rannsakaðir voru tveir sýklalyfjakúrar nteð rabeprazóli og tveir með ómeprazóli, báðir gefnir í sjö daga: RCA = rabeprazól 20 mg x 2, klaritrómýsín 500 mg x 2 og amoxi- cillín 1 gr x 2. RCM = rabeprazól 20 mg x 2, klaritrómýsín 500 mg x 2 og metrón- ídazól 400 mg x 3. OCA = ómeprazól 20 mg x 2, klaritrómýsín 500 mg x 2 og amoxi- cillín 1 gr x 2. OCA = ómeprazól 20 mg x 2, klaritrómýsín 500 mg x 2 og metrón- ídazól 400 mg x 3. Rannsóknin var fjölþjóðleg og alls voru teknir inn 345 H. pylorí sýktir sjúklingar með tvíblindu slembivali. Uppræting var skilgreind þannig að blásturspróf væri neikvætt 12 vikum eftir meðferð. Niðurstöður: Uppræting hjá sjúklingum sem fengu rabeprazól samkvæmt meðferðaráætlun (per protocol) var 87% og 85% hjá þeim sem fengu ómeprazól. Besti árangur náðist í RCA meðferðar- hópi, eða 94%, en verstur árangur var í RCM hópi, eða 79%. Alyktanir: Rannsóknin sýnir að rabeprazól með klaritrómýsíni og amoxicillíni gefur mjög góðan árangur í upprætingu Helicobacter pylorí. Omeprazól með báðum sýklalyfjunum gefur einnig góðan árangur sem er svipaður og fundist hefur í öðrum rannsóknum. V 25 Virkni rabeprazóls og ómeprazóls í viðhaldsmeðferð á vélindabakflæði. Tvíblind slembirannsókn sem stóð i fimm ár Bjarni Þjóðleií'sson1, Einar Oddsson1, Hallgrímur Guðjónsson1, Tom Hum- phries2 'Rannsóknastofa í meltingarsjúkdómum Landspítala Hringbraut, 2Eisai Ltd, London bjarnit@landspitali.is Inngangur: Vélindabakflæði er langvinnur sjúkdómur og viðhalds- meðferð með lyfjum er oft nauðsynleg til fjölda ára. Rannsóknir á virkni viðhaldsmcðferðar eru flestar gallaðar, með fáa sjúklinga og stóðu aðeins í eitt lil þrjú ár. Tilgangur: Að bera saman virkni ómeprazóls 20 mg og rabeprazóls 10 og 20 mg í viðhaldsmeðferð við vélindabakflæði í fimm ár. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var fjölþjóðleg með 21 stöð í Evrópu. Stjórnandi var BÞ og Island tók inn flesta sjúklinga. Skil- yrði fyrir þátttöku var vélindabakflæði með bólgu, sem hafði gróið eftir prótonpumpuhemja- (PPH) meðferð og hvort tveggja staðfest með speglun. Sjúklingar fengu síðan meðferð nieð ómeprazóli 20 mg eða rabeprazóli 10 eða 20 mg, sem var ákveðin með tvíblindu slembivali. Arangur var metinn með speglun eftir 13,26 og 52 vikur og síðan árlega eftir það. Bólga var metin með Hetzel Dent kvarða og skor yfir 1 var flokkað sem misheppnuð meðferð. Niðurstöður: Rannsóknin tók til 243 sjúklinga og 123 luku öllum fimm árunum. Meðferð reyndist misheppnuð hjá 9,9% í rabepra- zól- 10 mg hópnum (8/82), 11,5% í rabeprazól- 20 mg hópnum (9/78) og 13,3% í ómeprazól- 20 mg hópnum (11/83). Engar alvar- legar aukaverkanir komu fram. Enginn staðtölulegur munur var á meðferðarhópum. Alyktanir: Viðhaldsmeðferð á vélindabakflæði með prótonpumpu- hemjandi lyfjum er virk og örugg. Rabeprazól 10 mg er jafnvirkt og rabeprazól 20 mg og ómeprazól 20 mg. V 26 Einkennalaus þarmabólga hjá aðstandendum sjúk- linga með Crohns sjúkdóm greind með hvítfrumuskanni Þurý Osk Axelsdóttir), Inga Skaftadóttir1, Eysteinn Pétursson1, Guðmund- ur Jón Elísson2, Ingvar Bjamason3, Bjarni Þjóðleifsson1, Ásbjörn Sigfús- sonH •Landspítali Hringbraut, 2Röntgen Domus Medica, 2GKT læknaskólinn London tHöfundur lést árið 2001 bjarnit@landspitali.is Inngangur: Fyrri rannsóknir hafa sýnt að -50% skyldmenna sjúk- linga með Crohns sjúkdóm höfðu hækkun á kalprótektíni í hægð- um, sem benti til þarmabólgu. Dreifing þarmabólgu meðal ættingja samrýmdist ríkjandi erfðum. Staðsetning bólgunnar í þörmum var hins vegar óviss. Tilgangur: Að meta algengi og staðsetningu þarmabólgu með hvít- frumuskanni hjá skyldmennum sjúklinga með Crohns sjúkdóm. Etniviður og aðférðir: Þrjátíu ættingjar úr fyrri rannsókn, 12 með kalprótektín yfir 37mg/L og 18 með kalprótektín undir lOmg/L, eðlileg gildi sem samanburðarhópur. Þátttakendur fóru í hvítfrumu- skann, þar sem hvítfrumur úr blóði þeirra voru einangraðar, geisla- merktar og gefnar aftur. Hálfri og tveimur klukkustundum eftir gjöf voru teknar ísótópamyndir af kvið. Lesið var úr myndunum án upp- lýsinga um kalprótektínmælingar. Myndunum voru gefnar einkunn- ir, 0-1: fullkomlega eðlileg, 1: ómarktækar breytingar, 2: augljós merki um bólgu. Þátttakendur skiluðu nýju saursýni til kalprótekt- ínmælingar. Niðurstöður: Níu af 12 ættingjum með hækkað og átta af 18 ætt- ingjum með eðlilegt kalprótektíngildi tóku þátt, eða alls 17 ættingj- ar. Fimmtán skiluðu saursýni til kalprótektínmælingar nú. Fimm einstaklingar voru með hækkun á kalprótektíni í saur nú og voru fjórir með öruggar bólgubreytingar á hvítfrumuskanni. Allir fimm voru með hækkun á kalprótektíni fyrir þremur árum. Tíu einstak- lingar voru með eðlileg kalprótektíngildi, sjö þeirra voru einnig með eðlilegt hvítfrumuskann. Staðsetning bólgunnar var mest í mjó- gimi. 62 Læknablaðið / FVLGIRIT 47 2002/88
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.