Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Blaðsíða 48

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Blaðsíða 48
I ÁGRIP ERINDA / XI. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ E 77 Tjáning lípoxýgenasa í illkynja og eðlilegum frumum Sigurdís Haraldsdóttir12, Erna Guðlaugsdóttir12, Jón Gunnlaugur Jónas- son2.3, Helga M. Ögmundsdóttir1.2 1 Rannsóknarstofa Krabbameinsfélags íslands í sameinda- og frumulíffræöi, 2læknadeild HÍ, 3Rannsóknastofa Háskólans í meinafræði sigurdis@hi.is Inngangur: Lípoxýgenasar (LOX) mynda HETE og leukotríen úr arakídónsýru og eiga sér þrjú ísóform, 5-, 12- og 15-LOX. Leuko- tríen eru mikilvægir bólgumiðlarar en á seinni árum hefur komið í ljós að LOX-ferlar koma einnig við sögu í illkynja æxlisvexti. 5- LOX situr í kjarnahjúpi á virku formi og hefur vaxtarörvandi verk- un á illkynja æxlisfrumur en 12-LOX virðist aðallega vera í umfrymi og örvar auk vaxtar skrið- og meinvarpsmyndun. Brjósta-, blöðru- hálskirtils- og briskrabbamein hafa reynst næmust fyrir hindrum á þessa ferla. Markmið þessa verkefnis var að kanna tjáningu 5- og 12-LOX í illkynja frumulínum af mismunandi vefjauppruna, eðli- legum vef úr brjósti og illkynja vefjasýnum úr mismunandi vefjum. Efniviður og aðferðir: lllkynja æxlisfrumulínur voru keyptar hjá ATCC. Vefjasýni voru fengin hjá Rannsóknastofu Háskólans í meinafræði. Tjáning á 5- og 12-LOX var metin með mótefnalitun. Niðurstöður: Tjáning 5-LOX var mest í bris- og brjóstakrabba- meinslínum en minnst í ristilkrabbameinslínu. Ennfremur reyndist staðsetning ensímsins háð því hvar fruman væri í frumuhringnum. Tjáning 12-LOX var mikil í nær öllum illkynja línunum og var mest í umfrymi en sást einnig í kjarnahimnu. Tjáning 5- og 12-LOX var hverfandi í eðlilegum vef úr brjósti en bæði ensímin voru til staðar í illkynja vefjasýnum úr brjósti. Unnið er að úrvinnslu úr litunum á vefjasýnum úr öðrum tegundum krabbameina. Alyktanir: 5- og 12-LOX eru til staðar í illkynja frumum úr frumu- línum og vefjasýnum en eru í mjög litlu magni í eðlilegum vef. Magn 5-LOX er breytilegt eftir vefjauppruna og er mest í þeim frumulín- um sem eru næmastar fyrir vaxtarhindrandi verkun 5-LOX hindra. Við virkjun frumulína með sermi færðist 5-LOX úr umfrymi að kjarnahimnu og er því mjög líklega á virku formi í illkynja frumum. E 78 lnterleukin-1 breytileiki og tengsl við magakrabbamein Magnús K. Magniíssnn1. Sturla Arinbjarnarson1, Ólöf Dóra Bartels Jóns- dóttir1, Bjarki Jónsson Eldon1, Sigfús Nikulásson2, Albert Imsland1, Stein- unn Thorlacius1, Eiríkur Steingrímsson1.3, Bjarni Pjóðleifsson4 5, Valgarður Egilsson1, Jónas Magnússon4.6 UJrður Verðandi Skuld, 2Rannsóknastofa Háskólans í meinafræði, 3lífefna- og sameindalíffræði læknadeild HÍ, 4læknadeild HÍ, 5meltinga- og innkirtlasjúkdóma- deild og 6skurðdeild Landspítala háskólasjúkrahúss magnusk@uvs.is Inngangur: Helicobacter pylorí (HP) sýking í magaslímhúð eykur líkur á magakrabbameini. Viðvarandi sýking getur leitt til frumu- breytinga sem síðan geta þróast yfir í krabbamein. Nýlega var sýnt fram á fylgni milli erfðabreytileika í stýrisvæði interleukin 1 beta (IL-IB) gensins og aukinnar áhættu á magakrabbameini hjá II. pylori sýktum einstaklingum. Breyting þessi veldur aukinni tján- ingu IL-IB gensins en próteinafurð þess er bólguörvandi cýtókfn (IL-lþ) sem meðal annars hindrar sýruseytun í maga. Einnig hafa fundist tengsl milli breytileika í interleukin 1 RN (IL-IRN) geni og aukinnar áhættu á magakrabbameini, en afurð þess IL-lRa (recept- or antagonist) binst IL-1 viðtökum og hefur þannig áhrif á virkni IL-Iji í maga. Rannsóknir hafa bent til aukinnar áhættu á maga- krabbameini (El-Omar, et al. Nature 2000; 404:398-402) ef einstak- lingar báru annars vegar C samsætuna í stýrisvæði IL-IB eða voru arfhreinir um IL-1RN*2 samsætuna í IL-IRN geninu. Markmið verkefnisins var að kanna tengsl milli þessara erfðabreytileika og áhættu á magakrabbameini á Islandi. Efniviður og aðferðir: Erfðaefni 125 magakrabbameinssjúklinga (42 konur og 83 karlar) og 202 viðmiða (95 konur og 107 karlar) var greint með tilliti til ofangreindra erfðabreytileika. Breytileiki í stýri- svæði IL-IB gensins var greindur með PCR og raðgreiningu, en breytileiki IL-IRN gens var greindur með PCR og stærðargrein- ingu. Tengsl milli erfðabreytileika og áhættu á magakrabbameini voru metin með áhættuhlutfalli. Niðurstöður: Áhættuhlutfall þeirra sem bera C samsætu í IL-IB geni (stöðu -31) var 1.285 (95% vikmörk 0,82-2,01) miðað við arf- hreina TT einstaklinga. Áhættuhlutfall þeirra sem eru arfhreinir fyrir samsætunni IL-1RN*2 í geni IL-IRN var 0,85 (95% vikmörk 0,34-2,13) miðað við arfblendna einstaklinga og þá sem ekki bera þessa samsætu. Ekki reyndist marktækur munur á áhættu á maga- krabbameini milli þeirra einstaklinga sem bera CC og TC í IL-IB geni eða þeirra sem eru arfhreinir um IL-1RN*2 í geni IL-IRN. Umræða: Engin tengsl fundust milli erfðabreytileika í IL-IB eða IL-IRN genum og magakrabbameins í íslenska úrtakinu. T sam- sætan var algengari en C samsætan í IL-lB-31 og reyndist ekki tengjast aukinni áhættu á magakrabbameini. Engin tengsl fundust heldur milli IL-IRNsamsætna og aukinnar tíðni magakrabbameins. Ekki hefur því verið sýnt fram á tengsl Interleukin-1 breytileika og magakrabbameins í íslenskum sjúklingum. E 79 Coeliac sjúkdómur sem svarar ekki meðferð, eitilfrumumagabólga og mycosis fungoides upprunnin frá sameiginlegri T-frumu Bjarni A. Agnarsson1, Brynjar Viðarsson2, Sigurður Y. Kristinsson2, Sigrún Kristjánsdóttir', Guðrún Jóhannesdóttir1, Hrefna K. Jóhannsdóttir1, Rósa Björk Barkardóttir1 1 Rannsóknastofa Háskólans í meinatræði, 2blóðmeinafræðideild Landspítala háskólasjúkrahúss bjamiaa@landspitali.is Inngangur: Nýlegar rannsóknir benda til þess að coeliac sjúkdómur sem svarar ekki meðferð (refractory coeliac) geti verið ógreint (subklínískt) form af T-frumu eitilfrumuæxli (lymphoma). Eitil- frumumagabólga (lymphocytic gastritis) er sérstakt form af maga- bólgu sem getur meðal annars tengst Helicobacter pylori sýkingum eða coeliac sjúkdómi. Mycosis fungoides (MF) er vel þekkt form af T-frumu eitilfrumuæxli í húð. Við segjum frá sjúklingi sem var með alla þessa sjúkdóma samtímis og þar sem reyndist unnt að sýna fram á að á öllum stöðum, það er í smágirni, maga og húð, var um að ræða T-frumu sjúkdóm eða eitilfrumuæxli með sama (clonal) T- frumu uppruna. Efniviður og aðferðin Sjötíu ára karlmaður með meltingaróþægindi greindist með coeliac sjúkdóm á smágirnissýni. Prátt fyrir glúten- frítt fæði versnuðu einkenni og annað smágirnissýni tekið tveimur mánuðum seinna sýndi óbreytt vefjaútlit. Um svipað leyti komu fram húðútbrot og skellur og sýndi vefjarannsókn breytingar dæmi- 48 LÆKNABLAÐIÐ / FYLGIRIT 47 2002/88
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.