Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Qupperneq 48
I ÁGRIP ERINDA / XI. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ
E 77 Tjáning lípoxýgenasa í illkynja og eðlilegum frumum
Sigurdís Haraldsdóttir12, Erna Guðlaugsdóttir12, Jón Gunnlaugur Jónas-
son2.3, Helga M. Ögmundsdóttir1.2
1 Rannsóknarstofa Krabbameinsfélags íslands í sameinda- og frumulíffræöi,
2læknadeild HÍ, 3Rannsóknastofa Háskólans í meinafræði
sigurdis@hi.is
Inngangur: Lípoxýgenasar (LOX) mynda HETE og leukotríen úr
arakídónsýru og eiga sér þrjú ísóform, 5-, 12- og 15-LOX. Leuko-
tríen eru mikilvægir bólgumiðlarar en á seinni árum hefur komið í
ljós að LOX-ferlar koma einnig við sögu í illkynja æxlisvexti. 5-
LOX situr í kjarnahjúpi á virku formi og hefur vaxtarörvandi verk-
un á illkynja æxlisfrumur en 12-LOX virðist aðallega vera í umfrymi
og örvar auk vaxtar skrið- og meinvarpsmyndun. Brjósta-, blöðru-
hálskirtils- og briskrabbamein hafa reynst næmust fyrir hindrum á
þessa ferla. Markmið þessa verkefnis var að kanna tjáningu 5- og
12-LOX í illkynja frumulínum af mismunandi vefjauppruna, eðli-
legum vef úr brjósti og illkynja vefjasýnum úr mismunandi vefjum.
Efniviður og aðferðir: lllkynja æxlisfrumulínur voru keyptar hjá
ATCC. Vefjasýni voru fengin hjá Rannsóknastofu Háskólans í
meinafræði. Tjáning á 5- og 12-LOX var metin með mótefnalitun.
Niðurstöður: Tjáning 5-LOX var mest í bris- og brjóstakrabba-
meinslínum en minnst í ristilkrabbameinslínu. Ennfremur reyndist
staðsetning ensímsins háð því hvar fruman væri í frumuhringnum.
Tjáning 12-LOX var mikil í nær öllum illkynja línunum og var mest
í umfrymi en sást einnig í kjarnahimnu. Tjáning 5- og 12-LOX var
hverfandi í eðlilegum vef úr brjósti en bæði ensímin voru til staðar í
illkynja vefjasýnum úr brjósti. Unnið er að úrvinnslu úr litunum á
vefjasýnum úr öðrum tegundum krabbameina.
Alyktanir: 5- og 12-LOX eru til staðar í illkynja frumum úr frumu-
línum og vefjasýnum en eru í mjög litlu magni í eðlilegum vef. Magn
5-LOX er breytilegt eftir vefjauppruna og er mest í þeim frumulín-
um sem eru næmastar fyrir vaxtarhindrandi verkun 5-LOX hindra.
Við virkjun frumulína með sermi færðist 5-LOX úr umfrymi að
kjarnahimnu og er því mjög líklega á virku formi í illkynja frumum.
E 78 lnterleukin-1 breytileiki og tengsl við
magakrabbamein
Magnús K. Magniíssnn1. Sturla Arinbjarnarson1, Ólöf Dóra Bartels Jóns-
dóttir1, Bjarki Jónsson Eldon1, Sigfús Nikulásson2, Albert Imsland1, Stein-
unn Thorlacius1, Eiríkur Steingrímsson1.3, Bjarni Pjóðleifsson4 5, Valgarður
Egilsson1, Jónas Magnússon4.6
UJrður Verðandi Skuld, 2Rannsóknastofa Háskólans í meinafræði, 3lífefna- og
sameindalíffræði læknadeild HÍ, 4læknadeild HÍ, 5meltinga- og innkirtlasjúkdóma-
deild og 6skurðdeild Landspítala háskólasjúkrahúss
magnusk@uvs.is
Inngangur: Helicobacter pylorí (HP) sýking í magaslímhúð eykur
líkur á magakrabbameini. Viðvarandi sýking getur leitt til frumu-
breytinga sem síðan geta þróast yfir í krabbamein. Nýlega var sýnt
fram á fylgni milli erfðabreytileika í stýrisvæði interleukin 1 beta
(IL-IB) gensins og aukinnar áhættu á magakrabbameini hjá II.
pylori sýktum einstaklingum. Breyting þessi veldur aukinni tján-
ingu IL-IB gensins en próteinafurð þess er bólguörvandi cýtókfn
(IL-lþ) sem meðal annars hindrar sýruseytun í maga. Einnig hafa
fundist tengsl milli breytileika í interleukin 1 RN (IL-IRN) geni og
aukinnar áhættu á magakrabbameini, en afurð þess IL-lRa (recept-
or antagonist) binst IL-1 viðtökum og hefur þannig áhrif á virkni
IL-Iji í maga. Rannsóknir hafa bent til aukinnar áhættu á maga-
krabbameini (El-Omar, et al. Nature 2000; 404:398-402) ef einstak-
lingar báru annars vegar C samsætuna í stýrisvæði IL-IB eða voru
arfhreinir um IL-1RN*2 samsætuna í IL-IRN geninu. Markmið
verkefnisins var að kanna tengsl milli þessara erfðabreytileika og
áhættu á magakrabbameini á Islandi.
Efniviður og aðferðir: Erfðaefni 125 magakrabbameinssjúklinga
(42 konur og 83 karlar) og 202 viðmiða (95 konur og 107 karlar) var
greint með tilliti til ofangreindra erfðabreytileika. Breytileiki í stýri-
svæði IL-IB gensins var greindur með PCR og raðgreiningu, en
breytileiki IL-IRN gens var greindur með PCR og stærðargrein-
ingu. Tengsl milli erfðabreytileika og áhættu á magakrabbameini
voru metin með áhættuhlutfalli.
Niðurstöður: Áhættuhlutfall þeirra sem bera C samsætu í IL-IB
geni (stöðu -31) var 1.285 (95% vikmörk 0,82-2,01) miðað við arf-
hreina TT einstaklinga. Áhættuhlutfall þeirra sem eru arfhreinir
fyrir samsætunni IL-1RN*2 í geni IL-IRN var 0,85 (95% vikmörk
0,34-2,13) miðað við arfblendna einstaklinga og þá sem ekki bera
þessa samsætu. Ekki reyndist marktækur munur á áhættu á maga-
krabbameini milli þeirra einstaklinga sem bera CC og TC í IL-IB
geni eða þeirra sem eru arfhreinir um IL-1RN*2 í geni IL-IRN.
Umræða: Engin tengsl fundust milli erfðabreytileika í IL-IB eða
IL-IRN genum og magakrabbameins í íslenska úrtakinu. T sam-
sætan var algengari en C samsætan í IL-lB-31 og reyndist ekki
tengjast aukinni áhættu á magakrabbameini. Engin tengsl fundust
heldur milli IL-IRNsamsætna og aukinnar tíðni magakrabbameins.
Ekki hefur því verið sýnt fram á tengsl Interleukin-1 breytileika og
magakrabbameins í íslenskum sjúklingum.
E 79 Coeliac sjúkdómur sem svarar ekki meðferð,
eitilfrumumagabólga og mycosis fungoides upprunnin frá
sameiginlegri T-frumu
Bjarni A. Agnarsson1, Brynjar Viðarsson2, Sigurður Y. Kristinsson2, Sigrún
Kristjánsdóttir', Guðrún Jóhannesdóttir1, Hrefna K. Jóhannsdóttir1, Rósa
Björk Barkardóttir1
1 Rannsóknastofa Háskólans í meinatræði, 2blóðmeinafræðideild Landspítala
háskólasjúkrahúss
bjamiaa@landspitali.is
Inngangur: Nýlegar rannsóknir benda til þess að coeliac sjúkdómur
sem svarar ekki meðferð (refractory coeliac) geti verið ógreint
(subklínískt) form af T-frumu eitilfrumuæxli (lymphoma). Eitil-
frumumagabólga (lymphocytic gastritis) er sérstakt form af maga-
bólgu sem getur meðal annars tengst Helicobacter pylori sýkingum
eða coeliac sjúkdómi. Mycosis fungoides (MF) er vel þekkt form af
T-frumu eitilfrumuæxli í húð. Við segjum frá sjúklingi sem var með
alla þessa sjúkdóma samtímis og þar sem reyndist unnt að sýna
fram á að á öllum stöðum, það er í smágirni, maga og húð, var um
að ræða T-frumu sjúkdóm eða eitilfrumuæxli með sama (clonal) T-
frumu uppruna.
Efniviður og aðferðin Sjötíu ára karlmaður með meltingaróþægindi
greindist með coeliac sjúkdóm á smágirnissýni. Prátt fyrir glúten-
frítt fæði versnuðu einkenni og annað smágirnissýni tekið tveimur
mánuðum seinna sýndi óbreytt vefjaútlit. Um svipað leyti komu
fram húðútbrot og skellur og sýndi vefjarannsókn breytingar dæmi-
48 LÆKNABLAÐIÐ / FYLGIRIT 47 2002/88