Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Síða 38

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Síða 38
I ÁGRIP ERINDA / XI. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ vikna. Háþrýstingur var þekktur hjá 40% en sást hjá 79% við komu. Sex sjúklingar voru á heparíni, 26 á magnýli og 13 á warfaríni. Fjórir höfðu fengið streptókínasa og þrír t-PA. GCS-stigun var skráð hjá 15% sjúklinga. Staðsetning blæðingar spáði ekki fyrir um dauða, en stærð blæðingar og blóð í heilahólfum gerði það. Dánarlíkur voru 20% hjá sjúklingum með <10 ml blæðingu, jukust hratt frá 30-50 ml og voru komnar í 70% fyrir blæðingar >60 ml. Kyn, blóðgildi og saga um háþrýsting hafði ekkert spágildi, en gjöf warfaríns jók dánarlík- ur. Alyktanir: Rannsóknin bendir til þess að stærð blæðingar og blóð í heilahólfum auki líkur á dauða. GCS-stigun við komu var lítið skráð. E 48 Heilarit á íslandi. Eins árs þýðisrannsókn Elías Olaf'ssonl.2, Oskar Ragnarsson2 'Læknadeild HÍ, 2taugalækningadeild Landspítala háskólasjúkrahúss eliasol@landspitali.is Inngangur: Heilalínurit er gagnleg rannsókn við greiningu sumra heilasjúkdóma og er mikilvægasta rannsóknin við greiningu floga- veiki. Öll heilarit sem gerð eru hér á landi eru lesin á Landspítala háskólasjúkrahúsi. Við gerðum þýðisrannsókn (population based study) til að kanna ábendingar fyrir rannsókninni og niðurstöður hér á landi. Efniviður og aöferöir: Allir sjúklingar sem fóru í heilarit á Land- spítala háskólasjúkrahúsi á 12 mánaða tímabili. Rannsóknarbeiðni var metin með tilliti til ábendinga, sérgreinar læknis sem bað um rannsóknina, staðsetningar sjúklings við rannsókn, undirliggjandi sjúkdóms og niðurstöðu rannsóknarinnar. Niðurstöður: Alls voru 1154 heilaritsrannsóknir gerðar á tímabilinu hjá 1081 einstaklingi, þar af voru 573 karlar (53%). Alls voru 756 heilarit (70%) eðlileg og 325 (30%) óeðlileg: dreifð hægbylgjuvirkni (9,5%), staðbundin hægbylgjuvirkni (4,4%), ósértækar breytingar (3,5%), staðbundin skarp- og hægbylgjuvirkni (3,6%), staðbundin flogavirkni (5,6%) og dreifð flogavirkni (3,3%). Umræða: Okkur er ekki kunnugt um aðra þýðisrannsókn sem gerð hefur verið á ábendingum og niðurstöðum heilaritarannsókna. Við munum kynna frekari niðurstöður rannsóknarinnar. E 49 Áhrif þolþjálfunar á fólk með MS-sjúkdóm. Niðurstöður úr framskyggnri samanburðarrannsókn Ólöf H. Bjarnadóttir1. Ása Dóra Konráðsdóttiri, Elías Ólafsson2 •Reykjalundur Endurhæfingarmiöstöð, 2taugalækningadeild Landspítala Hringbraut OlofB@REYKJALUNDUR.is Inngangun Rannsóknir hafa sýnt að fólk með MS-sjúkdóm (multiple sclerosis) hefur meiri tilhneigingu til kyrrsetulífs en almenningur, með þeim neikvæðu afleiðingum sem því fylgir. Pað er mikilvægt að huga að jákvæðum áhrifum þjálfunar á heilsu og ekki síður fyrir fólk með langvinna taugasjúkdóma. Tilgangur rannsóknarinnar var að meta áhrif stuttrar þolþjálfunar á þol hjá fólki með vægan MS- sjúkdóm. Efniviöur og aðferðir: í rannsókn tóku þátt 23 einstaklingar á aldr- inum 18-50 ára með ákveðna MS-greiningu og EDSS (extended disability status scale) minna en 4. Einstaklingum var skipt tilviljun- arkennt í þjálfunarhóp, (ÞH; n=ll) og viðmiðunarhóp (VH; n=12). Hópar voru sambærilegir er varðar aldur, kyn, sjúkdómslengd og færni samkvæmt EDSS. Þjálfunarhópur æfði þol og styrk þrisvar sinnum í viku, 60 mínútur í senn í fimm vikur, en viðmiðunarhópur lifði hefðbundnu lífi. I byrjun og í lok tímabils var vinna metin í wöttum (max Watt) og þol sem súrefnisnotkun á mínútu (max V09 ml/mín). Einnig voru upplýsingar unr alnrennt líkamsástand hóps- ins borið saman við kyrrsetufólk. Niðurstöður: Hjá öllum hópnum var í byrjun þol hjá konurn 1500 ml/mín. og körlum 2400 ml/mín. Miðað við sambærilegan hóp hjá kyrrsetufólki þá eru áætluð gildi 1760 ml/mín. og 2700 ml/mín. Sex luku rannsókn í þjálfunarhópi og 10 í viðmiðunarhópi. Reiknaður var út mismunur á niðurstöðum á fimmtu viku og í byrjun rann- sóknar. Mismunur var borinn saman og reiknað öryggisbil (confi- dence interval, CI). I þjálfunarhópi jókst vinnan um 25,8 wött mið- að við 6 wött hjá viðmiðunarhópi (95% CI: 3,3-36,3). Þol jókst í þjálfunarhópi um 260 ml/mín. en minnkaði hjá viðmiðunarhópi um 20 ml/mín. (95% CI: 0,1-0,46). Alyktanir: Rannsóknin bendir til að þolþjálfun gagnist fólki með MS og auki þol þess ekki síður en hjá almennum borgara. Þol þessa hóps var í byrjun jafnvel lélegra en hjá kyrrsetufólki. Mikilvægt er að yfirvinna tregðu til þjálfunar svo jákvæð áhrif heilsueflingar nýt- ist fólki með MS-sjúkdóm. Ekki varð vart við neina kvilla hjá ein- staklingum er mætti rekja lil rannsóknar. E 50 Þvinguð notkun lamaðs efri útlims og áhrif hennar á starfræna færni útlimsins hjá sjúklingi eftir heilablóðfall. A-B-A-B-A tilfellarannsókn Jónínsi VVangfjörö1-, Herdís Þórisdóttir2 ILæknadeild HÍ, sjúkraþjálfunarskor, 2Landspítali Grensási joninaw@hi.is Inngangur: Markmið rannsóknarinnar var að skoða áhrif CIM - þjálfunar (constraint induced movement therapy) á starfræna færni lamaðs efri útlims hjá sjúklingi eftir heilablóðfall og einnig til að skoða hvort endurtekning á meðferðartímanum (seinni B fasi) mundi auka þá færni enn frekar. Framfarir cru í mörgum tilfellum mjög hægar í lamaða efri útlimnum eftir heilablóðfall og 30-66% af þeim sem lifa af heilablóðfall geta ekki notað hann við starfræna færni. Efniviður og aðferðir: Þátttakandi var 21 árs gömul stúlka sem fengið hafði heilablóðfall sex mánuðum áður. Sjálfstæð með allt at- ferli daglegs lífs en gat ekki notað lamaða efri útliminn. Gekk stutt- ar vegalengdir með eina hækju sem ekki var notuð á meðan á rann- sókninni stóð. Rannsóknin var A-B-A-B-A tilfellarannsókn (single subject design) þar sem meðferðartíminn (B) samanstóð af ákafri þjálfun á lamaða efri útlimnum og var heilbrigði útlimurinn bund- inn meirihluta dagsins (90%). Hvert tímabil stóð yfir í tvær vikur og safnað var gögnum þrisvar sinnum í viku með Wolf Motor Function Test (WMFT). Önnur mælitæki sem notuð voru: Assessment of Motor and Process Skills (hluti af prófi), Modified Motor Assess- ment Scale Uppsala Akademiska sjukhuset, 1999 (efri útlimur), virkur hreyfiferill í efri útlimum og GAITRite göngumotta til að skrá spatio-temporal göngubreytur. 38 LÆKNABLAÐIÐ / FYLGIRIT 47 2002/88
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.