Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Blaðsíða 38
I ÁGRIP ERINDA / XI. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ
vikna. Háþrýstingur var þekktur hjá 40% en sást hjá 79% við komu.
Sex sjúklingar voru á heparíni, 26 á magnýli og 13 á warfaríni. Fjórir
höfðu fengið streptókínasa og þrír t-PA. GCS-stigun var skráð hjá
15% sjúklinga. Staðsetning blæðingar spáði ekki fyrir um dauða, en
stærð blæðingar og blóð í heilahólfum gerði það. Dánarlíkur voru
20% hjá sjúklingum með <10 ml blæðingu, jukust hratt frá 30-50 ml
og voru komnar í 70% fyrir blæðingar >60 ml. Kyn, blóðgildi og saga
um háþrýsting hafði ekkert spágildi, en gjöf warfaríns jók dánarlík-
ur.
Alyktanir: Rannsóknin bendir til þess að stærð blæðingar og blóð í
heilahólfum auki líkur á dauða. GCS-stigun við komu var lítið
skráð.
E 48 Heilarit á íslandi. Eins árs þýðisrannsókn
Elías Olaf'ssonl.2, Oskar Ragnarsson2
'Læknadeild HÍ, 2taugalækningadeild Landspítala háskólasjúkrahúss
eliasol@landspitali.is
Inngangur: Heilalínurit er gagnleg rannsókn við greiningu sumra
heilasjúkdóma og er mikilvægasta rannsóknin við greiningu floga-
veiki. Öll heilarit sem gerð eru hér á landi eru lesin á Landspítala
háskólasjúkrahúsi.
Við gerðum þýðisrannsókn (population based study) til að
kanna ábendingar fyrir rannsókninni og niðurstöður hér á landi.
Efniviður og aöferöir: Allir sjúklingar sem fóru í heilarit á Land-
spítala háskólasjúkrahúsi á 12 mánaða tímabili. Rannsóknarbeiðni
var metin með tilliti til ábendinga, sérgreinar læknis sem bað um
rannsóknina, staðsetningar sjúklings við rannsókn, undirliggjandi
sjúkdóms og niðurstöðu rannsóknarinnar.
Niðurstöður: Alls voru 1154 heilaritsrannsóknir gerðar á tímabilinu
hjá 1081 einstaklingi, þar af voru 573 karlar (53%). Alls voru 756
heilarit (70%) eðlileg og 325 (30%) óeðlileg: dreifð hægbylgjuvirkni
(9,5%), staðbundin hægbylgjuvirkni (4,4%), ósértækar breytingar
(3,5%), staðbundin skarp- og hægbylgjuvirkni (3,6%), staðbundin
flogavirkni (5,6%) og dreifð flogavirkni (3,3%).
Umræða: Okkur er ekki kunnugt um aðra þýðisrannsókn sem gerð
hefur verið á ábendingum og niðurstöðum heilaritarannsókna. Við
munum kynna frekari niðurstöður rannsóknarinnar.
E 49 Áhrif þolþjálfunar á fólk með MS-sjúkdóm.
Niðurstöður úr framskyggnri samanburðarrannsókn
Ólöf H. Bjarnadóttir1. Ása Dóra Konráðsdóttiri, Elías Ólafsson2
•Reykjalundur Endurhæfingarmiöstöð, 2taugalækningadeild Landspítala
Hringbraut
OlofB@REYKJALUNDUR.is
Inngangun Rannsóknir hafa sýnt að fólk með MS-sjúkdóm (multiple
sclerosis) hefur meiri tilhneigingu til kyrrsetulífs en almenningur,
með þeim neikvæðu afleiðingum sem því fylgir. Pað er mikilvægt að
huga að jákvæðum áhrifum þjálfunar á heilsu og ekki síður fyrir
fólk með langvinna taugasjúkdóma. Tilgangur rannsóknarinnar var
að meta áhrif stuttrar þolþjálfunar á þol hjá fólki með vægan MS-
sjúkdóm.
Efniviöur og aðferðir: í rannsókn tóku þátt 23 einstaklingar á aldr-
inum 18-50 ára með ákveðna MS-greiningu og EDSS (extended
disability status scale) minna en 4. Einstaklingum var skipt tilviljun-
arkennt í þjálfunarhóp, (ÞH; n=ll) og viðmiðunarhóp (VH; n=12).
Hópar voru sambærilegir er varðar aldur, kyn, sjúkdómslengd og
færni samkvæmt EDSS. Þjálfunarhópur æfði þol og styrk þrisvar
sinnum í viku, 60 mínútur í senn í fimm vikur, en viðmiðunarhópur
lifði hefðbundnu lífi. I byrjun og í lok tímabils var vinna metin í
wöttum (max Watt) og þol sem súrefnisnotkun á mínútu (max V09
ml/mín). Einnig voru upplýsingar unr alnrennt líkamsástand hóps-
ins borið saman við kyrrsetufólk.
Niðurstöður: Hjá öllum hópnum var í byrjun þol hjá konurn 1500
ml/mín. og körlum 2400 ml/mín. Miðað við sambærilegan hóp hjá
kyrrsetufólki þá eru áætluð gildi 1760 ml/mín. og 2700 ml/mín. Sex
luku rannsókn í þjálfunarhópi og 10 í viðmiðunarhópi. Reiknaður
var út mismunur á niðurstöðum á fimmtu viku og í byrjun rann-
sóknar. Mismunur var borinn saman og reiknað öryggisbil (confi-
dence interval, CI). I þjálfunarhópi jókst vinnan um 25,8 wött mið-
að við 6 wött hjá viðmiðunarhópi (95% CI: 3,3-36,3). Þol jókst í
þjálfunarhópi um 260 ml/mín. en minnkaði hjá viðmiðunarhópi um
20 ml/mín. (95% CI: 0,1-0,46).
Alyktanir: Rannsóknin bendir til að þolþjálfun gagnist fólki með
MS og auki þol þess ekki síður en hjá almennum borgara. Þol þessa
hóps var í byrjun jafnvel lélegra en hjá kyrrsetufólki. Mikilvægt er
að yfirvinna tregðu til þjálfunar svo jákvæð áhrif heilsueflingar nýt-
ist fólki með MS-sjúkdóm. Ekki varð vart við neina kvilla hjá ein-
staklingum er mætti rekja lil rannsóknar.
E 50 Þvinguð notkun lamaðs efri útlims og áhrif hennar á
starfræna færni útlimsins hjá sjúklingi eftir heilablóðfall.
A-B-A-B-A tilfellarannsókn
Jónínsi VVangfjörö1-, Herdís Þórisdóttir2
ILæknadeild HÍ, sjúkraþjálfunarskor, 2Landspítali Grensási
joninaw@hi.is
Inngangur: Markmið rannsóknarinnar var að skoða áhrif CIM -
þjálfunar (constraint induced movement therapy) á starfræna færni
lamaðs efri útlims hjá sjúklingi eftir heilablóðfall og einnig til að
skoða hvort endurtekning á meðferðartímanum (seinni B fasi)
mundi auka þá færni enn frekar. Framfarir cru í mörgum tilfellum
mjög hægar í lamaða efri útlimnum eftir heilablóðfall og 30-66% af
þeim sem lifa af heilablóðfall geta ekki notað hann við starfræna
færni.
Efniviður og aðferðir: Þátttakandi var 21 árs gömul stúlka sem
fengið hafði heilablóðfall sex mánuðum áður. Sjálfstæð með allt at-
ferli daglegs lífs en gat ekki notað lamaða efri útliminn. Gekk stutt-
ar vegalengdir með eina hækju sem ekki var notuð á meðan á rann-
sókninni stóð. Rannsóknin var A-B-A-B-A tilfellarannsókn (single
subject design) þar sem meðferðartíminn (B) samanstóð af ákafri
þjálfun á lamaða efri útlimnum og var heilbrigði útlimurinn bund-
inn meirihluta dagsins (90%). Hvert tímabil stóð yfir í tvær vikur og
safnað var gögnum þrisvar sinnum í viku með Wolf Motor Function
Test (WMFT). Önnur mælitæki sem notuð voru: Assessment of
Motor and Process Skills (hluti af prófi), Modified Motor Assess-
ment Scale Uppsala Akademiska sjukhuset, 1999 (efri útlimur),
virkur hreyfiferill í efri útlimum og GAITRite göngumotta til að
skrá spatio-temporal göngubreytur.
38 LÆKNABLAÐIÐ / FYLGIRIT 47 2002/88