Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Blaðsíða 109

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Blaðsíða 109
ÁGRIP VEGGSPJALDA / XI. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ I V 162 Mitf umritunarþátturinn í ávaxtaflugunni Drosophila melanogastera Jón H. HallssonU, Benedikta S. Hafliðadóttir1.2, Heinz Arnheitei'3, Fran- cesca Pignoni2, Eiríkur Steingrímsson1-4 iLífefna- og sameindalíffræðistofa læknadeildar HÍ, 2MEEI, Harvard Medical School, Boston, -'NINDS, NIH, Bethesda, Maryland, 4Urður, Verðandi, Skuld eirikurs@hi.is Inngungur: Microphthalmia genið skráir fyrir umritunarþættinum Mitf sem er í MYC fjölskyldu basic Helix-Loop-Helix Leucine Zipp- er próteina (bHLHZip). Mitf gegnir mikilvægu hlutverki fyrir fjöl- margar frumutegundir, einkum í þroskun litfrumna í húð og auga (retinal pigment epithelium). Hér athugum við hlutverk Mf/gens- ins í ávaxtaflugunni Drosopliila melanogaster. Efniviður og aðferðir: Mitf gen Drosophilu (dMitf) fannst þegar vel varðveitt hneppi Mitf próteinsins úr mús var notað til að leita í gagnagrunnum. RNA in situ hýbrisering var notuð til að skilgreina tjáningu dMitf gensins í Drosophilu. Frumuræktarlilraunir voru notaðar til að rannsaka virkni dMf/próteinsins og bera saman við þekkta virkni Mitf úr mús. Einnig var dMitf genið yfirtjáð í auga Drosophilu með því að útbúa transgenískar flugur. Niðurstöður: Við höfum sýnt að bygging Mif/gensins er varðveitt í flugunni auk þess sem tjáning gensins er að hluta til varðveitt. dMitf genið er tjáð í ósérhæfðum frumum augndisksins í flugunni líkt og í mús. Eins og í auga músarinnar hverfur tjáning þessi þegar sérhæfing frumnanna hefst og til verða taugafrumur. Tilraunir sýna að dMitf próteinið er staðsett í kjarna, það bindst sömu DNA bindisetum og Mitf úr mús og á samskipti við sambærileg prótein og músagenið. Yfirtjáning dMitfí öllum frumum augans hindrar myndun augans. Alyktanir: í hryggdýrum er eitt hlutverk Mitf að bæla starfsemi Paxó gensins í þeim frumum augans sem ekki verða taugafrumur. Ef virknin er eins í Drosophilu er líklegt að svipgerðin sem sést þegar dMitfer yfirtjáð í auganu sé vegna hindrunar dMitfá starfsemi Pax6 en það er lykilgen í augnþroskun allra sjáandi lífvera. Bygging og hlut- verk Mitf gensins er því líklega varðveitt í þroskun augans í Droso- philu. V 163 Er virkni Mitf umritunarþáttarins stjórnað með SUMO-leringu? Karen Pálsdóttir1, Gunnar J. Gunnarsson2, Jón H. Hallsson1, Alexander Schepsky1, Eiríkur Steingrímsson1-2 ■Lífefna- og sameindalíffræðistofa læknadeildar HÍ, 2Urður, Verðandi, Skuld eirikurs@hi.is Inngangur: Microphthalmia genið tjáir fyrir Mitf próteininu sem er basic Helix-Loop-Helix-leucine zipper umritunarþáttur. Mitf hefur áhrif á þroskun ýmissa frumugerða, svo sem litfrumna, mastfrumna, beinátfrumna og litfrumna augans. Fjölmargar stökkbreytingar eru þekktar í Mfí/geni músar og hafa þær veitt okkur mikilvæga innsýn í starfsemi próteinsins. Til að auka enn frekar skilning okkar á virkni Mitf próteinsins höfum við notað tvíblendingskerfi í ger- svepp til að einangra samstarfsþætti Mitf próteinsins. Meðal þeirra þátta sem einangraðir voru eru nokkur mismunandi Pias prótein (protein inhibitor of activated STAT) en þau eru þekkt sem stjórn- prótein umritunarþátta af fjölskyldu STAT próteina. Nýlegar rann- sóknir benda til að Pias gegni hlutverki SUMO E3 lígasa og miðli áhrifum á samstarfsprótein sín með því að festa á þau SUMO-hóp, en það eru próteinskyld ubiquitin. Hér athugum við samskipti Mitf og Pias próteina með sameindalíffræðilegum aðferðum. Efniviður og aðferðir: Til að meta samvirkni Mitf og Pias próteina var tvíblendingskerfi í gersvepp notað ásamt (3-galactosíðasa fílter prófi og GST pulldown. Notast var við Mitf úr mús og ávaxtaflugu til að skoða þróunarlega varðveislu samstarfsins milli þessara pró- teina. SUMO-lering Mift próteinsins var athuguð í frumuræktartil- raunum með próteinsamfellingu og með því að nota confocal smá- sjá til að ákvarða hvort þau eru á sama stað í kjarna. Niðurstöður: Rannsóknir okkar hafa staðfest samvirkni Mitf og þriggja próteina af Pias fjölskyldunni, það er Mizl, Piasl og Pias3. Við höfum auk þess einangrað vel varðveitt svæði í Pias próteinun- um sem virðast gegna lykilhlutverki í samskiptum Mitf og Pias. Ályktanir: Tilraunir okkar benda til að Mitf próteinið sé SUMO- lerað en ekki er enn ljóst hvert hlutverk SUMO-hópsins er í starf- semi Mitf. V 164 Staðsetning á geni sem stuðlar að sóragigt og erfist aðallega gegnum karllegg Ari Kárason1, Jóhann E. Guðjónsson2, Rudi Upmanyu1, Arna Antons- dóttir1, Valdimar B. Hauksson1, Hjaltey Rúnarsdóttir1, Hjörtur Jónsson1, Daníel Guðbjartsson1, Michael C. Frigge1, Augustine Kong1, Kári Stefáns- son1, Jeffrey Gulcher1, Helgi Valdimarsson2 H'slensk erfðagreining, 2ónæmisfræðideild Landspítala háskólasjúkrahúss helgiv@landspitali.is Inngangur: Nokkrum litningasvæðum hefur verið lýst með genum sem tengjast sóra. Hins vegar hefur ekkert þessara gena verið tengt sóragigt sem hrjáir um 20% sórasjúklinga. Efniviður og aðíerðir: Klínísk skoðun og erfðafræðileg tengsla- greining var gerð á 906 sjúklingum með sóra, þar af höfðu 178 sóra- gigt og reyndist unnt að tengja 100 þeirra í 39 fjölskyldur. Unnið var úr niðurstöðum tengslagreiningarinnar með Allegro forriti. Niðurstöður: Tengsl við sóra fundust á langa armi 16. litnings (LOD skor 2,17). Þegar tengslagreiningin var miðuð við erfðir gegnum karllegg hækkuðu þessi tengsl upp í 4,19 en reyndust ekki vera nema 1,03 þegar miðað var við erfðir gegnum kvenlegg. Ályktanir: Gen á langa armi 16. litnings virðist stuðla að sóragigt. Petta gen virðist eiga mun greiðari leið til afkvæmis frá föður en frá móður. * Þessar niðurstöður munu birtast í American Joumal of Human Genetics í janúar 2003. V 165 Eyðing litningaenda og endasamruni litninga í brjóstaæxlum Sigríður Klaru Biiðvarsdóttir1, Margrét Steinarsdóttir2, Hólmfríður Hilmars- dóttir1, Katrín Guðmundsdóttir1, Sigfríður Guðlaugsdóttir1, Kesara Ana- mathawat-Jónsson1, Jórunn E. Eyfjörð'3 1 Rannsóknarstofa Krabbameinsfélag Islands í sameinda- og frumulíffræði, 2Rannsóknastofa Háskólans í meinafræði, '1 láskóli Islands skb@krabb.is Inngangur: Eyðing litningaenda á sér stað í hverri frumuskiptingu. Ef galli verður í stjórnun frumuhringsins veldur það streituástandi og stjórnlausri frumuskiptingu með áframhaldandi eyðingu litn- ingaenda. Pökkun litningaenda skerðist við eyðingu þeirra og L LÆKNABLAÐIÐ / FYLGIRIT 47 2 0 02/88 109
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.