Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Qupperneq 109
ÁGRIP VEGGSPJALDA / XI. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ I
V 162 Mitf umritunarþátturinn í ávaxtaflugunni Drosophila
melanogastera
Jón H. HallssonU, Benedikta S. Hafliðadóttir1.2, Heinz Arnheitei'3, Fran-
cesca Pignoni2, Eiríkur Steingrímsson1-4
iLífefna- og sameindalíffræðistofa læknadeildar HÍ, 2MEEI, Harvard Medical
School, Boston, -'NINDS, NIH, Bethesda, Maryland, 4Urður, Verðandi, Skuld
eirikurs@hi.is
Inngungur: Microphthalmia genið skráir fyrir umritunarþættinum
Mitf sem er í MYC fjölskyldu basic Helix-Loop-Helix Leucine Zipp-
er próteina (bHLHZip). Mitf gegnir mikilvægu hlutverki fyrir fjöl-
margar frumutegundir, einkum í þroskun litfrumna í húð og auga
(retinal pigment epithelium). Hér athugum við hlutverk Mf/gens-
ins í ávaxtaflugunni Drosopliila melanogaster.
Efniviður og aðferðir: Mitf gen Drosophilu (dMitf) fannst þegar
vel varðveitt hneppi Mitf próteinsins úr mús var notað til að leita í
gagnagrunnum. RNA in situ hýbrisering var notuð til að skilgreina
tjáningu dMitf gensins í Drosophilu. Frumuræktarlilraunir voru
notaðar til að rannsaka virkni dMf/próteinsins og bera saman við
þekkta virkni Mitf úr mús. Einnig var dMitf genið yfirtjáð í auga
Drosophilu með því að útbúa transgenískar flugur.
Niðurstöður: Við höfum sýnt að bygging Mif/gensins er varðveitt í
flugunni auk þess sem tjáning gensins er að hluta til varðveitt. dMitf
genið er tjáð í ósérhæfðum frumum augndisksins í flugunni líkt og í
mús. Eins og í auga músarinnar hverfur tjáning þessi þegar sérhæfing
frumnanna hefst og til verða taugafrumur. Tilraunir sýna að dMitf
próteinið er staðsett í kjarna, það bindst sömu DNA bindisetum og
Mitf úr mús og á samskipti við sambærileg prótein og músagenið.
Yfirtjáning dMitfí öllum frumum augans hindrar myndun augans.
Alyktanir: í hryggdýrum er eitt hlutverk Mitf að bæla starfsemi
Paxó gensins í þeim frumum augans sem ekki verða taugafrumur. Ef
virknin er eins í Drosophilu er líklegt að svipgerðin sem sést þegar
dMitfer yfirtjáð í auganu sé vegna hindrunar dMitfá starfsemi Pax6
en það er lykilgen í augnþroskun allra sjáandi lífvera. Bygging og hlut-
verk Mitf gensins er því líklega varðveitt í þroskun augans í Droso-
philu.
V 163 Er virkni Mitf umritunarþáttarins stjórnað
með SUMO-leringu?
Karen Pálsdóttir1, Gunnar J. Gunnarsson2, Jón H. Hallsson1, Alexander
Schepsky1, Eiríkur Steingrímsson1-2
■Lífefna- og sameindalíffræðistofa læknadeildar HÍ, 2Urður, Verðandi, Skuld
eirikurs@hi.is
Inngangur: Microphthalmia genið tjáir fyrir Mitf próteininu sem er
basic Helix-Loop-Helix-leucine zipper umritunarþáttur. Mitf hefur
áhrif á þroskun ýmissa frumugerða, svo sem litfrumna, mastfrumna,
beinátfrumna og litfrumna augans. Fjölmargar stökkbreytingar eru
þekktar í Mfí/geni músar og hafa þær veitt okkur mikilvæga innsýn
í starfsemi próteinsins. Til að auka enn frekar skilning okkar á
virkni Mitf próteinsins höfum við notað tvíblendingskerfi í ger-
svepp til að einangra samstarfsþætti Mitf próteinsins. Meðal þeirra
þátta sem einangraðir voru eru nokkur mismunandi Pias prótein
(protein inhibitor of activated STAT) en þau eru þekkt sem stjórn-
prótein umritunarþátta af fjölskyldu STAT próteina. Nýlegar rann-
sóknir benda til að Pias gegni hlutverki SUMO E3 lígasa og miðli
áhrifum á samstarfsprótein sín með því að festa á þau SUMO-hóp,
en það eru próteinskyld ubiquitin. Hér athugum við samskipti Mitf
og Pias próteina með sameindalíffræðilegum aðferðum.
Efniviður og aðferðir: Til að meta samvirkni Mitf og Pias próteina
var tvíblendingskerfi í gersvepp notað ásamt (3-galactosíðasa fílter
prófi og GST pulldown. Notast var við Mitf úr mús og ávaxtaflugu
til að skoða þróunarlega varðveislu samstarfsins milli þessara pró-
teina. SUMO-lering Mift próteinsins var athuguð í frumuræktartil-
raunum með próteinsamfellingu og með því að nota confocal smá-
sjá til að ákvarða hvort þau eru á sama stað í kjarna.
Niðurstöður: Rannsóknir okkar hafa staðfest samvirkni Mitf og
þriggja próteina af Pias fjölskyldunni, það er Mizl, Piasl og Pias3.
Við höfum auk þess einangrað vel varðveitt svæði í Pias próteinun-
um sem virðast gegna lykilhlutverki í samskiptum Mitf og Pias.
Ályktanir: Tilraunir okkar benda til að Mitf próteinið sé SUMO-
lerað en ekki er enn ljóst hvert hlutverk SUMO-hópsins er í starf-
semi Mitf.
V 164 Staðsetning á geni sem stuðlar að sóragigt
og erfist aðallega gegnum karllegg
Ari Kárason1, Jóhann E. Guðjónsson2, Rudi Upmanyu1, Arna Antons-
dóttir1, Valdimar B. Hauksson1, Hjaltey Rúnarsdóttir1, Hjörtur Jónsson1,
Daníel Guðbjartsson1, Michael C. Frigge1, Augustine Kong1, Kári Stefáns-
son1, Jeffrey Gulcher1, Helgi Valdimarsson2
H'slensk erfðagreining, 2ónæmisfræðideild Landspítala háskólasjúkrahúss
helgiv@landspitali.is
Inngangur: Nokkrum litningasvæðum hefur verið lýst með genum
sem tengjast sóra. Hins vegar hefur ekkert þessara gena verið tengt
sóragigt sem hrjáir um 20% sórasjúklinga.
Efniviður og aðíerðir: Klínísk skoðun og erfðafræðileg tengsla-
greining var gerð á 906 sjúklingum með sóra, þar af höfðu 178 sóra-
gigt og reyndist unnt að tengja 100 þeirra í 39 fjölskyldur. Unnið var
úr niðurstöðum tengslagreiningarinnar með Allegro forriti.
Niðurstöður: Tengsl við sóra fundust á langa armi 16. litnings
(LOD skor 2,17). Þegar tengslagreiningin var miðuð við erfðir
gegnum karllegg hækkuðu þessi tengsl upp í 4,19 en reyndust ekki
vera nema 1,03 þegar miðað var við erfðir gegnum kvenlegg.
Ályktanir: Gen á langa armi 16. litnings virðist stuðla að sóragigt.
Petta gen virðist eiga mun greiðari leið til afkvæmis frá föður en frá
móður.
* Þessar niðurstöður munu birtast í American Joumal of Human Genetics í janúar 2003.
V 165 Eyðing litningaenda og endasamruni litninga í
brjóstaæxlum
Sigríður Klaru Biiðvarsdóttir1, Margrét Steinarsdóttir2, Hólmfríður Hilmars-
dóttir1, Katrín Guðmundsdóttir1, Sigfríður Guðlaugsdóttir1, Kesara Ana-
mathawat-Jónsson1, Jórunn E. Eyfjörð'3
1 Rannsóknarstofa Krabbameinsfélag Islands í sameinda- og frumulíffræði,
2Rannsóknastofa Háskólans í meinafræði, '1 láskóli Islands
skb@krabb.is
Inngangur: Eyðing litningaenda á sér stað í hverri frumuskiptingu.
Ef galli verður í stjórnun frumuhringsins veldur það streituástandi
og stjórnlausri frumuskiptingu með áframhaldandi eyðingu litn-
ingaenda. Pökkun litningaenda skerðist við eyðingu þeirra og
L
LÆKNABLAÐIÐ / FYLGIRIT 47 2 0 02/88 109