Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Blaðsíða 99

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Blaðsíða 99
ÁGRIP VEGGSPJALDA / XI. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ I V 132 Tap á arfblendni á litningi 5 í æxlum sjúklinga með og án kímlínubreytinga í BRCAl eða BRCA2 Hrefna K. JóhannsdóttirL Guörún JóhannesdóttirL Bjarni A. Agnarsson2, Aðalgeir Arason1, Valgarður Egilssoni, Áke Borg3, Heli Nevanlinna4, Rósa B. Barkardóttir1 JFrumulíffræðideild Rannsóknastofu Háskólans í meinafræði, ZRannsóknastofa Háskólans í meinafræði, 3Dept. of Oncotogy, University Hospital, Lundi, 4Dept. of Obsterics and Gynecology, Helsinki University Central Hospital, Helsinki hrefnakj@landspitali.is Inngangur: Sjúkdómsþróun krabbameins, hvort sem um ræðir ætt- gengt eða stök tilfelli, er háð uppsöfnun erfðaefnisbreytinga í æxlis- frumunni. CGH-aðferð (Comparative Genomic Hybridisation) hef- ur verið notuð til að greina mynstur stærri magnana og úrfellinga í æxlisfrumum á mismunandi stigum æxlisvaxtar sem og í sjúklinga- hópum með mismunandi erfðafræðilegan bakgrunn. Nýlegar CGH- rannsóknir á brjóstakrabbameinsæxlum hafa sýnt fram á mun á tíðni og staðsetningu erfðaefnisbreytinga, ekki einungis milli sjúk- linga með og án kímlínubreytinga heldur einnig milli sjúklinga eftir því hvort þeir hafa kímlínubreytingu í BRCAl eða BRCA2. Einn þeirra litningaarma sem samkvæmt CGH sýna háa tíðni úrfellinga (yfir 80%) í æxlum sjúklinga með kímlínubreytingu í BRCAl er 5q. Markmið rannsóknarinnar var að kortleggja nánar erfðaefnisbreyt- ingar á litningi 5 með það fyrir augum að staðsetja þau sameiginlegu svæði sem oftast sýna úrfellingu og gætu því verið mikilvæg fyrir framvindu meinsins. Efniviður og aðferðir: Skimuð voru 173 blóð- og æxlissýnapör með 23 erfðamörkum sem afhjúpað gátu úrfellingar (LOH), það er sýnt hvort æxli hefðu tapað arfblendni. Niðurstöður: Fyrir einstök erfðamörk var tíðni úrfellinga á bilinu 19-69% í BRCAl æxlum á meðan samsvarandi gildi voru 11-43% fyrir BRCA2 æxli og 8-27% í sporadískum æxlum. Ályktanir: Niðurstöður korllagningar benda til að um sjö afmörkuð svæði á litningi 5 sé að ræða, sem í stórum hluta brjóstakrabba- meinsæxla hafa orðið fyrir úrfellingu. Af þessum sjö svæðum virð- ast sex vera sameiginleg æxlum allra þriggja undirflokka brjósta- krabbameinssjúklinga. Svæðið sem eingöngu greindist í æxlum með kímlínubreytingu er líklegt til að innihalda gen sem koma aðeins við sögu í framvindu ættgengs brjóstakrabbameins. V 133 Tengsl fjölbreytni í MnSOD geni við áhættu á brjóstakrabbameini Kristjana Einarsdóttir1, Katrín Guðmundsdóttir1, Laufey Tryggvadóttir2, Jórunn E. Eyfjörð1.3 ^Rannsóknarstofa Krabbameinsfélags íslands í sameinda- og frumulíffræði, 2Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags íslands, 3Háskóli Islands kristjana@krabb.is Inngangur: Arfgengir áhættuþættir eru taldir gegna mikilvægu hlutverki í brjóstakrabbameini. Stökkbreytingar í BRCA genunum tengjast aukinni brjóstakrabbameinsáhættu. Þær eru sjaldgæfar en hafa tiltölulega mikla sýnd. Algeng genafjölbreytni (polymorph- ism) getur einnig haft áhrif á sjúkdómsáhættu hópa þrátt fyrir litla sýnd í einstaklingum. Manganese superoxíð dismutasi (MnSOD) sér um niðurbrot hvarfgjarnra sameinda í hvatberum. T-C basafjöl- breytni í MnSOD geninu getur orsakað minni flutningshæfni pró- teinsins inn í hvatbera. Það gerir það að verkum að hvatberar geta að hluta til orðið varnarlausir gegn ágangi hvarfgjarnra sameinda og þetta getur leitt til oxunarálags. Svo virðist sem krabbameins- frumur séu oft undir oxunarálagi en það getur valdið ýmsum skemmdum á frumum. Markmið verkefnisins var að kanna áhættu á brjóstakrabbameini tengda basafjölbreytni í MnSOD geninu. Efniviður og aðferðir: Sýni úr 233 brjóstakrabbameinssjúklingum og 382 viðmiðum voru arfgerðargreind með tilliti til MnSOD basa- fjölbreytni. Arfgerðargreiningin var gerð með PCR, rafdrætti og skerðibútagreiningu. Niðurstöður: Aukin brjóstakrabbameinsáhætta tengd TT arfgerð MnSOD gensins kom í Ijós bæði hjá konum undir 45 ára og konum yfir 55 ára. Sú áhættuaukning reyndist hins vegar ekki tölfræðilega marktæk. Ályktanir: Hugsanlegt er að fjölbreytni í MnSOD auki áhættu ís- lenskra kvenna á brjóstakrabbameini. Þessi frumkönnun bendir til að áhugavert væri að athuga MnSOD fjölbreytni í stærri hópi. V 134 Áhrif áhættuþátta og fjölbreytni á brjóstakrabba- meinsáhættu hjá arfberum BRCAl og BRCA2 stökkbreyt- inga og þeim sem ekki bera stökkbreytingarnar Sigrún Stef'ánsdóttirl, Hólmfríður HilmarsdóttirL Katrín Guðmundsdótt- ir1, Hafdís Hafsteinsdóttir1, Elínborg J. Ólafsdóttir2, Jón G. Jónasson2.3-4, Helga M. ÖgmundsdóttirU, Laufey Tryggvadóttir2, Jórunn E. Eyfjörðb3 iRannsóknarstofa Krabbameinsfélags fslands í sameinda- og frumulíffræði, 2Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags íslands, 3Háskóli íslands, 4Rannsóknaslofa Háskólans í meinafræði jorunn@krabb.is Inngangur: Ein stökkbreyting í hvoru BRCA brjóstakrabbameins- geni, sjaldgæf BRCAl splæsisets breyting í tákna 17,5193G->A, og algengari úrfelling í tákna 9, 999del5, í BRCA2 valda um 40% ætt- lægra brjóstakrabbameina í íslendingum. Fyrri rannsóknir okkar gefa til kynna að sýnd BRCA2 breytingarinnar sé mjög breytileg, sem bendir til að aðrir erfða- og/eða umhverfisþættir hafi áhrif. Til- gangur rannsóknarinnar er að kanna hvort áhættuþættir og fjöl- breytni (polymorphism) í efnaskiptaensímum hafi áhrif á sýnd BRCA stökkbreytinga og jafnframt hvort þessir þættir hafi áhrif í hópi þeirra sem ekki bera þessar breytingar. Efniviður og aðferðir: Öllum konum á íslandi sem greinst hafa með brjóstakrabbamein og nánustu ættingjum þeirra er boðin þátt- taka. Einnig er leitað til hóps viðmiða á sama aldri og ábenditilfell- in, samtals um 5000 manns. í september 2002 höfðu 1142 einstak- lingar sem greinst hafa með sjúkdóminn auk 2205 ættingja og við- miða tekið þátt í rannsókninni, gefið blóðsýni og svarað ítarlegum spurningalista. DNA greining: Kímlínubreytingar í BRCAl og BRCA2; fjölbreytni í CYP17, CYP19, GSTMl, GSTPl, GSTTl og TP53. Áhœttuþœttir: Fæðinga- og blæðingasaga, hormónanotkun, geislun, líkamleg áreynsla, áfengis- og tóbaksnotkun, hæð og þyngd. Niðurstöður: í september 2002 var lokið greiningu á BRCAl í sýn- um frá 1142 einstaklingum og BRCA2 í 2487. Greiningu á fjöl- breytni var lokið í 300-600 sýnum með tilliti til ólíkra gena. Af ábenditilfellum reyndust 0,7% hafa BRCAl breytingu og 6,3% BRCA2. Fyrstu niðurstöður um áhrif áhættuþátta benda til að verndandi áhrif fjölda fæðinga séu ekki til staðar í BRCA2 arfber- um eins og í öðrum konum. Ályktanir: Fyrstu niðurstöður gefa vísbendingu um að áhrif horm- LÆKNABLAÐIÐ / FYLGIRIT 47 2002/88 99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.