Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Síða 99
ÁGRIP VEGGSPJALDA / XI. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ I
V 132 Tap á arfblendni á litningi 5 í æxlum sjúklinga
með og án kímlínubreytinga í BRCAl eða BRCA2
Hrefna K. JóhannsdóttirL Guörún JóhannesdóttirL Bjarni A. Agnarsson2,
Aðalgeir Arason1, Valgarður Egilssoni, Áke Borg3, Heli Nevanlinna4,
Rósa B. Barkardóttir1
JFrumulíffræðideild Rannsóknastofu Háskólans í meinafræði, ZRannsóknastofa
Háskólans í meinafræði, 3Dept. of Oncotogy, University Hospital, Lundi, 4Dept. of
Obsterics and Gynecology, Helsinki University Central Hospital, Helsinki
hrefnakj@landspitali.is
Inngangur: Sjúkdómsþróun krabbameins, hvort sem um ræðir ætt-
gengt eða stök tilfelli, er háð uppsöfnun erfðaefnisbreytinga í æxlis-
frumunni. CGH-aðferð (Comparative Genomic Hybridisation) hef-
ur verið notuð til að greina mynstur stærri magnana og úrfellinga í
æxlisfrumum á mismunandi stigum æxlisvaxtar sem og í sjúklinga-
hópum með mismunandi erfðafræðilegan bakgrunn. Nýlegar CGH-
rannsóknir á brjóstakrabbameinsæxlum hafa sýnt fram á mun á
tíðni og staðsetningu erfðaefnisbreytinga, ekki einungis milli sjúk-
linga með og án kímlínubreytinga heldur einnig milli sjúklinga eftir
því hvort þeir hafa kímlínubreytingu í BRCAl eða BRCA2. Einn
þeirra litningaarma sem samkvæmt CGH sýna háa tíðni úrfellinga
(yfir 80%) í æxlum sjúklinga með kímlínubreytingu í BRCAl er 5q.
Markmið rannsóknarinnar var að kortleggja nánar erfðaefnisbreyt-
ingar á litningi 5 með það fyrir augum að staðsetja þau sameiginlegu
svæði sem oftast sýna úrfellingu og gætu því verið mikilvæg fyrir
framvindu meinsins.
Efniviður og aðferðir: Skimuð voru 173 blóð- og æxlissýnapör
með 23 erfðamörkum sem afhjúpað gátu úrfellingar (LOH), það er
sýnt hvort æxli hefðu tapað arfblendni.
Niðurstöður: Fyrir einstök erfðamörk var tíðni úrfellinga á bilinu
19-69% í BRCAl æxlum á meðan samsvarandi gildi voru 11-43%
fyrir BRCA2 æxli og 8-27% í sporadískum æxlum.
Ályktanir: Niðurstöður korllagningar benda til að um sjö afmörkuð
svæði á litningi 5 sé að ræða, sem í stórum hluta brjóstakrabba-
meinsæxla hafa orðið fyrir úrfellingu. Af þessum sjö svæðum virð-
ast sex vera sameiginleg æxlum allra þriggja undirflokka brjósta-
krabbameinssjúklinga. Svæðið sem eingöngu greindist í æxlum með
kímlínubreytingu er líklegt til að innihalda gen sem koma aðeins
við sögu í framvindu ættgengs brjóstakrabbameins.
V 133 Tengsl fjölbreytni í MnSOD geni við áhættu
á brjóstakrabbameini
Kristjana Einarsdóttir1, Katrín Guðmundsdóttir1, Laufey Tryggvadóttir2,
Jórunn E. Eyfjörð1.3
^Rannsóknarstofa Krabbameinsfélags íslands í sameinda- og frumulíffræði,
2Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags íslands, 3Háskóli Islands
kristjana@krabb.is
Inngangur: Arfgengir áhættuþættir eru taldir gegna mikilvægu
hlutverki í brjóstakrabbameini. Stökkbreytingar í BRCA genunum
tengjast aukinni brjóstakrabbameinsáhættu. Þær eru sjaldgæfar en
hafa tiltölulega mikla sýnd. Algeng genafjölbreytni (polymorph-
ism) getur einnig haft áhrif á sjúkdómsáhættu hópa þrátt fyrir litla
sýnd í einstaklingum. Manganese superoxíð dismutasi (MnSOD)
sér um niðurbrot hvarfgjarnra sameinda í hvatberum. T-C basafjöl-
breytni í MnSOD geninu getur orsakað minni flutningshæfni pró-
teinsins inn í hvatbera. Það gerir það að verkum að hvatberar geta
að hluta til orðið varnarlausir gegn ágangi hvarfgjarnra sameinda
og þetta getur leitt til oxunarálags. Svo virðist sem krabbameins-
frumur séu oft undir oxunarálagi en það getur valdið ýmsum
skemmdum á frumum. Markmið verkefnisins var að kanna áhættu
á brjóstakrabbameini tengda basafjölbreytni í MnSOD geninu.
Efniviður og aðferðir: Sýni úr 233 brjóstakrabbameinssjúklingum
og 382 viðmiðum voru arfgerðargreind með tilliti til MnSOD basa-
fjölbreytni. Arfgerðargreiningin var gerð með PCR, rafdrætti og
skerðibútagreiningu.
Niðurstöður: Aukin brjóstakrabbameinsáhætta tengd TT arfgerð
MnSOD gensins kom í Ijós bæði hjá konum undir 45 ára og konum
yfir 55 ára. Sú áhættuaukning reyndist hins vegar ekki tölfræðilega
marktæk.
Ályktanir: Hugsanlegt er að fjölbreytni í MnSOD auki áhættu ís-
lenskra kvenna á brjóstakrabbameini. Þessi frumkönnun bendir til
að áhugavert væri að athuga MnSOD fjölbreytni í stærri hópi.
V 134 Áhrif áhættuþátta og fjölbreytni á brjóstakrabba-
meinsáhættu hjá arfberum BRCAl og BRCA2 stökkbreyt-
inga og þeim sem ekki bera stökkbreytingarnar
Sigrún Stef'ánsdóttirl, Hólmfríður HilmarsdóttirL Katrín Guðmundsdótt-
ir1, Hafdís Hafsteinsdóttir1, Elínborg J. Ólafsdóttir2, Jón G. Jónasson2.3-4,
Helga M. ÖgmundsdóttirU, Laufey Tryggvadóttir2, Jórunn E. Eyfjörðb3
iRannsóknarstofa Krabbameinsfélags fslands í sameinda- og frumulíffræði,
2Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags íslands, 3Háskóli íslands, 4Rannsóknaslofa
Háskólans í meinafræði
jorunn@krabb.is
Inngangur: Ein stökkbreyting í hvoru BRCA brjóstakrabbameins-
geni, sjaldgæf BRCAl splæsisets breyting í tákna 17,5193G->A, og
algengari úrfelling í tákna 9, 999del5, í BRCA2 valda um 40% ætt-
lægra brjóstakrabbameina í íslendingum. Fyrri rannsóknir okkar
gefa til kynna að sýnd BRCA2 breytingarinnar sé mjög breytileg,
sem bendir til að aðrir erfða- og/eða umhverfisþættir hafi áhrif. Til-
gangur rannsóknarinnar er að kanna hvort áhættuþættir og fjöl-
breytni (polymorphism) í efnaskiptaensímum hafi áhrif á sýnd
BRCA stökkbreytinga og jafnframt hvort þessir þættir hafi áhrif í
hópi þeirra sem ekki bera þessar breytingar.
Efniviður og aðferðir: Öllum konum á íslandi sem greinst hafa
með brjóstakrabbamein og nánustu ættingjum þeirra er boðin þátt-
taka. Einnig er leitað til hóps viðmiða á sama aldri og ábenditilfell-
in, samtals um 5000 manns. í september 2002 höfðu 1142 einstak-
lingar sem greinst hafa með sjúkdóminn auk 2205 ættingja og við-
miða tekið þátt í rannsókninni, gefið blóðsýni og svarað ítarlegum
spurningalista.
DNA greining: Kímlínubreytingar í BRCAl og BRCA2; fjölbreytni
í CYP17, CYP19, GSTMl, GSTPl, GSTTl og TP53.
Áhœttuþœttir: Fæðinga- og blæðingasaga, hormónanotkun, geislun,
líkamleg áreynsla, áfengis- og tóbaksnotkun, hæð og þyngd.
Niðurstöður: í september 2002 var lokið greiningu á BRCAl í sýn-
um frá 1142 einstaklingum og BRCA2 í 2487. Greiningu á fjöl-
breytni var lokið í 300-600 sýnum með tilliti til ólíkra gena. Af
ábenditilfellum reyndust 0,7% hafa BRCAl breytingu og 6,3%
BRCA2. Fyrstu niðurstöður um áhrif áhættuþátta benda til að
verndandi áhrif fjölda fæðinga séu ekki til staðar í BRCA2 arfber-
um eins og í öðrum konum.
Ályktanir: Fyrstu niðurstöður gefa vísbendingu um að áhrif horm-
LÆKNABLAÐIÐ / FYLGIRIT 47 2002/88 99