Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Blaðsíða 83
ÁGRIP VEGGSPJALDA / XI. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ I
með gallað Vif framleiði ekki full sýkingarhæfar veiruagnir og eigi
erfitt með endursýkingu.
V 84 Breytingar í hjúppróteini mæði-visnuveiru (MVV) við
náttúrulegar sýkingar
Hallgrímur Arnarson, Valgerður Andrésdóttir, Margrét Guðnadóttir
Veirurannsóknastofnun læknadeildar HÍ, Tilraunastöö HÍ í meinafræði að Keldum
hallgra@hi.is
Inngangur: Eitt af meginvandamálum við þróun bóiuefna gegn
lentiveirum, til dæmis HIV og mæði-visnuveiru (MVV), er mikill
breytileiki og há stökkbreytitíðni, ekki síst í hjúppróteinum.
í bólusetningartilraun gegn MVV fékkst mótefnasvar í kindum
með því að sprauta í þær dauðum veiruögnum ásamt ónæmisglæði.
Tilraunadýr voru síðan hýst með dýrum sem áður höfðu verið sýkt
með MVV. Pessi aðferð er einstök því að reynt var á bólusetningu í
gegnum náttúrulegar smitleiðir en ekki með því að sprauta smitefni
í dýr líkt og venjulega er gert í bólusetningartilraunum gegn lenti-
veirum. í þessari tilraun sýktust öll viðmiðunardýr en þrjú af fimm
bólusettum dýrum sýktust ekki.
Megin afvirkjandi væki MVV hefur verið staðsett á yfirborðs-
hjúppróteini MVV. Breytingar í þessu væki geta haft áhrif á virkni
mótefna gegn veirunni. Út frá DNA-raðgreiningum voru amínó-
sýruraðir þessa vækis ákvarðaðar fyrir veirur sem ræktuðust úr
sýktum dýrum. Gerður var samanburður á þessum röðum til að
kanna hvort breytingar hefðu orðið, hvers konar breytingar það
væru og hvort bólusetning hefði áhrif þar á.
Efniviður og aðferðir: í bóluefni voru notaðar dauðar veiruagnir
af stofni K796. Annar einstaklingurinn úr fimm tvílembingapörum
var bólusettur en hinum var gefið viðmiðunarbóluefni. Mótefna-
myndun var könnuð og pari var fórnað þegar viðmiðunardýr sýndi
merki sýkingar í blóðprófi. Sýking var ákvörðuð út frá ræktunum úr
nokkrum vefjum. Klónaðir voru um það bil 450 bp forveiru DNA-
bútar úr þessum ræktunum, þeir raðgreindir og nýttir til saman-
burðar.
Niðurstöður og áiyktanir: Bólusetning með dauðu MVV-bóluefni
leiddi til mótefnamyndunar og gat varið þrjú af fimm bólusettum
dýrum gegn sýkingu. Raðgreiningar benda til að við náttúrulegar
sýkingar komi upp fjöldi breytinga í afvirkjandi væki en ekki var
sýnt fram á að bólusetning hefði áhrif á eðli breytinga.
V 85 Áhrif taugaraförvunar gegnum húð (TENS) á sveifluna
á miili hvíldar og virkni í ofvirkum börnum
Sólveig Jónsdóttir1. Erik J.A. Scherder?, Anke Bouma3, Joseph A. Sergeantz
'Barna- og unglingageðdeild Landspítala háskólasjúkrahúss, 2Dept. of Clinical
Neuropsychology, Vrije Universiteit, Amsterdam, 2Dept. of Developmental and
Clinical Psychology, Rijksuniversiteit Groningen
soljonsd@landspitali.is
Inngangur: Athyglisbrestur með ofvirkni er algengasta taugageð-
röskun barna og unglinga og greinist hjá um helmingi þeirra sem
koma til meðferðar á barna- og unglingageðdeildum. Talið er að
röskunin stafi af skorti á örvun miðtaugakerfisins og hún hefur
tengst skertu katekólamínflæði í framheila og á undirbarkarsvæði
heilans. Rannsóknir hafa sýnt að ofvirk börn hreyfa sig meira í
svefni en önnur börn og svefn- og vökureglan er óstöðugri. Fyrri
rannsóknir hafa sýnt að taugaraförvun gegnum húð (TENS) bætir
sveifluna milli hvíldar og virkni hjá Alzheimersjúklingum. Verulega
dró úr eirðarleysi á nóttunni og sjúklingar voru betur vakandi og
virkari að deginum.
Efniviður og aðferðir: í rannsókn þessari var athugað hvort TENS
meðferð gæti haft áhrif á sveifluna á milli hvfldar og virkni hjá of-
virkum börnum. Fjórtán drengir á aldrinum 7-14 ára, sem uppfylltu
skilmerki um athyglisbrest með ofvirkni samkvæmt DSM-IV og
voru án lyfja, fengu TENS meðferð í sex vikur. Drengirnir fengu
2x30 mínútna meðferð á dag með TENS um tvær elektróður aftan
á hálsi. Fimm breytur virknimælingar (actigraphy) voru reiknaðar
til að meta sveifluna á milli hvfldar og virkni fyrir og eftir meðferð.
Niðurstöður: Virknimynstur frá degi til dags (interdaily stability)
varð stöðugra eftir meðferð (Z=2,34; p<0,01). Virknisveiflan milli
dags og nætur (relative amplitude) jókst marktækt (Z=l,92; p<0,03).
Marktækt dró úr hreyfivirkni að nóttu (Z=2,62; p<0,005). Ekki varð
marktæk breyting á hreyfivirkni að degi til (Z=0,45).
Ályktanin Taugaraförvun gegnum húð bætir marktækt sveifluna á
milli hvfldar og virkni hjá ofvirkum börnum. Sú tilgáta er sett fram að
áhrif TENS meðferðar sem koma fram íþessari rannsókn, séu vegna
örvunar heilasvæða sem stjórna svefni og vöku í gegnum dreifina.
V 86 Langtímaáhrif áfallahjálpar meöal sjómanna.
Forkönnun
Eiríkur Líndal, Jón G. Stefánsson
Geödeild Landspítala háskólasjúkrahúss
elindal@landspitali.is
Inngangur: Mikið hefur verið rætl um gagnsemi áfallahjálpar eftir
að farið var að beita henni í svo ríkum mæli og nú er gert. Samhliða
því hefur á síðustu misserum verið mikil umræða um gagnsemi
hennar. Einnig er það lítið kannað hversu lengi áhrif áfallahjálpar-
innar vara. Hér er því gerð forkönnun á því hversu lengi áhrif áfalla-
hjálpar hafa varað hjá hópi sjómanna.
Efniviður og aöferðir: Bornir eru saman átta einstaklingar sem
höfðu lenti í sama slysi og höfðu fengið áfallahjálp fyrir meira en
fimm árum við 15 aðra einstaklinga sem ekki höfðu ekki fengið
neina áfallahjálp en Ientu í samskonar slysum.
Upplýsinga var aflað með viðtali, sérsniðnum spurningalista og
eftirtöldum mælitækjum: CIDI; DIS; GHQ-20; IES og PTSS-10.
Niðursföður: Niðurstöður þessarar forkönnunar gefa vísbendingu
um að áfallahjálp dragi ekki varanlega úr sálfræðilegum afleiðing-
um áfalla.
Ályktanir: Gera þarf stærri og ýtarlegri rannsókn á áhrifum áfalla-
hjálpar þar sem einnig verður reynt að sjá hversu lengi í árum áhrif-
in vara.
V 87 Langtímaafleiðingar sjóslysa á áfallastreitu og
almennt geðheilsufar
Eiríkur Líndal, Jón G. Stefánsson
Geðdeild Landspítala háskólasjúkrahúss
elindal@landspitali.is
Markmið: Markmið verkefnisins var að kanna hvaða langtímaáhrif
LÆKNABLAÐIÐ / FYLGIRIT 47 2002/88 83