Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Page 83

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Page 83
ÁGRIP VEGGSPJALDA / XI. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ I með gallað Vif framleiði ekki full sýkingarhæfar veiruagnir og eigi erfitt með endursýkingu. V 84 Breytingar í hjúppróteini mæði-visnuveiru (MVV) við náttúrulegar sýkingar Hallgrímur Arnarson, Valgerður Andrésdóttir, Margrét Guðnadóttir Veirurannsóknastofnun læknadeildar HÍ, Tilraunastöö HÍ í meinafræði að Keldum hallgra@hi.is Inngangur: Eitt af meginvandamálum við þróun bóiuefna gegn lentiveirum, til dæmis HIV og mæði-visnuveiru (MVV), er mikill breytileiki og há stökkbreytitíðni, ekki síst í hjúppróteinum. í bólusetningartilraun gegn MVV fékkst mótefnasvar í kindum með því að sprauta í þær dauðum veiruögnum ásamt ónæmisglæði. Tilraunadýr voru síðan hýst með dýrum sem áður höfðu verið sýkt með MVV. Pessi aðferð er einstök því að reynt var á bólusetningu í gegnum náttúrulegar smitleiðir en ekki með því að sprauta smitefni í dýr líkt og venjulega er gert í bólusetningartilraunum gegn lenti- veirum. í þessari tilraun sýktust öll viðmiðunardýr en þrjú af fimm bólusettum dýrum sýktust ekki. Megin afvirkjandi væki MVV hefur verið staðsett á yfirborðs- hjúppróteini MVV. Breytingar í þessu væki geta haft áhrif á virkni mótefna gegn veirunni. Út frá DNA-raðgreiningum voru amínó- sýruraðir þessa vækis ákvarðaðar fyrir veirur sem ræktuðust úr sýktum dýrum. Gerður var samanburður á þessum röðum til að kanna hvort breytingar hefðu orðið, hvers konar breytingar það væru og hvort bólusetning hefði áhrif þar á. Efniviður og aðferðir: í bóluefni voru notaðar dauðar veiruagnir af stofni K796. Annar einstaklingurinn úr fimm tvílembingapörum var bólusettur en hinum var gefið viðmiðunarbóluefni. Mótefna- myndun var könnuð og pari var fórnað þegar viðmiðunardýr sýndi merki sýkingar í blóðprófi. Sýking var ákvörðuð út frá ræktunum úr nokkrum vefjum. Klónaðir voru um það bil 450 bp forveiru DNA- bútar úr þessum ræktunum, þeir raðgreindir og nýttir til saman- burðar. Niðurstöður og áiyktanir: Bólusetning með dauðu MVV-bóluefni leiddi til mótefnamyndunar og gat varið þrjú af fimm bólusettum dýrum gegn sýkingu. Raðgreiningar benda til að við náttúrulegar sýkingar komi upp fjöldi breytinga í afvirkjandi væki en ekki var sýnt fram á að bólusetning hefði áhrif á eðli breytinga. V 85 Áhrif taugaraförvunar gegnum húð (TENS) á sveifluna á miili hvíldar og virkni í ofvirkum börnum Sólveig Jónsdóttir1. Erik J.A. Scherder?, Anke Bouma3, Joseph A. Sergeantz 'Barna- og unglingageðdeild Landspítala háskólasjúkrahúss, 2Dept. of Clinical Neuropsychology, Vrije Universiteit, Amsterdam, 2Dept. of Developmental and Clinical Psychology, Rijksuniversiteit Groningen soljonsd@landspitali.is Inngangur: Athyglisbrestur með ofvirkni er algengasta taugageð- röskun barna og unglinga og greinist hjá um helmingi þeirra sem koma til meðferðar á barna- og unglingageðdeildum. Talið er að röskunin stafi af skorti á örvun miðtaugakerfisins og hún hefur tengst skertu katekólamínflæði í framheila og á undirbarkarsvæði heilans. Rannsóknir hafa sýnt að ofvirk börn hreyfa sig meira í svefni en önnur börn og svefn- og vökureglan er óstöðugri. Fyrri rannsóknir hafa sýnt að taugaraförvun gegnum húð (TENS) bætir sveifluna milli hvíldar og virkni hjá Alzheimersjúklingum. Verulega dró úr eirðarleysi á nóttunni og sjúklingar voru betur vakandi og virkari að deginum. Efniviður og aðferðir: í rannsókn þessari var athugað hvort TENS meðferð gæti haft áhrif á sveifluna á milli hvfldar og virkni hjá of- virkum börnum. Fjórtán drengir á aldrinum 7-14 ára, sem uppfylltu skilmerki um athyglisbrest með ofvirkni samkvæmt DSM-IV og voru án lyfja, fengu TENS meðferð í sex vikur. Drengirnir fengu 2x30 mínútna meðferð á dag með TENS um tvær elektróður aftan á hálsi. Fimm breytur virknimælingar (actigraphy) voru reiknaðar til að meta sveifluna á milli hvfldar og virkni fyrir og eftir meðferð. Niðurstöður: Virknimynstur frá degi til dags (interdaily stability) varð stöðugra eftir meðferð (Z=2,34; p<0,01). Virknisveiflan milli dags og nætur (relative amplitude) jókst marktækt (Z=l,92; p<0,03). Marktækt dró úr hreyfivirkni að nóttu (Z=2,62; p<0,005). Ekki varð marktæk breyting á hreyfivirkni að degi til (Z=0,45). Ályktanin Taugaraförvun gegnum húð bætir marktækt sveifluna á milli hvfldar og virkni hjá ofvirkum börnum. Sú tilgáta er sett fram að áhrif TENS meðferðar sem koma fram íþessari rannsókn, séu vegna örvunar heilasvæða sem stjórna svefni og vöku í gegnum dreifina. V 86 Langtímaáhrif áfallahjálpar meöal sjómanna. Forkönnun Eiríkur Líndal, Jón G. Stefánsson Geödeild Landspítala háskólasjúkrahúss elindal@landspitali.is Inngangur: Mikið hefur verið rætl um gagnsemi áfallahjálpar eftir að farið var að beita henni í svo ríkum mæli og nú er gert. Samhliða því hefur á síðustu misserum verið mikil umræða um gagnsemi hennar. Einnig er það lítið kannað hversu lengi áhrif áfallahjálpar- innar vara. Hér er því gerð forkönnun á því hversu lengi áhrif áfalla- hjálpar hafa varað hjá hópi sjómanna. Efniviður og aöferðir: Bornir eru saman átta einstaklingar sem höfðu lenti í sama slysi og höfðu fengið áfallahjálp fyrir meira en fimm árum við 15 aðra einstaklinga sem ekki höfðu ekki fengið neina áfallahjálp en Ientu í samskonar slysum. Upplýsinga var aflað með viðtali, sérsniðnum spurningalista og eftirtöldum mælitækjum: CIDI; DIS; GHQ-20; IES og PTSS-10. Niðursföður: Niðurstöður þessarar forkönnunar gefa vísbendingu um að áfallahjálp dragi ekki varanlega úr sálfræðilegum afleiðing- um áfalla. Ályktanir: Gera þarf stærri og ýtarlegri rannsókn á áhrifum áfalla- hjálpar þar sem einnig verður reynt að sjá hversu lengi í árum áhrif- in vara. V 87 Langtímaafleiðingar sjóslysa á áfallastreitu og almennt geðheilsufar Eiríkur Líndal, Jón G. Stefánsson Geðdeild Landspítala háskólasjúkrahúss elindal@landspitali.is Markmið: Markmið verkefnisins var að kanna hvaða langtímaáhrif LÆKNABLAÐIÐ / FYLGIRIT 47 2002/88 83
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.