Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Qupperneq 27

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Qupperneq 27
AGRIP ERINDA / XI VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ I Alyktanir: Sjúklingar með svæsna langvinna lungnateppu eru með ofurþan (hyperinflation) þindar þegar í hvíld sem ágerist við álag. Ofurþanið ásamt skertri getu til að auka andrýmdina hæfilega við álag, taknrarkar afkastagetu þessara sjúklinga á þolprófi. E 16 Áhrif þol- og styrktarþjálfunar á hjartabilaða sjúklinga Sólrún Jónsdóttirm, Karl Andersen2, Stefán B. Sigurðssoni, Axel Sigurðs- son2, Marta Guðjónsdóttir', Hans Jakob Beck2 1 Læknadeild HÍ, 2Landspítali háskólasjúkrahús, 3Reykjalundur stefsig(»islandia.is Inngangur: Hjartabilun er ört vaxandi vandamál hér á landi sem víða annars staðar. Hjartaendurhæfing er mikilvægur þáttur í með- ferð sjúklinga með kransæðasjúkdóma, en minna er vitað um áhrif endurhæfingar á hjartabilaða. Markmið rannsóknarinnar var að kanna þessi áhrif. Efniviður og aðferðir: Þátttakendur voru 43 einstaklingar með greinda hjartabilun (10 konur, 33 karlar), meðalaldur 67±6,1 ár. í upphafi var mælt útfallsbrot vinstra slegils, sex mínútna gönguþols- Próf, hámarkssúrefnisupptökupróf á þrekhjóli, öndunarmæling (spiro- metria), vöðvastyrksmæling og blóðrannsóknir. Spurningalisti varð- andi heilsutengd lífsgæði var lagður fyrir. Síðan var hópnum slembi- raðað í þjálfunarhóp (n=21) og viðmiðunarhóp (n=20). Þjálfunarhópur fékk markvissa þol- og styrktarþjálfun undir leiðsögn sjúkraþjálfara tvisvar sinnum í viku í fimm mánuði, auk fræðslu. Viðmiðunarhópur fékk enga sérstaka meðferð, en fylgst var með þeim símleiðis. Að loknu þessu fimm mánaða tímabili voru allar upphafsmælingarnar endurteknar. Niðurstöður: Marktækur munur mældist milli hópanna hvað varð- ar gönguþol á sex mínútna gönguprófi (p=0,001), vöðvastyrk í m. quatriceps (p<0,001) og álag á hjóli (p<0,05). Hærra heildargildi í heilsutengdum lífsgæðum mældist hjá þjálfunarhópi, en áhrifin komu marktækt fram í þeim þáttum er snúa að þreki og almennu heilsu- fari. Ekki mældist marktækur munur á milli hópanna hvað varðar hámarkssúrefnisupptöku, útfallsbrot hjartans, ANP eða BNP. Alyktanir og umræða: Aukning sem varð á gönguþoli, vöðvastyrk °g álagi á þrekhjóli hjá þjálfunarhópi að lokinni endurhæfingu birtist ekki í hámarkssúrefnisupptöku né á útfallsbroti vinstra sleg- ils hjartans. Álykta má því sem svo að aukningin sem mælist eftir endurhæfinguna sé ekki síður til komin vegna breytinga í útvefjum en frá hjartanu sjálfu. E 17 Ofát kolvetna og áhættuþættir hjarta- °g æðasjúkdóma Páll í. Ólasoni, Védís H. Eiríksdóttir1, Pálmi Þ. Atlason1, Logi Jónsson1, Jón Ólafur Skarphéðinsson1, Leifur Franzson1, Helgi B. Schiöth2, Guðrún V. Skúladóttir1 'Lífeðlisfræðistofnun HÍ, 2taugalíffræðideild Háskólans í Uppsölum, 3rannsókna- deild Landspítala Fossvogi gudrunvs@hi.is Inngangun Framkalla má mismunandi næringarástand með inngjöf sérhæfðra hindra og örvara fyrir melanókortínviðtaka. Hindri eins af fímm undirflokkum viðtakanna, sem er einungis í heila (MC4 viðtaki), framkallar ofát og fitusöfnun en örvari hefur aftur á móti andstæð áhrif. Leptín er hormón sem framleitt er í fituvef og miðlar boðum um orkuástand dýrsins. Markmið þessa verkefnis var að kanna styrk og samsetningu fituefna í blóði og fituvef við mismun- andi næringarástand. Efniviður og aðferðir: Wistar rottum var skipt í þrjá tilraunahópa í tveimur tilraunum. Öll dýrin höfðu frjálsan aðgang að kolvetnaríkri og fitulítilli fæðu. Einn hópurinn íhvorri tilraun fékk sérhæfða MC4 hindrann HS024, annar fékk MC3 og MC4 örvarann MT-II og við- miðunarhóparnir fengu tilbúinn mænuvökva. Lyfin og lyfleysan voru gefin inn í heilahol með osmótískum ördælum sem komið var fyrir undir húð við herðakamb. Lyfjagjöf stóð yfir í 28 daga í fyrri tilraun- inni en í átta daga í þeirri síðari. í 28 daga tilrauninni voru dýrin veg- in vikulega og fæðutaka þeirra skráð. í átta daga tilrauninni voru dýrin vegin og fæðutaka þeirra skráð annan hvern dag. í lok til- raunatímabilsins var styrkur leptíns í blóði og styrkur fituefna í fitu- vef og blóði ásamt fitusýrusamsetningu þeirra ákvarðaður. Niðurstöður: Dýrin í HS024 hópunum sýndu: offitueinkenni, mikla uppsöfnun fituforða og hærri blóðfitu með meira af mettuðum fitu- sýrum en dýrin í viðmiðunarhópunum. Dýrin í MT-II hópunum sýndu einkenni lystarstols: lítinn fituforða með minna af metluðum fitusýrum og lægri blóðfitu en dýrin í viðmiðunarhópunum. Styrkur leptíns var hærri í HS024 hópunum og lægri í MT-II hópunum en í viðmiðunarhópunum. Ályktanir: Ofát kolvetnaríkrar og fitulítillar fæðu hefur áhrif á þætti sem auka líkur á hjarta- og æðasjúkdómum. E 18 Lífeðlisfræðilegar breytingar hjá leiðangursmönnum meðan á leiðangri yfir Grænlandsjökul stóð Þórarinn Svcinsson, Abigail Grover Snook, Halla B. Ólafsdóttir, Lukas C. Grobler Sjúkraþjálfunarskor læknadeildar HÍ thorasve@hi.is Inngangur: Mannslíkaminn þarf stundum að aðlagast mjög erfiðum aðstæðum í talsvert langan tíma. Markmiðið með þessari rannsókn var að kanna hvaða lífeðlisfræðilegar aðlaganir og breytingar verða meðan á fjögurra vikna 650 km löngum leiðangri yfir Grænlands- jökul stendur. Efniviður og aðferðir: í lok apríl 2001 lögðu átta manns af stað frá Isortoq á austurströnd Grænlands á gönguskíðum. Hópnum var skipt upp í tvo fjögurra manna hópa sem voru ekki í neinu sam- bandi við hvorn annan og heldur ekki við byggð meðan á leiðangr- inum stóð. Fjórum vikum síðar eftir 650 km göngu komu báðir hóp- arnir til Kangerlussuaq á austurströndinni. Fyrir leiðangurinn var hámarkssúrefnisupptaka, mjólkursýruþröskuldur, orkunýting, há- marksstyrkur hand- og fótleggjavöðva og þykkt fimm húðfellinga mæld. Sömu breytur voru síðan mældar aftur að loknum leiðangri. Niðurstöður: Meðalþyngd leiðangursmanna minnkaði tölfræðilega marktækt um 2,4 kg (p=0,04) en ekki var marktækur munur á milli hópanna tveggja. Hámarksstyrkur upphandleggsvöðva breyttist ekki marktækt (p=0,30) en styrkur lærvöðva minnkaði marktækt (p<0,0001). Einnig var minnkunin marktækt meiri í vöðvum vinstra læris en því hægra (p=0,007). Ekki varð marktæk breyting á meðaltals hámarks- súrefnisupptöku, mjólkursýruþröskuldi, orkunýtingu eða saman- lagðri þykkt fimm húðfellinga. Talsverður einstaklingsmunur kom í L/EKNABLAÐIÐ / FYLGIRIT 47 2002/88 27
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.