Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2007, Síða 23

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2007, Síða 23
ÁGRIP VEGGSPJALDA / VÍSINDI Á VORDÖGUM V 33 Arfgerðin C4B*Q0 eykur hættu á kransæðastíflu og tengdum dauðsföllum meðal þeirra sem reykja Guðmundur Jóliann Arason'. Judit Kramer2, Bernadett BlaskóLRagnhildur Kolka', Perla Þorbjörnsdóttir', Karolína Einarsdóttir', Aöalheiður Sigfúsdóttir1, Sigurður Þór Sigurðarson4, Garðar Sigurðsson4, Zsolt Rónai3, Zoltán Prohászka3, Mária Sasvári-Székely3, Sigurður Böðvarsson4, Guðmundur Þorgeirsson4, George Fiist3 'Rannsóknastofnun Landspítala, ónæmisdeild, 2Jahn Ferenc Hospital, Budapest, 3Semmelweis University, Búdapest,4lyfjadeild Landspítala garason@landspitali. is Inngangur: Magnakerfið er einn öflugasti bólgumiðill mannslíkamans. Tíðni arfgerðarinnar C4B*Q0 (ótjáð C4B úr magnakerfinu) minnkar með aldrinum í úrtaki heilbrigðra einstaklinga, og tengist aukinni áhættu á að fá hjartaáfall og/eða heilablóðfall. Reykingar eru áhættuþáttur fyrir kransæðasjúkdóm. Markmið: Kanna samband reykinga og C4B*Q0 í kransæða- sjúkdómi. Aðferðir: Skoðaðir voru 74 íslenskir sjúklingar með hjartaöng, 84 með innlögn vegna kransæðastíflu, 109 með fyrri sögu um slíkt og 382 heilbrigðir. Einnig 233 ungverskir sjúklingar með alvarlegan kransæðasjúkdóm og 274 heilbrigðir. Reykingasaga var tekin við komu, og fjöldi C4A og C4B gena metinn með prótínrafdrælti eða PCR. Niðurstöður: Tíðni C4B*Q0 var hækkuð í sjúklingum með hjartaöng (p=0,02) eða kransæðastíflu (p=0,001) eftir reykingar, og sama gilti um ungverska sjúklinga með alvarlegan kransæðasjúkdóm (P=0,023). Á meðal þeirra sem ekki reyktu var enginn munur milli sjúklinga og heilbrigðra. Á 66,5 mánaða eftirfylgjutíma voru líkur á dauðsföllum C4B*Q0-arfbera með hjartaáfall 7,78, óháð öðrum áhættuþáttum, og 85,7 á fyrstu sex mánuðunum. Styrkur creatin kinase í blóði (sem endurspeglar umfang hjartadreps) var hærri í þeim sem reyktu og voru með C4B*Q0 (p=0,0019) miðað við aðra sjúklinga. Aldurstengt brottfall C4B*Q0 sem áður hafði greinst í viðmiðunarhópi bæði á íslandi og í Ungverjalandi sást einungis meðal þeirra sem reyktu, og sást strax eftir fimmtugt. Ályktanir: C4B*Q0 arfgerðin stóreykur hættu reykingafólks á því að fá hjartaáfall og deyja úr því. V 34 Tengslreykinga,arfgerðarinnarC4B*Q0oglangvinnrar lungnateppu Guðmundur Jóliann Arason1, Karolína Einarsdóttir', Bryndís Benedikts- dóttir2, Þórarinn Gíslason2-3 'Rannsóknastofnun Landspítala, ónæmisfræðideild, 2læknadeild Hl, Mungnadeild Landspítala garason@landspital i. is Inngangur: Reykingar eru sameiginlegur áhættuþáttur þess að fá langvinna lungnateppu (LLT) og kransæðasjúkdóm, en þó er margt óljóst um einstaklingsbundna áhættuþætti og þróun meingerðar.Tíðni arfgerðarinnar C4B*Q0 (ótjáð C4B) minnkar eftir miðjan aldur meðal þeirra sem reykja. Ástæða þessara hlutfallslegu fækkunar C4B*Q0 arfbera eftir miðjan aldur hefur verið rakin til þess að þeir hafa auknar líkur á að fá hjarta- og heilaáföll. Markmið: Kanna samband C4B*Q0 við LLT. Aðferðir: Rannsóknarhópurinn var slembiúrtak íslendinga á höfuðborgarsvæðinu, 40 ára og eldri, sem tóku þátt í alþjóðlegri faraldsfræðirannsókn á algengi LLT (www.kpchr.org/boldcopd). Þátttakendur voru alls 758 (80% svörun). Langvinn lungnateppa var skilgreind skv. alþjóðaviðmiðun (www.goldcopd.org). Reyndust 131 (18%) með stig I af LLT eða hærra. Fjöldi C4A og C4B gena var metinn með prótínrafdrætti. Niðurstöður: Meðal 131 LLT sjúklinga voru 90 án sögu um hjarta- og/eða æðasjúkdóma. Þar af reyktu 28 en 26 höfðu aldrei reykt. Einstaklingar án LLT og kransæðasjúkdóms mynduðu viðmiðunarhóp, þar af reyktu 77 en 229 höfðu aldrei reykt. Búið er að greina 30% sýna og sýna þær niðurstöður að C4B*Q0 arfberar eru mun færri í hópi heilbrigðra sem eru eldri en 55 ára og reykja (p=0,08). Jafnframt sést að LLT sjúklingar sem reykja eftir 55 ára aldur eru oftar arfberar C4B*Q0 (14%) en viðmiðunarhópur (0%), sem styður tilgátu um að C4B*Q0 auki áhættu reykingafólks á að fá LLT (p=0,05). Alyktanir: Frumniðurstöður okkar samrýmast tilgátu um að C4B*Q0 auki áhættu reykingafólks á að greinasl með LLT. Stærð þýðis okkar mun jafnframt veita möguleika á að skoða samspilið við hjarta- og æðasjúkdóma ásamt sykursýki. V 35 Þáttur IgA og komplementa í meingerð IgA nýrna- meins Ragnhildur Kolka, Sverrir Harðarson, Magnús Böðvarsson, Sigrún Laufey Sigurðardóttir, Helgi Valdimarsson, Þorbjörn Jónsson Ónæmisfræðideild, meinafræðideild, lyflækningadeild, blóðbankinn. Landspítala ragnhk@landspitali. is Inngangur: IgA nýrnamein (IgA-N) einkennist af útfellingum á IgA innihaldanadi ónæmisfléttum (IgA-IC) í nýrnagauklum. Þessar útfellingar valda bólgu og starfsemisskerðingu, og í sumum tilvikum nýrnabilun. Komplementþættir sem tilheyra bæði styttri ferlinum (alternative pathway, AP) og lektínferlinum, svo sem mannan bindilektín (MBL), C3 og C4, finnast alloft í þessum útfellingum. Því hefur verið haldið fram að þessar ónæmisútfellingar geti stafað af gallaðri sykrun (glycosylation) á IgA, sem leiði til skertrar hreinsunar á IgA-IC. Markmið: Að meta magn og virkni lektínferilsins, ýmissa komplementþátta og IgA-IC og hjá sjúklingum með IgA nýrnamein. Einnig að rannsaka sykrun á IgAl sameindum með tilliti til galla og athuga hvort slíkir gallar tengist vanstarfsemi í komplementkerfinu, einkum lektinferlinu. Aðferðir: 1) Sjúklingar og sýni. Blóðsýnum, bæði sermi og EDTA blóði, var safnað úr 49 sjúklingum með IgA nýrnamein. Til samanburðar voru tekin blóðsýni úr 41 heilbrigðum einstaklingi. 2) Mælingar. Gigtarþættir og magn og virkni lektínferilspróteina var mælt með ELISA aðferð. IgA-IC og C3d var mælt með ELISA aðferð eftir PEG útfellingu. Heildarmagn IgA var mælt sem ónæmisútfelling í agarose gel og C4 arfgerðir ákvarðaðar með HVAG rafdrætti. Niðurstöður: Verulega hækkun var á IgA-IC og C3 ræsiafurð (C3d). IgA var ennfremur yfir viðmiðunarmörkum hjá 6 Læknablaðið/fylgirit 54 2007/93 23

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.