Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2007, Page 27

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2007, Page 27
ÁGRIP VEGGSPJALDA / VÍSINDI Á VORDÖGUM V 44 Samanburður á kransæðahjáveituaðgerðum fram- kvæmdum á sláandi hjarta og með aðstoð hjarta- og lungnavélar Manni's Sigurjónsson1-2, Bjarni Torfason21-, Bjarni G. Viöarsson2, Tómas Guðbjartsson22 Læknadeild HF, hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala2 hanness@hi.is Inngangur: Kransæðahjáveituaðgerðir eru yfirleitt framkvæmdar með aðstoð hjarta- og lungnavélar og hjartað stöðvað í aðgerðinni (CABG). Á síðastliðnum árum er í vaxandi mæli farið að framkvæma þessar aðgerðir á sláandi hjarta (OPCAB), þ.e. án hjarta og lungnavélar. Þar með er reynt að koma í veg fyrir fylgikvilla sem rekja má til hjarta- og lungnavélarinnar. Hins vegar er aðgerð á sláandi hjarta tæknilega erfiðari og ekki eru allir á einu máli hvort slík aðgerð sé betri kostur en hefðbundin kransæðahjáveituaðgerð. Markmið þessarar rannsóknar er að bera saman árangur þessara aðgerðategunda, aðallega með tilliti til fylgikvilla og skurðdauða. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er afturskyggn og nær til allra sjúklinga sem gengust undir kransæðahjáveituaðgerð á íslandi frá júní 2002 til júní 2004. Sjúklingum sern gengust undir kransæðahjáveitu samtímis annarri hjartaaðgerð (t.d. lokuaðgerð) var sleppt. Sjúklingunum var skipt í tvo hópa, CABG-hóp (n=150) og OPCAB-hóp (n=53), þar með taldir þrír sjúklingar sem snúið var í hefðbundna aðgerð. Hóparnir voru bornir saman með tilliti til ábendinga fyrir aðgerð, áhættuþátta, Euroscore og fjölda æðatenginga. Einnig var lagt mat á árangur aðgerðanna, t.d. aðgerðartíma, fylgikvilla, legutíma og skurðdauða. Niðurstöður: Niðurstöður eru sýndar í töflu 1. Sjúklingahóparnir voru mjög sambærilegir, t.d. hvað varðar aldur, einkenni, NYHA-flokkun, Euroscore, útbreiðslu kransæðasjúkdóms, útstreymisbrot hjarta (EF) og fjöldi æðatenginga. Aðgerðir á sláandi hjarta tóku heldur lengri tíma en hefðbundin aðgerð og blæðing í þeim var marktækt meiri. Tilhneiging sást til aukinna fylgikvilla eins og hjartadreps og gáttatifs/flökts eftir hefðbundna aðgerð en munurinn var ekki marktækur. Aftöppun fleiðruvökva var hins vegar marktækt algengari eftir hefðbundna aðgerð en tíðni heilablóðfalls sambærileg. Miðgildi legutíma á gjörgæslu var einn dagur hjá báðum hópum en heildarlegutími var einum degi lengri eftir hefðbundna aðgerð. Sjö sjúklingar Iétust innan 30 daga eftir hefðbundna aðgerð en enginn eftir aðgerð á sláandi hjarta (p<0,ll). Ályktun: Árangur kransæðahjáveituaðgerða er góður hér á landi og dánartíðni er lægri en Euroscore áhættulíkanið gerir ráð fyrir. Niðurstöður okkar benda til að fylgikvillar eftir aðgerðir á sláandi hjarta geti verið ívíð fátíðari en eftir hefðbundna aðgerð. Aðgerðir á sláandi hjarta taka þó lengri tíma og blæðing er heldur meiri. Aðgerðir á sláandi hjarta er hægt að framkvæma með góðum árangri hjá mikið veikurn sjúklingum með alvarlegan kransæðasjúkdónt. Tafla 1 Gefinn er upp fjöldi og % í sviga OPCAB (n = 52) CABG (n = 150) p-gildi Meðalaldur, ár 66,9 67,0 óm NYHA III + IV 33 (64) 89 (62) óm Euroscore 5,2 5,2 óm EF < 30% 5(10) 11(7) óm Óstöðug hjartaöng 23 (43) 56(37) óm Vinstri höfuðstofnsþrengsli 19 (36) 47(31) óm Aðgerðarttmi, mín (bil) 215 (85-460) 188 (110-365) <0,01 Fjöldi æðatenginga 3,4 3,3 óm Hjartadrep eftir aðgerð 5(10) 23 (15) óm Heilablóðfall 1(2) 3(2) óm Blæðing (meðaltal í ml) 1042 842 <0,01 Enduraögerð v. blasðingar 1(2) 12 (8) óm Gáttatif/flökt 22 (42) 85 (57) 0,07 Aftöppun fleiðruvökva 4(8) 27 (18) 0,04 Lungnabólga 2(4) 8(5) óm Skurösárasýking (húð, miömæti) 6(11) 18 (12) óm Æðavirk lyf í aðgerð 8(15) 54(36) 0,004 Legutími á gjörgæslu, (miðgildi, bil) 1 (1-10)) 1 (1-23) óm Heildarlegutími, (miðgildi, bil) 10 (6-42) 11 (6-96) óm Skurðdauði (< 30 d.) 0(0) 7(4,7) 0,11 óm = ómarktækt, EF = Ejections fractio ,NYHA = New York Heart Association V 45 Nauðsynleg nákvæmni geislaferilsgagna við útreikn- ing meðferðarskammta Gylfi Páll Hersir, María Marteinsdóttir, Garðar Mýrdal Geislaeðlisfræðideild Landspítala gardar@landspitali.is Inngangur: Algengustu tegundir geislunar sem nýttar eru til meðferðar í læknisfræði eru ljóseinda-, rafeinda- og róteindageislun. Þær hegða sér hver á sinn máta og eru því nýttar við mismunandi aðstæður til geislalækninga krabbameins. Allar þessar tegundir geislunar víxlverka við efniseindir og gefa frá sér orku með því að gefa rafeindum hreyfiorku, sem síðan leiðir til efnafræðilegra breytinga í efninu og þar af leiðandi líffræðilega verkun. Nýlega var tekið í notkun nýtt geislaáætlunarkerfi við Geislaeðlisfræðideild Landspítalans, MasterPlan-kerfið. Sem liður í því voru mæld geislaferilsgögn línuhraðlanna tveggja sem notaðir eru við geislalækningar í K-byggingu Landspítala. Annar línuhraðallinn sendir frá sér ljóseindageislun með orkunni 6 MV og hinn ljóseindageislun með orkunni 6 og 18 MV og rafeindageislun með orku 6, 9,12, 16 og 20 MeV. Geislaferilsgögn eru mæld í lofti og í vatni og úr þeim unnar skrár sem verða hluti af hugbúnaði MasterPlan- kerfisins við deildina. Markmið: Nákvæmni geislaáætlunarkerfisins grundvallast á að Læknablaðið/fylgirit 54 2007/93 27

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.