Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2007, Síða 28

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2007, Síða 28
ÁGRIP VEGGSPJALDA / VÍSINDI Á VORDÖGUM geislaferilsgögnin hafi verið mæld rétt. Mikilvægt er að beita ólíkum aðferðum til að fullvissa sig urn þessi gögn séu rétt. Við Geislaeðlisfræðideildina hefur verið lögð sérstök áhersla á þetta verkefni. Aðferðir:Tvennt var gert. Annars vegar voru teknar sneiðmyndir af fantómi með mismunandi þéttleika efnis, gerð geislaáætlun fyrir það með MasterPlan kerfinu og kerfið látið reikna út geislaskammta í ákveðnum punktum miðað við ákveðinn geislaskammt í snúningsmiðju. Síðan var geislað með ljóseindum á fantómið og geislaskammtar mældir með jónunarhylki á sömu stöðum. Reiknaðar niðurstöður voru bornar saman við mældar. Hins vegar var búið til í MasterPlan-kerfinu rétthyrnt líkan með efnisþéttleikann 1,0 líkt og vatn, gerð geislaáætlun fyrir líkanið og reiknaðir geislaskammtar eftir láréttum línum á mismunandi dýpi miðað við ákveðinn geislaskammt í snúningsmiðju. Geislað var með ljóseindum og rafeindum á vatnsker og geislaskammtar mældir með jónunarhylkjum eftir sömu línum. Reiknaðir ferlar og mældir voru bornir saman Niðurstöður: f ljós kom að samræmi milli reiknaðra og mældra geislaskammta var gott. Alyktun: Sýnt hefur verið fram á útreiknaðir geislaskammtar með MasterPlan-kerfinu á mismunandi stöðum á fantómi og í vatni eru í góðu samræmi við mæld gildi. V 46 Meðferð sýkts ósæðarskeifugarnarfistils - sjúkra- tilfelli Jóhann Páll Ingimarsson, Guðmundur Daníelsson Skurðsviði Landspítala johannpa@landspitali. is Inngangur: Ósæðagarnafistlar er sjaldgæfir en alvarlegir fylgikvillar aðgerða vegna ósæðagúls. Einkenni eru oft á tíðum lítil í byrjun, oft endurteknar blæðingar frá meltingarfærum og/eða hitavella en geta líka greinst sem lífshættuleg. Mikilvægt er að hafa þetta í huga hjá öllum sjúklingum með blæðingu frá meltingarvegi sem hafa sögu um aðgerðir á slagæðum í kvið. Tíðni þeirra er talin um 1% og er nokkuð algengari þegar um bráðaaðgerð hefur verið að ræða vegna ósæðarofs. Stærstur hluti þeirra er talinn hafa orsakast af „lág-virulent“ bakteríum sem colonisera graftinn og valda fistilmyndun á löngum tíma. Mörgum skurðaðgerðum hefur verið lýst við meðhöndlun slíkra fistla. Hafa flestar háa tíðni aðgerðatengds dauða og fylgikvillar eftir aðgerð eru algengir. Umdeilt er hvaða meðferð beri að veita. Aðferðir: Lýst er tilfelli um sýktan ósæðaskeifugarnarfistil samkvæmt upplýsingum úr sjúkraskrá og aðgerðarlýsingum. Niðurstöður: 75 ára karlmaður, með fyrri sögu um Bilroth I aðgerð á maga, leitar á bráðamóttöku vegna kviðverkja og reynist vera með brátt ósæðargúlsrof í kviðarholi. Fór í bráða aðgerð þar sem lagður var inn graftur og gekk aðgerð vel. Gangur eftir aðgerð markverður fyrir þvagfærasýkingu og langvinnan niðurgang. Greinist tveimur árum síðar með blóðugan niðurgang. Illa gengur að greina blæðingarstað þrátt fyrir endurteknar speglanir. Tölvusneiðmynd af kvið sýnir skeifugörn lóðaða að ósæðargrafti og samgangur þar á milli. Sjúklingur var óstöðugur í lífsmörkum, hafði blætt umtalsvert 28 Læknablaðið/fyloirit 54 2007/93 síðustu daga og þurft endurteknar blóðgjafir. Því er lagður inn „endoluminal“ ósæðargraftur í náraþræðingu frá nýrnaslagæðum og að hægri interna iliaca æð. Blæðingin stöðvast. Grunur um langvarandi sýkingu í fistlinum og sjúklingur settur á ævilanga sýklalyfjameðferð. Var almennt slappur og hafði lést mikið á síðustu mánuðum og honunt því ekki treyst í stærri aðgerðir. Sjö mánuðum síðar með kviðverki og stöku blóðug uppköst. Við magaspeglun sést sár í skeifugörn og í botni sársins sést í graftinn. Lagður axillo-bifemoral graftur og eldri graftur í kvið fjarlægður. Frá þeim grafti ræktast E. coli með beta- lactam ónæmi, E. sakazakii (fjölónæmur) og C. albicans. Fær sárasýkingu og graftarkýli undir húð eftir aðgerð. Skánar af viðeigandi sýklalyfjum. Fimm mánuðum eftir aðgerðina greinist hann með erosion frá axillo-bifemoralgrafti út á húð, þó ekki nein merki um sýkingu. Lagður er rectus abdominis flipi yfir graftinn og sárinu lokað. Hefur verið einkennalaus síðan og verið að þyngjast og líður almennt vel. Umræður: Fylgikvillar í formi fistilmyndunar eftir aðgerð vegna ósæðargúlsrofs eru langvarandi og þarfnast flókinna inngripa, og umræðna er þörf um best inngrip hverju sinni. V 47 Notkun faktors Vlla við meiriháttar blæðingar í hjartaskurðaðgerðum - fyrsta reynsla af Landspítala Jóhann Páll Ingiinarsson* 1. Felix Valsson2, Brynjar Viöarsson3, Bjarni Torfason'.Tómas Guðbjartsson' 'Hjarta- og lungnaskurðdeild, 2gjörgæslu- og svæfingadeild, 3blóðmeina- fræðideild Landspítala, læknadeild HÍ johannpa@landspita!i. is Inngangur: Meiriháttar blæðingar eru þekktir fylgikvillar opinna hjartaaðgerða. Storkuhvetjandi lyf og blóðhlutar eru gefin til að stöðva blæðingu, en dugar þó ekki alltaf og dánarhlutfall er hátt. Recombinant factor Vlla (rjVIIa), sem ætlað er sjúklingum með blæðingarsjúkdóma hefur verið reynt við slíkar blæðingar, oft með góðum árangri. Lítið er skráð um virkni lyfsins við blæðingar í hjartaaðgerðum. Markmið þessarar afturvirku rannsóknar var að kanna árangur meðferðar með rFVIIa á Landspítala í slíkum aðgerðum. Efniviður og aöferðir: Frá júní 2003 til febrúar 2006 hafa 10 sjúklingar fengið rFVIIa vegna meiriháttar blæðinga tengdum hjartaaðgerðum á Landspítala. Upplýsingum var safnað úr sjúkraskrám og aðgerðarlýsingum. Niðurstöður: Algengustu aðgerðirnar voru ósæðarlokuskipti með eða án kransæðarhjáveitu. Meðalaldur sjúklinganna var 66 ár (36-82) og voru allir í NYHA-flokki III eða IV. Tímalengd aðgerðanna var 673 mínútur (475-932). Sjúklingar fengu að meðaltali 17 einingar af rauðkornaþykkni í aðgerð (5-61) auk blóðs úr hjarta- og lungnavél. Hjá níu sjúklingum náðist að stöðva. Þrír þurftu þó í enduraðgerð vegna blæðinga, þar af einn sjúklingur í tvær. Blæðingartími (APTT og PT) styttist rnjög við gjöf rFVIIa. Fimm sjúklingar létust. Einn lést úr óstöðvandi blæðingu í aðgerð. Annar dó úr blóðtappa í heila og í lungum. Aðrar orsakir voru hjartadrep, fjölkerfabilun og blóðstorkusótt. Ályktun: Hár aldur, alvarlegur hjartasjúkdóntur og langar

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.