Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2007, Síða 31

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2007, Síða 31
ÁGRIP VEGGSPJ ALDA / VÍSINDI Á VORDÖGUM V 52 Sláandi hjartavöðvafrumur ræktaðar út frá ósér- hæfðum stofnfrumum úr músafósturvísi hafa virkjaða BMP- boðleið Sæmundur J. Oddsson1-2, Eirikur Steingrímsson1, Guörún Valdimarsdóttir' ‘Lífefna- og sameindalíffræðistofa, HÍ. 2læknadeild H1 saemiodds@hotmail. com Inngangur: Margir binda vonir við að hægt verði að nýta stofnfrumur úr fósturvísum til lækninga á ýmsum vefjarýrnunarsjúkdómum. Grunnhugmyndin er að láta stofnfrumur sérhæfast í þann starfhæfa vef sem skortir sem yrði síðan græddur í viðkomandi sjúkling. Valið á milli þess hvort stofnfruma endurnýi sig eða sérhæfi í ákveðnar frumutegundir er ákvarðað af ýmsum vaxtarþáttum, þekktum og óþekktum. Sýnt hefur verið að meðlimir TGF-beta stórfjölskyldunnar, t.d. BMP-boðleiðin, leika stórt hlutverk í fósturþroskun og því líklegt að vaxtarþættir fjölskyldunnar taki þátt í örlögum stofnfruma. Markmið: Markmið rannsóknarinnar var að kanna virkni BMP- boðleiðarinnar í sérhæfingu stofnfruma úr fósturvísum músa í hjartavöðvafrumur (cardiomyocytes). Aðferðir: Stofnfrumur úr músafósturvísi voru meðhöndlaðar með mismunandi vaxtarþáttum (TGF-, Bmp4, Activin-a) ásamt skilyrtu æti og sláandi hjartavöðvafrumur fengnar fram með myndun frumuflóka (embryoid body). Notast var við flúrljómandi tvímerkingu á próteinum BMP-boðleiðarinnar annars vegar og á próteinum sem stjórna endurnýjun/sérhæfingu stofnfrumna hins vegar. Greining frumusýna fór fram í Confocal leysismásjá. Niðurstöður: Alls voru útbúnir 108 frumuflókar og hver litun var endurtekin að minnsta kosti í þrígang á rannsóknartímabilinu. 1 rannsókninni kom fram samtímis fram tjáning á próteinum BMP-boðleiðarinnar (Id-1) og viðtæki sem er er einungis á hjartavöðvafrumum (a-actinin). Ályktun: Mótefnalitanir gefa til kynna að BMP-boðleiðin sé virkjuð í ferlinu þegar ósérhæfð stofnfruma úr fósturvísi verður að sláandi hjartavöðvafrumu. V 53 Lungnameinvörp við greiningu nýrnafrumukrabba- meins - hverjir gætu hugsanlega haft gagn að brottnámi meinvarpa? Sxniundur J. Oddsson'-, Sverrir Haröarson3, Vigdís Pétursdóttir3, Eiríkur Jónsson1 J, Guðmundur V. EinarssonJ,Tómas Guðbjartsson 21 ‘Læknadeild HÍ,2hjarta- oglungnaskurðdeild,3rannsóknarstofu Landspítala í meinafræði, Jþvagfæraskurðdeild Landspítala saemiodds@hotmail. com Inngangur: Nýgengi nýrnafrumukrabbameins er með því hæsta í heiminunr á íslandi og árlega greinast í kringum 30 tilfelli hér á landi. Einkenni eru oft lúmsk sem sést best á því að allt að þriðjungur sjúklinga greinist með útbreiddan sjúkdóm þar sem lungnameinvörp eru algengust. Nýlegar rannsóknir hafa sýnt að brottnám lungnameinvarpa hjá völdum hópi sjúklinga getur bætt lífshorfur umtalsvert. Hefur verið lýst allt að 49% fimm ára lifun hjá sjúklingum með skurðtækt stakt lungnameinvarp og þar sem langur tími hefur liðið frá greiningu frumæxlisins. Tilgangur rannsóknarinnar var að athuga fjölda sjúklinga með lungnameinvörp við greiningu nýrnafrumukrabbameins og reyna að leggja mat á hversu margir sjúklingar gætu hugsanlega haft gagn af brottnámi slíkra meinvarpa. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er afturskyggn og er hluti af stærri rannsókn á nýrnafrumukrabbameini á íslandi sem nær til allra sjúklinga sem greindust á lífi 1971-2000, samtals 701 sjúklings. Upplýsingar voru fengnar úr sjúkraskrám, krabbameinsskrá KÍ auk gagnagrunns rannsóknarstofu Landspítala í meinafræði. Kannað var hversu margir greindust með meinvörp í lungum og var miðað við þrjá mánuði frá greiningu nýrnafrumukrabbameinsins. Síðan var athugað hvort um önnur meinvörp var að ræða og hvernig dreifing þeirra var í lungum, einnig hvort um stök lungnameinvörp var að ræða. Loks var kannað hversu margir þessara sjúklinga hefðu farið í brottnám á lungnameinvarpi frá 1984-2000. Æxlin voru stiguð skv. TNM-stigunarkerfi. Reiknaðar voru lífshorfur sjúklinga með lungnameinvörp og þær bornar saman við aðra sjúklinga með meinvörp nýrnafrunrukrabbameins. Niðurstöður: Alls greindust 130 sjúklingar með lungnameinvörp, sem er 18,5% nýrnafrumukrabbameinssjúklinga sem greindust 1971-2000. Af þeim reyndust 73 með nreinvörp annars staðar, oftast í lifur, beinum og heila. Einnig reyndust 44 sjúklingar hafa eitilmeinvörp. Hjá 56 sjúklingum voru meinvörp eingöngu bundin við lungu og greindust átta þeirra (14%) fyrir tilviljun. Stærð upprunalega nýrnaæxlisins var að meðtaltali 93 mm (bil 30-189). Hægt var að stiga 38 af þessum 56 sjúklingum og reyndust 6 sjúklingar á stigi Tl, 5 á T2, 6 á T3a og 15 á T3b. Á stigi T4 voru alls sex sjúklingar. Nákvæmar upplýsingar um lungnameinvörp fengust hjá 36 sjúklingum. Af þeim greindust 28 (78%) með fleiri en eitt meinvarp og 17 (47%) með meinvörp í báðum lungum. Af átta sjúklingum með stakt lungnameinvarp voru sex karlar og tvær konur og meðalaldur við greiningu var 63 ár. Á tímabilinu 1984-2000 greindust 39 sjúklingar með lungnameinvarp innan 3ja mánaðar frá greiningu nýrnafrumukrabbameins í nýra. Aðeins einn þeirra gekkst undir brottnám meinvarpsins. Ályktun: Lungnameinvörp greinast hjá tæplega fimmtungi sjúklinga með nýrnafrumukrabbamein. Stór hluti þessara meinvarpa (44%) er eingöngu bundinn við lungu, og 22% þeirra eru stök. Ef hafðar eru til hliðsjónar niðurstöður nýlegra erlendra rannsókna er ljóst að brottnám lungnameinvarpa getur komið til greina hjá ákveðnum hluta síðastnefndu sjúklinganna. Tiltölulega fáir þessara sjúklinga hefur farið í slíka aðgerð hér á landi. í þessu samhengi er þó rétt að hafa í huga þessi rannsókn nær 35 ár aftur í tímann og að gagnsemi þessara aðgerða er tiltölulega nýlega komin í ljós. Læknablaðið/fylgirit 54 2007/93

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.