Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2007, Qupperneq 38

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2007, Qupperneq 38
ÁGRIP VEGGSPJALDA / VÍSINDI Á VORDÖGUM V 66 BNP-mælingar til að ákvarða meðferðarlengd á ECMO-dælu. - Sjúkratilfelli af 27 ára karlmanni með svæsna hjartaþelsbólgu og hjartabilun Einar t>ór Bogason', Bjarni Torfason1-3, Tómas Guðbjartsson1-3, Felix Valsson2 ‘Hjarta- og lungnaskurðdeild og 2svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala, 3læknadeild HÍ einarlhb@gmail. com Inngangur: BNP (brain natriuretic peptide) er hormón sem er losnar úr sleglum hjartans við þan á hjartavöðvafrumum og hefur hækkað gildi á BNP sýnt sterka fylgni við hjartabilun. Einnig hefur nýleg rannsókn bent til fylgni hækkaðs BNP gildis og lakari árangurs eftir hjartaskurðaðgerð. Lýst er tilfelli af svæsinni hjartaþelsbólgu þar sem beita þurfti ECMO-dælu (extra-corporeal membrane oxygenation) eftir ósæðarrótarskipti. Sýnt er fram á fylgni milli BNP-mælinga, hjartabilunar og meðferð með ECMO-dælu. Tilfelli: 27 ára karlmaður með tvíblaða ósæðarloku var lagður inn á gjörgæsludeild Landspítala með nokkra daga sögu um bakverk og háan hita. Ómskoðun sýndi ígerð í ósæðarrótinni með lokuhrúður á lokublöðum auk alvarlegs lokuleka. Streptococcus mitis ræktaðist úr blóði og var hafin meðferð með sýklalyfjum. Sólarhring síðar var gerð bráðaaðgerð vegna skyndilegrar öndunar- og hjartabilunar auk losts. Par kom í ljós tætt óæðarloka með stórri ígerð í ósæðarrótinni sem teygði sig niður á míturlokuna auk fistils inn í vinstri gátt. Skipt var um ósæðarrótina með tilfærslu á kransæðum og notast við lífræna ósæðaarloku án grindar (Freestyle®). Aðgerðin var tæknilega erfið og tók rúmar 10 klukkustundir (vélartími: 382 mínútur, tangartími:273 mínútur). Leggja þurfti bæði ósæðardælu (IABP, intra-aortic balloon pump) og ECMO-dælu sem var veitt úr hægri gátt í lærisslagæð til að halda uppi súrefnismettun og blóðþrýstingi. Gera þurfti enduraðgerð til blóðstillingar sama sólarhring. Blæðing var veruleg og fékk hann samtals í aðgerð 50 einingar af plasma, 37 einingar af rauðkornaþykkni og 11 einingar af blóðflögum. Ástand sjúklings var mjög tvísýnt næstu daga en fór svo hægt batnandi. Sjö dögum frá aðgerð var hægt að fjarlægja ECMO-dælu og tveimur dögum síðar ósæðardælu. Viku síðar var hann tekinn úr öndunarvél og rúmum mánuði frá aðgerð útskrifaður heim. í legunni voru gerðar endurteknar BNP mælingar sem sýndar eru á mynd 1. í ljós kom fylgni BNP- mælinga við annnars vegar hjartabilunareinkenni sjúklings og hins vegar hvenær ECMO-meðferð var hafin og henni hætt. Hins vegar hafði lítil áhrif á BNP þegar ósæðardæla var fjarlægð. Tveimur mánuðum frá aðgerð voru BNP-gildi nánast eðlileg. Ályktun: Geysilega hátt BNP fyrir aðgerð samrýmdist mikilli hjartabilun sjúklings. Við minnkað álag á hjartað með notkun ECMO-dælu lækkaði styrkur BNP verulega sem og hjartabilunareinkenni. Þegar ECMO-dælan var fjarlægð og álag á hjartað jókst á ný hækkaði styrkur BNP aftur. Pessar niðurstöður gætu bent til þess að nota megi styrk BNP sem bæði viðmið um virkni og meðferðarlengd með ECMO-dælu. Þar sem um einstakt tilfelli er að ræða er ljóst að frekari rannsókna er þörf. Mynd 1 Styrkur BNP Dagar frá aðgerð V 67 Vélindaómskoðanir svæfingalækna við hjartaskurð- aðgerðir - greina nýjar upplýsingar sem geta haft áhrif á aðgerðina Guðmundur Klemenzson1, Felix Valsson', Gunnar S. Armannsson1, Hildur Tómasdóttir1, Hjörtur Sigurðsson1, Ivar Gunnarsson1, Kári Hreinsson1, Bjarni Torfason2 ‘Svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala, 2hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala klemenzs@landspitali. is Inngangur: Til að fá sem bestar upplýsingar um ástand hjarta sjúklinga sem fara í opnar hjartaaðgerðir eru þeir rannsakaðir með hjartaþræðingu og oft einnig með hjartaómun fyrir aðgerð. Á síðustu árum hafa hjartasvæfingalæknar farið að nota vélindaómskoðanir (TEE- Trans esophageal echo) sem vöktunar og greiningartæki við hjartaaðgerðir á Landspítala. Tilgangur þessarar framsýnu rannsóknar var að kanna hversu oft nýjar upplýsingar koma fram og hve oft þær leiða til breytinga á fyrirhugaðri aðgerð. Aðferðir: Á tveggja ára tímabili, frá mars 2005 til mars 2007, voru allir sjúklingar sem fóru í opnar hjartaskurðaðgerðir á Landspítala vaktaðir með vélindaómun af svæfingalækni meðan á hjartaaðgerð stóð. Niðurstöður: Alls var 401 sjúklingur ómaður. Skipting aðgerða: - Kransœðaaðgerð (CABG) á hjarta- og lungnavél (HLV): 207 (einn með mazeaðgerð) - Kransœðaaðgerð á sláandi hjarta (OPCAB): 66 (einn með mazeaðgerð) - Ósœðarlokuskipti + CABG: 47 (þrír með mazeaðgerð) - Ósœðarlokuskipti: 39 (tveir með mazeaðgerð) - Aðrar loku- og hjartaðgerðir: 42 (þrír með mazeaðgerð) Áður óþekktar upplýsingar um ástand sjúklings fundust í 114 ómunum (28,4%), þar af í 95 fyrir aðgerð og í 19 eftir aðgerð. Þessar nýju upplýsingar leiddu til breytingar á aðgerð eða meðferð í 41 sjúklingi (10,2%). Samantekt: í rúmlega fjórðungi sjúklinga sem koma til hjartaaðgerðar á Landspítala uppgötvast áður óþekktar upplýsingar, ellegar ástand sjúklings skýrist með hjálp vélindaómunar. Þetta er heldur hærra hlutfall en í uppgjörum frá 38 Læknablaðið/fylgirit 54 2007/93 I

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.