Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2007, Síða 42

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2007, Síða 42
ÁGRIP VEGGSPJALDA / VÍSINDI Á VORDÖGUM Aðferðir: Aftursæ rannsókn var gerð á sjúkraskýrslum allra sem lögðust inn á gjörgæsludeildir árið 2004. Þeir sjúklingar sem höfðu skilmerki svæsin sýklasótt og sýklasóttarlost voru greindir. Upplýsingum var safnað um ástand við innlögn (APACHE, SAPS), líffærabilanir (SOFA), umfang meðferðar (NEMS) og tegund sýkingar. Dvalartími á gjörgæslu og spítala ásamt dánartíðni á gjörgæslu, eftir 28 daga og sex mánuði voru könnuð. Niðurstöður: Á árinu lögðust 1325 sjúklingar á gjörgæsludeildir Landspítala (meðalaldur 58 ár, APACHE 11, SAPS 38, meðallegutími þrír dagar og dánartíðni 8%). Af þeim reyndust 75 (5,7%) hafa svæsna sýklasótt (20) eða sýklasóttarlost (55). Meðalaldur var 65±14 ár, APACHE 26±9, SAPS 50±18, SOFA 9±3 og NEMS 43±14. Meðaldvöl á gjörgæslu var 9,3±13 dagar og á spítala 29±34 dagar. Dánartíðni á gjörgæslu var 21%, eftir 28 daga 28% og eftir sex mánuði 43%. Þau líffærakerfi sem oftast biluðu voru öndunarfæri (84%) ásamt blóðrás (71%). 87% voru með sýklasótt við innlögn en 13% fengu sýklasótt meðan á gjörgæsludvöl stóð. Algengasta orsök sýkingar var lungnabólga (44%). Gram jákvæðar bakteríur voru sýkingarvaldurinn hjá 63% og gram neikvæðar hjá 36%. Blóðræktanir voru jákvæðar í 45% tilfella. Umræða: Dánartíðni af völdum sýklasóttar á gjörgæsludeildum Landspítala árið 2004 er há (21%) í samanburði við alla þá sem vistast á gjörgæslu (8%). Þessar niðurstöður eru sambærilegar eða heldur lægri en aðrar nýlegar rannsóknir. Ályktun: Sýklasótt er algengt vandamál á gjörgæsludeildum Landspítala og er dánarorsök hjá tugum sjúklinga á ári. Árangur af meðferð er þó sambærilegur við það sem best gerist í vestrænum löndum. V 76 Vökvagjöf við skurðaðgerðir: áhrif á súrefnisþrýsting í kviðarholslíffærum Gísli H. Sigurðsson', Luzius B Hiltebrand2, Andrea Kurz2, 'Svæfinga og gjörgæsludeild, Landspítala, læknadeild, HI, 2Department of Anaesthesia, Inselspital University Hospital Bern, Sviss gislihs@landspitali.is Inngangur: Ófullnægjandi blóðflæði og súrefnisþrýstingur í görnumgeturleitttilalvarlegraaukakvillaeftirkviðarholsaðgerðir. Við könnuðum áhrif mismunandi vökvagjafar á súrefnisþrýsting í görnum við kviðarholsaðgerðir. Aðferðir: 27 svín voru svæfð, lögð í öndunarvél og skipt í þrjá hópa (n=9 í hverjum). Hópur A fékk 3 ml/kg/klst, B 7 ml/kg/klst og C 20 ml/kg/klst af Ringer lausn í æð. Auk þess fengu öll svínin ýmist 30% eða 100% innandað súrefni fyrst og síðar öfugt. Hjartaútfall var mælt með „thermodilution" og súrefnisþrýstingur í vefjum með „microoxymetry“ (Licox) í smáþörmum, ristli og í undirhúðarfilu. Niðurstöður: Blóðþrýstingur (MAP) og hjartaútfall (CO) voru áþekk í hópum A og B en í hópi C voru MAP, CO og undirhúðarsúrefnismettun marktækt hærri en í hinum hópunum. Súrefnisþrýstingur í smáþörmum og ristli var áþekkur í öllum hópunum, þrátt fyrir lægri fylliþrýsting, lægra CO og minni þvagútskilnað í hópum A og B. Umræða: Mismunandi vökvamagn sem hóparnir þrír fengu meðan á aðgerð stóð virðist ekki hafa haft áhrif á súrefnisþrýsting í smáþörmum og ristli. Þessar niðurstöður benda til að „autoregulation“ á blóðflæði garna sé mjög virkt í heilbrigðum einstaklingum sem undirgangast kviðarholsaðgerðir. V 77 Lostástand veldur verulegum breytingum á smáæða- blóðflæði í þörmum. Möguleg orsök þarmalömunar hjá bráðveikum sjúklingum Gísli H. Sigurðsson', Vladimir Krejci2, Luzius Hiltebrand2 'Svæfinga- og gjörgæsludeild, Landspítala, læknadeild HI, 2Department of Anesthesiology, Inselspital University Hospital, Bern, Sviss gislihs@landspitali. is Inngangur: Það er þekkt samband milli slímhúðarskaða í meltingarvegi (gut-mucosa-barrier injury), fjöllíffærabilunar og dauða hjá bráðveikum gjörgæslusjúklingum. Lítið er vitað um dreifingu á blóðflæði innan mismunandi svæða í þörmunum þegar súrefnisupptaka verður háð flæði. Markmið þessarar rannsóknar var að mæla dreifingu á smáæðablóðflæði (microcirculatory blood flow, MBF) í mismunandi lögum þarmaveggsins og mismunandi hlutum meltingarvegsins. Efniviður og aðferðir: Hjartaútfall (CI), svæðisblóðflæði (mesenteric artery flow; SMA) og smáæðablóðflæði voru mæld í 11 svínum sem voru meðhöndluð eins og sjúklingar á gj örgæsludeild. MBF var mælt með fj ölrása smáæðablóðflæðimæli (multichannel laser Doppler flowmeter system, LDF) í maga, smáþarma- og ristilslímhúð svo og mótsvarandi vöðvalagi (muscularis). Sýklasóttarlost (septic shock) var framkallað með því að dreifa ristilinnihaldi um kviðarholið. Eftir 240 mínútur var gefið ríkulegt ntagn af vökva í æð til að breyta „hypodynamisku“ lostástandi yfir í „hyperdynamist“ sýklasóttarlost. Helstu niðurstöður: Fyrstu 240 mínútur (hypodyanmist lost) minnkaði CI, SMA og MBF í magaslímhúð um helming meðan MBF í smáþarma- og ristilslímhúð var óbreytt. I vöðvalagi smáþarma og ristils minnkaði MBF hlutfallslega mun meira en CI og SMA. Við vökvagjöf varð rnikil aukning á CI og SMA svo og MBF í slímhúð maga, smáþarma og ristils. Aftur á móti var svo til engin breyting á MBF í vöðvalagi smáþarma og ristils sem bendir til langvarandi blóðþurrðar þar. Ályktanir: Smáæðablóðflæði í slímhúð smáþarma og ristils minnkaði lítið sem ekkert þrátt fyrir helmings minnkun á hjartaútfalli og svæðisblóðflæði, sem bendir til að sjálfstýring (autoregulation) á blóðflæði sé virk í sýklasóttarlosti. Flutningur á blóðflæði frá vöðvalagi til slímhúðar í smáþörmum og ristli veldur alvarlegri blóðþurrð í vöðvalaginu sem er líkleg skýring á þarmalömun (paralytic ileus) sem oft sést hjá alvarlega veikum gjörgæslusjúklingum. 42 Læknablaðið/fylgirit 54 2007/93

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.