Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2007, Side 56

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2007, Side 56
ÁGRIP VEGGSPJALDA / VÍSINDI Á VORDÖGUM V 109 Ofvirkni og athyglisbrestur og fylgikvillar hjá íslensk- um föngum Emil Einarsson', Ólafur Örn Bragason2, Anna Kristín Newton3, Gísli H. Guðjónsson4, Jón Friðrik Sigurðsson' 'GeðsviðiLandspítala,2Embættiríkislögreglustjórans,3Fangelsismálastofnun ríkisins, 4Institute of Psychiatry, King’s College, University of London jonfsig@landspitali. is Inngangur: Ý mislegt bendir til þess að ofvirkni með athyglisbresti (AMO) geti leitt til andfélagslegrar hegðunar. Rannsóknir á AMO meðal fullorðinna afbrotamanna eru ekki margar og enn færri á föngum. Mikilvægt er því að skoða AMO meðal fanga og hvernig geðröskunin tengist almennri geðheilsu þeirra. Markmið: Meginmarkmið þessarar rannsóknar er að skima eftir ofvirkni/athyglisbresti (AMO) hjá íslenskum föngum og skoða tengsl við algengar geðraskanir. Aðferð: Dómþolar sem komu til afplánunar í íslensk fangelsi voru beðnir um að taka þátt í rannsókninni og samþykktu 94 karlkyns fangar á aldrinum 19 til 56 ára þátttöku (meðalaldur 30,7 ár; SD=9,7). Tekið var einstaklingsviðtal við þátttakendur innan 10 daga frá komu í fangelsi þar sem lagt var fyrir þá staðlað geðgreiningarviðtal og nokkur sálfræðipróf til að skima eftir AMO í æsku og á fullorðinsárum, til að meta undanlátssemi, sefnæmi og persónuleikaraskanir, auk spurningalista um lýðfræðilegar breytur, afbrota- og fangelsissögu og vímuefnaneyslu. Niðurstöður: Fjórtán (14,9%) fanganna uppfylltu greiningarviðmið fyrir AMO. Tæplega helmingur (47; 50%) uppfyllti AMO greiningarviðmið í æsku. Af þeim uppfylltu 14 (31,1%) greiningarviðmið fyrir AMO á fullorðinsárum, 13 (28,8%) voru enn með hluta af einkennum (partial remision) og 18 (40%) höfðu einkenni AMO í lágmarki (full remision). Af föngunum uppfylltu 78 (83%) greiningarviðmið fyrir að minnsta kosti eina aðra yfirstandandi geðröskun. Algengastar voru fíkniraskanir (71; 77,2%), kvíðaraskanir (38; 41,3%), og lyndisraskanir (31; 33,7%). Yfirstandandi geðrofseinkenni greindust hjá átta (8,7%) fanganna og 39 (42,4%) greindust með andfélagslega persónuleikaröskun. Alyktanir: Eins og sjá má á þessum niðurstöðum er AMO töluvert algeng röskun hjá íslenskum föngum líkt og aðrar geðraskanir. Meðferðarúrræði fyrir afplánunarfanga þurfa að taka mið af niðurstöðunum og mikilvægt er að greina geðrænan vanda hjá föngum strax við upphaf afplánunar og sníða meðferðarúrræði að þörfum þeirra. 56 Læknablaðið/fylgirit 54 2007/93

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.