Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2011, Page 35

Frjáls verslun - 01.05.2011, Page 35
FRJÁLS VERSLUN 5.tbl.2011 35 „Ég held að Steinunn eigi sem stjórnandi auðvelt með að vinna með fólki, fá það til þess að vinna með sér og taka þátt í verk­ efnum. Hún á auðvelt með að hvetja fólk áfram og láta það skila góðu verki,“ segir Páll Eiríksson, lögmaður hjá Borgarlög­ mönnum. Páll segir að Steinunn hafi þurft að að­ laga sig breyttum aðstæðum en hún var í lög mennsku áður en hún tók að sér set una í slitastjórn Glitnis. „Því starfsfólki sem hún hefur þurft að vinna með hefur fjölg að og að mínu mati hefur hún aðlagast þeim breyttu aðstæðum mjög vel; bæði hvað varðar samskipti við erlenda aðila og svo það að vinna með ólíku fólki í þeim mis ­ munandi verkefnum sem hún tekst á við hverju sinni.“ Páll segir að Steinunn sé mjög staðföst og láti engan vaða yfir sig. „Ég held að hún sé fæddur stjórnandi. Hún á auðvelt með að láta fólk vinna fyrir sig en um leið að láta það finna að það er hún sem ræður för.“ Páll segir að ef hann eigi að nefna einhvern galla þá sé Steinunn tiltölulega fljót að taka undir sjónarmið annarra án þess að hafa kannski hugsað málin í þaula. „Það er bæði kost ur og galli að vera ekki alltaf á móti öllum og að geta unnið með fólki.“ (Steinunn situr í stjórnum eigin fyrirtækja og er for maður úrskurðarnefndar um hollustuhætti og meng unarvarnir.) Mjög staðföst Steinunn Guðbjartsdótt ir, formaður slitastjórnar Glitnis Páll Eiríksson, lögmaður hjá Borgarlög mönnum. Hjörleifur Pálsson, fjármálastjóri Össurar, hefur þekkt Sigrúnu Rögnu Ólafsdóttur í yfir 25 ár en þau áttu lengi hlut í sama endurskoðunarfyrirtæki auk þess sem þau eru vinir og voru nágrannar um árabil. Hann segir Sigrúnu vera bjartsýna, jákvæða og hreinskilna og að hún segi álit sitt umbúðalaust. Hún hafi auga fyrir fallegum hlutum, vilji hafa fínt í kringum sig og sé lagin við að skapa notalega stemmningu þegar það á við. „Sigrún Ragna er mjög öguð hvort sem er í vinnu eða einkalífi. Hún er fagleg og metnaðarfull og ef hún tekur eitthvað að sér má treysta því að það verði vel af hendi leyst. Ég veit ekki til þess að hún hafi nokkurn tíma misstigið sig eða klúðrað hlutum. Það er algjör­ lega hægt að treysta því að hún klárar sig vel á því sem hún tekur að sér. Það er gríðarlega mikilvægt.“ (Sigrún Ragna situr í stjórn Miðengis ehf., Eignaumsýslufélags Íslandsbanka, Kreditkorts hf. og LeiðtogaAuðar.) Bjartsýn og hreinskilin Sigrún Ragna Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Íslandsbanka Hjörleifur Pálsson, fjármálastjóri Össurar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.