Frjáls verslun - 01.05.2011, Síða 35
FRJÁLS VERSLUN 5.tbl.2011 35
„Ég held að Steinunn eigi sem stjórnandi
auðvelt með að vinna með fólki, fá það til
þess að vinna með sér og taka þátt í verk
efnum. Hún á auðvelt með að hvetja fólk
áfram og láta það skila góðu verki,“ segir
Páll Eiríksson, lögmaður hjá Borgarlög
mönnum.
Páll segir að Steinunn hafi þurft að að
laga sig breyttum aðstæðum en hún var í
lög mennsku áður en hún tók að sér set una
í slitastjórn Glitnis. „Því starfsfólki sem hún
hefur þurft að vinna með hefur fjölg að
og að mínu mati hefur hún aðlagast þeim
breyttu aðstæðum mjög vel; bæði hvað
varðar samskipti við erlenda aðila og svo
það að vinna með ólíku fólki í þeim mis
munandi verkefnum sem hún tekst á við
hverju sinni.“
Páll segir að Steinunn sé mjög staðföst og
láti engan vaða yfir sig. „Ég held að hún sé
fæddur stjórnandi. Hún á auðvelt með að
láta fólk vinna fyrir sig en um leið að láta
það finna að það er hún sem ræður för.“
Páll segir að ef hann eigi að nefna einhvern
galla þá sé Steinunn tiltölulega fljót að taka
undir sjónarmið annarra án þess að hafa
kannski hugsað málin í þaula. „Það er bæði
kost ur og galli að vera ekki alltaf á móti
öllum og að geta unnið með fólki.“
(Steinunn situr í stjórnum eigin fyrirtækja og er
for maður úrskurðarnefndar um hollustuhætti og
meng unarvarnir.)
Mjög staðföst
Steinunn Guðbjartsdótt ir,
formaður slitastjórnar
Glitnis
Páll Eiríksson, lögmaður hjá
Borgarlög mönnum.
Hjörleifur Pálsson, fjármálastjóri Össurar, hefur þekkt
Sigrúnu Rögnu Ólafsdóttur í yfir 25 ár en þau áttu
lengi hlut í sama endurskoðunarfyrirtæki auk þess sem
þau eru vinir og voru nágrannar um árabil. Hann
segir Sigrúnu vera bjartsýna, jákvæða og hreinskilna
og að hún segi álit sitt umbúðalaust. Hún hafi auga
fyrir fallegum hlutum, vilji hafa fínt í kringum sig og sé
lagin við að skapa notalega stemmningu þegar það á
við. „Sigrún Ragna er mjög öguð hvort sem er í vinnu
eða einkalífi. Hún er fagleg og metnaðarfull og ef hún
tekur eitthvað að sér má treysta því að það verði vel af
hendi leyst. Ég veit ekki til þess að hún hafi nokkurn
tíma misstigið sig eða klúðrað hlutum. Það er algjör
lega hægt að treysta því að hún klárar sig vel á því sem
hún tekur að sér. Það er gríðarlega mikilvægt.“
(Sigrún Ragna situr í stjórn Miðengis ehf., Eignaumsýslufélags
Íslandsbanka, Kreditkorts hf. og LeiðtogaAuðar.)
Bjartsýn og hreinskilin
Sigrún Ragna Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri
fjármálasviðs Íslandsbanka
Hjörleifur Pálsson, fjármálastjóri Össurar.