Frjáls verslun - 01.05.2011, Síða 36
36 FRJÁLS VERSLUN 5.tbl.2011
„Við Ragnhildur höfum alltaf verið mjög náin sem tvíburar, sérstaklega á
yngri árum þegar við vorum nær alltaf saman í bekk og áttum marga sam
eiginlega vini,“ segir Arnar Geirsson, hjartaskurðlæknir og dósent við Yale.
Hann segir að hæfileikar systur sinnar sem stjórnanda hafi byrjað að þróast
snemma og nefnir ákveðni, úrræðasemi, skipulagsgáfu, þrautseigju og gáfur.
„Ragnhildur er mjög klár og henni gekk alltaf vel í námi. Þrátt fyrir
að eiga ekki í neinum erfiðleikum með að læra vann hún alltaf meira
en flestir aðrir, lagði mikla áherslu á að standa sig vel og var einstaklega
samviskusöm. Hún hefur alltaf verið ákveðin, sérstaklega þegar hún vill
koma sínu fram, en er á sama tíma sanngjörn og heiðarleg. Hún er mjög
kappsöm og gefst aldrei upp. Hún gefur samferðamönnum sínum ekkert
eftir, hvort sem það er í námi, starfi eða fjallamennsku. Þetta er eiginleiki
sem hefur nýst henni vel undanfarin ár og eflaust helsta ástæða þess hversu
vel henni hefur gengið sem stjórnandi stórra fyrirtækja.“
(Ragnhildur er í stjórn Promens Dalvík og Promens Tempra auk þess að vera í mörgum
stjórnum dótturfélaga Promens erlendis.)
Ákveðin og úrræðagóð
Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri Promens
Arnar Geirsson, hjartaskurðlæknir
og dósent við Yale.
„Það sem mér finnst einkenna Margréti er
hvað hún er drífandi, skipulögð, ákveðin,
opin fyrir nýjungum og persónuleg,“ segir
Lárus Guðjón Lúðvígsson, sonur Margrét
ar Guðmundsdóttur. „Hún á mjög erfitt
með að sitja auðum höndum og hefur
alla jafna eitthvað fyrir stafni. Í uppeldis
hlut verkinu voru settar reglur sem átti að
fram fylgja en ég tel þó ekki að uppeldið
hafi verið strangara en gengur og gerist.“
Lárus telur að það sem geri Margréti
að góðum stjórnanda sé að hún er dugleg
að ná yfirsýn yfir það sem þarf að gerast,
góð í að skipuleggja sig og óhrædd við að
dreifa ábyrgð. „Ég tel að reynsla hennar af
stjórnandastörfum hafi mótað heimilið líkt
og heimilið hefur mótað stjórnandafærni
hennar.“
(Margrét er formaður Félags atvinnurekenda, hún
situr í stjórn Reiknistofu bankanna, formaður
ESTA (Evrópsk samtök heilbrigðisfyrirtækja) og er í
stjórn Eignarhaldsfélagsins Lyngs ehf.)
Drífandi
og skipulögð
Margrét Guðmunds
dóttir, forstjóri Ice
pharma
Lárus Guðjón Lúðvígsson, sonur
Margrét ar Guðmundsdóttur.
„Margrét er skipulögð og öguð í
vinnu brögðum. Hún leitar mikið álits
samverkamanna sinna í þeim málum
sem hún er að vinna að og er tilbúin
til að hlusta á rök og meta þau og
dreifir verkefnum og ábyrgð,“ segir
Hermann Guðmundsson, forstjóri
N1. „Hún hefur góða yfirsýn og
festist ekki í smáatriðum. Það má
ekki gleyma því að Margrét er mjög
beinskeytt og segir hiklaust sitt álit og
það er mikill kostur að mínu mati.
Margrét er lífsglöð, hress, skemmti
leg og vinmörg. Hún er nokkuð góð
í því að tengja saman félagslíf og
vinnu þannig að hún man eftir því
að stundum þarf líka að lyfta sér upp
og eiga skemmtilega stund saman
utan vinnutíma.“
Um galla í fari Margrétar segir
Her mann: „Hún á það til að stökkva
upp á nef sér og snöggreiðast. Það er
síðan spurning hvort það er kostur
eða galli.“
(Margrét er formaður Samtaka verslunar
og þjónustu, hún situr í framkvæmdastjórn
og stjórn Samtaka atvinnulífsins og er vara
maður í bankaráði Seðlabankans.)
Festist ekki í smáatriðum
Margrét Kristmannsdóttir, fram
kvæmdastjóri Pfaff
Hermann Guðmundsson,
forstjóri N1.
Ef þú ert tryggður þá færðu það bætt
Enn á ný mælist TM efst tryggingafélaga í Íslensku ánægjuvoginni, árlegri könnun
sem mælir ánægju viðskiptavina íslenskra fyrirtækja. Í 10 skipti af 12 hafa viðskipta-
vinir TM verið ánægðari en viðskiptavinir hinna tryggingafélaganna.*
Starfsmenn og umboðsmenn TM hafa staðið sig frábærlega í því að rækta samband
við viðskiptavini á undanförnum árum. Þessi viðurkenning er hvatning til þess að
halda áfram á sömu braut.
* Samkvæmt niðurstöðum könnunar Capacent á ánægju viðskiptavina íslenskra fyrirtækja 1999 –2010.
TM Síðumúla 24 // Sími 515 2000 // tm@tm.is // www.tm.is
Ánægðustu
viðskiptavinirnir
eru hjá TM