Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2011, Qupperneq 36

Frjáls verslun - 01.05.2011, Qupperneq 36
36 FRJÁLS VERSLUN 5.tbl.2011 „Við Ragnhildur höfum alltaf verið mjög náin sem tvíburar, sérstaklega á yngri árum þegar við vorum nær alltaf saman í bekk og áttum marga sam­ eiginlega vini,“ segir Arnar Geirsson, hjartaskurðlæknir og dósent við Yale. Hann segir að hæfileikar systur sinnar sem stjórnanda hafi byrjað að þróast snemma og nefnir ákveðni, úrræðasemi, skipulagsgáfu, þrautseigju og gáfur. „Ragnhildur er mjög klár og henni gekk alltaf vel í námi. Þrátt fyrir að eiga ekki í neinum erfiðleikum með að læra vann hún alltaf meira en flestir aðrir, lagði mikla áherslu á að standa sig vel og var einstaklega samviskusöm. Hún hefur alltaf verið ákveðin, sérstaklega þegar hún vill koma sínu fram, en er á sama tíma sanngjörn og heiðarleg. Hún er mjög kappsöm og gefst aldrei upp. Hún gefur samferðamönnum sínum ekkert eftir, hvort sem það er í námi, starfi eða fjallamennsku. Þetta er eiginleiki sem hefur nýst henni vel undanfarin ár og eflaust helsta ástæða þess hversu vel henni hefur gengið sem stjórnandi stórra fyrirtækja.“ (Ragnhildur er í stjórn Promens Dalvík og Promens Tempra auk þess að vera í mörgum stjórnum dótturfélaga Promens erlendis.) Ákveðin og úrræðagóð Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri Promens Arnar Geirsson, hjartaskurðlæknir og dósent við Yale. „Það sem mér finnst einkenna Margréti er hvað hún er drífandi, skipulögð, ákveðin, opin fyrir nýjungum og persónuleg,“ segir Lárus Guðjón Lúðvígsson, sonur Margrét­ ar Guðmundsdóttur. „Hún á mjög erfitt með að sitja auðum höndum og hefur alla jafna eitthvað fyrir stafni. Í uppeldis­ hlut verkinu voru settar reglur sem átti að fram fylgja en ég tel þó ekki að uppeldið hafi verið strangara en gengur og gerist.“ Lárus telur að það sem geri Margréti að góðum stjórnanda sé að hún er dugleg að ná yfirsýn yfir það sem þarf að gerast, góð í að skipuleggja sig og óhrædd við að dreifa ábyrgð. „Ég tel að reynsla hennar af stjórnandastörfum hafi mótað heimilið líkt og heimilið hefur mótað stjórnandafærni hennar.“ (Margrét er formaður Félags atvinnurekenda, hún situr í stjórn Reiknistofu bankanna, formaður ESTA (Evrópsk samtök heilbrigðisfyrirtækja) og er í stjórn Eignarhaldsfélagsins Lyngs ehf.) Drífandi og skipulögð Margrét Guðmunds­ dóttir, forstjóri Ice­ pharma Lárus Guðjón Lúðvígsson, sonur Margrét ar Guðmundsdóttur. „Margrét er skipulögð og öguð í vinnu brögðum. Hún leitar mikið álits samverkamanna sinna í þeim málum sem hún er að vinna að og er tilbúin til að hlusta á rök og meta þau og dreifir verkefnum og ábyrgð,“ segir Hermann Guðmundsson, forstjóri N1. „Hún hefur góða yfirsýn og festist ekki í smáatriðum. Það má ekki gleyma því að Margrét er mjög beinskeytt og segir hiklaust sitt álit og það er mikill kostur að mínu mati. Margrét er lífsglöð, hress, skemmti­ leg og vinmörg. Hún er nokkuð góð í því að tengja saman félagslíf og vinnu þannig að hún man eftir því að stundum þarf líka að lyfta sér upp og eiga skemmtilega stund saman utan vinnutíma.“ Um galla í fari Margrétar segir Her mann: „Hún á það til að stökkva upp á nef sér og snöggreiðast. Það er síðan spurning hvort það er kostur eða galli.“ (Margrét er formaður Samtaka verslunar og þjónustu, hún situr í framkvæmdastjórn og stjórn Samtaka atvinnulífsins og er vara­ maður í bankaráði Seðlabankans.) Festist ekki í smáatriðum Margrét Kristmannsdóttir, fram­ kvæmdastjóri Pfaff Hermann Guðmundsson, forstjóri N1. Ef þú ert tryggður þá færðu það bætt Enn á ný mælist TM efst tryggingafélaga í Íslensku ánægjuvoginni, árlegri könnun sem mælir ánægju viðskiptavina íslenskra fyrirtækja. Í 10 skipti af 12 hafa viðskipta- vinir TM verið ánægðari en viðskiptavinir hinna tryggingafélaganna.* Starfsmenn og umboðsmenn TM hafa staðið sig frábærlega í því að rækta samband við viðskiptavini á undanförnum árum. Þessi viðurkenning er hvatning til þess að halda áfram á sömu braut. * Samkvæmt niðurstöðum könnunar Capacent á ánægju viðskiptavina íslenskra fyrirtækja 1999 –2010. TM Síðumúla 24 // Sími 515 2000 // tm@tm.is // www.tm.is Ánægðustu viðskiptavinirnir eru hjá TM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.