Frjáls verslun - 01.05.2011, Page 88
88 FRJÁLS VERSLUN 5.tbl.2011
indra nooyi, forstjóri Pepsi
Indverska millistéttarstelpan sem vaknaði um nætur til að ná í vatn fyrir
fjölskyldu sína er nú ein valdamesta viðskiptakona heims
Indra Nooyi er ein valda mesta kona í viðskiptaheim in um. Frá árinu 2006 hefur hún haldið um stjórnartaumana
á PepsiCo sem er móður félag
nítján félaga í matvæla og
drykkjar framleiðslu, þeirra stærst
Quaker Oats, Tropicana, Gator
ade, FritoLay og PepsiCola.
Hún segist aldrei hafa stefnt á
forstjórastólinn heldur einbeitt
sér að því að gera vel í hverju
því starfi sem hún hefur sinnt.
Það er langur vegur frá heima
bæ Nooyi til Bandaríkjanna þar
sem hún býr og starfar. Hún er
fædd og uppalin í milli stéttar fjöl
skyldu í Madras á Ind landi. Hún
fór snemma að feta ótroðnar
slóðir og stofnaði meðal annars
rokk hljómsveit á námsárunum,
nokkuð sem ekki var alvanalegt
að stelpur gerðu á þessum
ár um á Indlandi. Að námi loknu
á Indlandi fékk hún leyfi for
eldra sinna til að fara til náms
í Bandaríkjunum þrátt fyrir að
slíkt teldist hafa neikvæð áhrif á
mögu leika hennar til að giftast
á Indlandi. Það kom ekki að
sök því Indra fór aldrei til baka
til Indlands heldur hóf farsælan
starfsferil í Bandaríkjunum.
mótast af uppruna sínum
Haft er eftir Nooyi að enn þann
dag í dag fái hún samvisku
bit yfir því að fylla baðkerið af
vatni. Það kemur til af því að
vatnsskortur var mikill í heima
bæ hennar eins og víða á Ind
landi. Fjölskylda hennar þurfti
að vakna á milli þrjú og fimm
á nóttunni til að fara og sækja
vatn. Nooyi og systkini hennar
fengu aðeins tvær fötur af vatni
til afnota yfir daginn. „Þú lærðir
að lifa lífinu með þessar tvær
fötur af vatni.“ Sumir samstarfs
manna hennar segja gildi
henn ar og stjórnunarstíl mótast
af uppruna hennar, en hún þykir
vinnu söm og drífandi, heiðarleg,
útsjónar söm og með sterka
fram tíðarsýn. Hún á auðvelt með
að fylkja starfsfólki sínu að baki
sýninni. Nánustu samstarfs menn
hennar lýsa henni sem hlýrri og
umhyggjusamri. Hún á þó ekki
í neinum vanda með að taka
erfiðar ákvarðanir og er gríðar
lega harður samningamaður en
hún hefur leitt fjölda samruna
og yfirtökur fyrir Pepsi Co. Hún
gerir einnig miklar kröf ur til
starfsmanna sinna og þrýst ir á
fólk þar til það leysir vandamál
in, hún sættir sig ekki við svör
eins og „það er ekki hægt“ eða
„ég veit það ekki“. Besta ráð
sem hún hefur fengið segir hún
frá föður sínum um að trúa á
það góða í fólki, allir hafi góðan
ásetning. Þannig segist hún
nálg ast öll viðfangsefni sín með
góð um árangri.
fyrsta atvinnuviðtalið í sari
Áður en Nooyi for til náms í
Banda ríkjunum lauk hún BS
gráðu frá Madras Christian
Coll ege og MBAgráðu frá
Indi an Institute of Management
í Kalkútta. Eftir að hafa starfað
um stutt skeið á Indlandi fyrir + Bókaðu ferð á www.icelandair.is
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
I
C
E
5
5
4
2
5
0
6
/1
1
Vinsamlegast athugið: Einstaka sinnum kemur fyrir að viðskiptavinir Icelandair fljúgi með vél sem ekki er búið að setja í ný sæti og nýtt afþreyingarkerfi.
Í dag langar þig út. Það er ekki bara af því að þú þráir að
skipta um umhverfi, kynnast einhverju nýju, heldur fylgir
útlöndum einhver frelsistilfinning, einhver tilfinning um pláss.
Og það sem þig vantar er einmitt pláss: fyrir andann, fyrir
framtíðina. Kannski þú finnir þitt pláss við ána Main
í Frankfurt, á Gamla Stan í Stokkhólmi eða í fenjunum í
Flórída. Það er allavega alveg ljóst að það er ferðalag
í kortunum og áfangastaðurinn gæti verið einn af
31 áfangastað Icelandair.
Og á leiðinni yfir hafið skaltu líta út um gluggann og upp
til stjarnanna. Þær vísa okkur veginn
Mundu bara að það er nóg pláss, að lágmarki 81 sentimetri,
fyrir fæturna þína í flugvélum Icelandair.
MEIRA PLÁSS FYRIR FÆTURNA. NJÓTTU ÞESS.
SPORÐDREKI
ÞÚ ERT Á LEIÐ Í FERÐALAG OG ÞAÐ ER GOTT RÝMI FYRIR FÆTURNA ÞÍNA.
Indra Nooyi, forstjóri Pepsi.