Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2010, Blaðsíða 18

Frjáls verslun - 01.05.2010, Blaðsíða 18
18 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 1 0 Fyrir 65 milljónum ára er talið að um það bil 65% alls lífs á jörðinni hafi þurrkast út í kjölfar áreksturs loftsteins við jörðina. Risaeðlurnar hurfu af sjónarsviðinu en ekki er víst að þær geti kvartað þar sem talið er að annar loftsteinn og heldur stærri hafi rutt þeim leiðina með því að rekast á jörðina fyrir 250 milljónum ára og umturna valdahlutföllum lífsins með svipuðum hætti. Um það er þó deilt þar sem jarðsagan nær tæpast svo langt aftur vegna þess að jörðin endurnýjar sig á þessum tíma, þökk sé flekabrölti jarð skorpunnar. Á sínum tíma varð það mönnum mikið áfall að átta sig á því að tíma tali Biblíunnar væri ekki hægt að trúa bók staflega og margir hafa ekki enn sætt sig við þá staðreynd sem er þó svo rækilega staðfest í jörðinni undir fótum okkar. Allt eru þetta langsótt ártöl í samhengi hlutanna en áminning um að tímans þungi niður verður ekki stöðvaður. Líklega er hverjum og einum eðlilegast að miða við eigin ævi og sjálfsagt á það við um okkur flest að tíminn líður stöðugt hraðar eftir því sem við eldumst. Ákvarðanir sem byggjast á tíma mótast þannig af mörgu og má þar nefna aldur, menningu, þekkingu og jafnvel kyn en út í tímaskyn kynjanna verður ekki farið í þessu blaði sem að mestu leyti er helgað konum. Þess í stað má benda á að þegar við Vesturlandabúar ósköpumst yfir dugleysi Afríkubúa verður að horfa til þess að tíminn líður öðruvísi hjá þeim og líklega nokkurn veginn eftir forskriftinni að það beri að taka einn dag í einu. Hjá Kínverjum er þessu öðruvísi farið. Frægt er að þegar Deng Xiaoping (1904­1997), sem mestu breytti í kínversku efnahagslífi, var spurður um áhrifin af frönsku stjórnar­ byltingunni 1789 sagði hann einfald lega að um það væri of snemmt að segja! Kínverjar hafa verið svo vinsamlegir að auka samskipti við Íslendinga og það á tímum þegar margir hafa dregið úr þeim. Þessi óvænti áhugi Kínverja (sem hefur þó verið lengi í undirbúningi) hefur slegið okkur pínulítið út af laginu. Hvað vakir fyrir Kínverjum, spyrjum við, og erum þá að velta fyrir okkur morgundeginum. Það er hins vegar ekki dagurinn sem Kínverjar eru að hugsa um. Þeir eru að hugsa til dagsins sem kemur eftir 50 ár. Þá getur verið að þeir vilji uppskera fyrir vinsamlegheitin í dag. Á þetta er bent hér þar sem hinn menningarlegi munur sem birtist meðal annars í ólíku tímaskyni virðist stundum vera okkur Íslendingum framandi. Hjá okkur hefur tíminn tilhneig­ ingu til þess að líða í rykkjum og þess vegna erum við skorpufólk. Djöflumst þegar þarf að bjarga töðunni í hús eða gera að afla eftir veiði. Þess á milli getur okkur orðið lítið úr verki. Þessi skorpuhugsun hefur einnig gert það að verkum að við hugs um ekki langt fram í tímann og erum því illa undirbúin þegar kemur að næstu törn. Þetta sést hugsanlega betur þegar við skoðum umgengni okkar við auðlindir lands ins. Það hefur verið þekkt staðreynd í áratugi að Ísland er ríkt að orku. Eigi að síður hefur okkur ekki auðnast að móta stefnu um auðlindina sem er í senn augljós og skiljanleg. Um sáttina er erfiðara að segja því sumir verða einfaldlega aldrei sáttir. Það verður þó að reyna og slík stefna hefði getað falist í auðlindarentu sem gerði það að verkum að óháð því hvernig auðlindin væri nýtt og af hverjum myndi alltaf tiltekinn hluti hagnaðarins renna til landsmanna. Um það ætti í raun ekki að vera erfitt að ná sátt, jafnvel hjá þeim friðlausu. Ef hægt yrði að formgera slíka gjaldtöku myndi líf landsmanna einfaldast til mikilla muna til sjávar og sveita því auðlindagjaldið myndi væntanlega ná til allra auðlinda landsins. Það að ekki skuli hafa tekist að ljúka máli sem þessu sýnir hugsanlega virðingu löggjafarsamkomu þjóðarinnar fyrir eigin tíma og um leið tíma annarra. Nýlega var greint frá því að þegar EES­ samningurinn var tekinn til umræðu 1992 stóð umræðan á Alþingi hátt í fimm mánuði með hléum og var málið rætt í yfir 100 klukkustundir. Sænska þingið tók ríflega 14 klukkustundir í að ræða samn­ inginn og það austurríska átta. Á norska þinginu stóð umræðan í tvo daga og sviss­ neska þingið afgreiddi hann á þremur vikum. Finnska þingið tók þrjá daga í að afgreiða samninginn. Hugsanlega þurfa lítil þjóðþing að ræða lengur öll mál er varða fullveldi en allt kemur þetta fremur undarlega fyrir sjónir. Á sama hátt er tekin afstaða til mála eins og aðildar að Evrópusambandinu eins og um sé að ræða ferð með strætó sem fer framhjá á 15 mínútna fresti. Allir flokkar landsins segjast vera með langtímastefnu gagnvart ESB sem þeir síðan breyta með jöfnu millibili. Er nema von að kjósendur séu ringlaðir og viti varla hvort þeir séu að kjósa með eða móti aðild þegar þeir ganga til þingkosninga. Um langt skeið hefur verið talið þarft að kenna tímastjórnun. Margir hafa lagt talsvert á sig til að beisla tíma sinn og ná þannig valdi á eigin lífi. Í góðærinu áttu menn engan tíma en mikla peninga en eftir hrunið snerist þetta við. Sú breyting gæti orðið til góðs en líklega er okkur Íslendingum nauðsynlegt að temja okkur meiri langtímahugsun ef við viljum ná meiri stöðugleika í líf okkar. SIGURÐUR MÁR JÓNSSON TÍMANS ÞUNGI NIÐUR Sigurður Már Jónsson blaðamaður skrifar um tímaskynjun Íslendinga. Hann segir að hjá okkur hafi tíminn tilhneigingu til þess að líða í rykkjum og þess vegna séum við skorpufólk. Sigurður Már Jónsson, blaðamaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.