Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2010, Blaðsíða 77

Frjáls verslun - 01.05.2010, Blaðsíða 77
F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 1 0 77 S E N D I H E R R A Í S L A N D S Í K Í N A Á sviði jarðvarma hefur Enex lengi plægt akurinn í Kína. Fyrst með því að bjóða ráðgjafarþjónustu á svæðum þar sem jarðhiti er núna stór og mikilvægur hluti af orkunýtingu milljónaborga. Síðar með stofnun Enex Kína sem hóf beinar fjárfestingar í jarðhita, fyrst í menningarborginni Xianyang og nú síðast í Xiong­sýslu í Baoding, sem einmitt er vinabær Hafnarfjarðar. Á þessu sviði má búast við mikilli grósku á næstu árum í sam­ vinnu íslenskra og kínverskra aðila og Kínverjar leggja mikla áherslu á nýtingu endurnýjanlegrar orku. Í nýjum rammasamningi, sem undirritaður var á Íslandi 9. júní sl., er gert ráð fyrir að fjórfalda um fang jarðhitanýtingar hér til húshitunar á næstu þremur árum. Í Kína stækkar neytendamarkaðurinn hraðar en í nokkru öðru landi og eftirspurn eftir þekkingu og nýjum lausnum er mikil. Íslensk fyrirtæki átta sig á þessu en um leið að leiðin er ekki endi lega sú greið­ færasta og að það tekur tíma að fóta sig. Fleiri íslensk fyrirtæki en nokkru sinni horfa til Kína, sem er ótvírætt vaxtar svæði.“ – Hversu mikill hagvöxtur hefur verið í Kína á undanförnum árum? „Á síðustu 30 árum hefur meðalhagvöxtur verið nálægt 10% á ári. Jafnmikill hagvöxtur á svo stóru svæði yfir svo langan tíma mun vera einsdæmi í veraldarsögunni. Á sama tíma og hundruðum milljóna hefur verið lyft úr örbirgð er það þó enn svo að Kína er þróunarríki. Allt að 200 milljónir Kínverja lifa undir fátæktarmörkum, þ.e. hafa um einn bandaríkjadal til framfærslu á dag, og 400 milljónir eru taldar hafa um tvo dollara á dag til neyslu. Þetta eru tölur frá alþjóðastofnunum. En það er enginn vafi á því að hér eiga sér stað miklar framfarir í efnahagslegu tilliti og meiri breytingar en víðast þekkjast. Kína er að þróast hratt úr bændasamfélagi í nútímalegt borgarsamfélag. Sameinuðu þjóðirnar hafa spáð því að á árinu 2050 muni um tveir þriðju hlutar landsmanna búa í borgum en þetta hlutfall er mun lægra í dag eða innan við helmingur. Þetta þýðir að á næstu áratugum muni um hálfur milljarður fólks flytjast til borganna. Það er afar merkilegt að kynnast þessum gríðarlegu breytingum og hvernig framtíðin er undirbúin.“ – Þegar komið er til Kína blasa við byggingarkranar og mikill uppgangur. Gætir ótta hjá Kínverjum um bakslag, jafnvel kreppu, á næstu árum? „Það er rétt, mannvirkjagerð og uppbygging er lyginni líkust, og ekki bara á strandsvæðum heldur líka inn til landsins. Kínversk stjórnvöld hafa á undanförnum árum varið miklu fé til þess að byggja upp innviði samfélagsins, halda hjólum atvinnulífsins gang­ andi og styrkja hagkerfið. Stjórnvöld eru samt meðvituð um að það er hætta á að hagkerfið hitni um of. Kínverska hagkerfið hefur staðið af sér storma alþjóðlegu efnahagskreppunnar og þeir sem gleggst þekkja telja að það muni áfram styrkjast.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.