Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2010, Blaðsíða 35

Frjáls verslun - 01.05.2010, Blaðsíða 35
F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 1 0 35 – Hvaða árangur ertu ánægðust með innan þíns fyrirtækis? Heilt yfir hefur Nova gengið mjög vel. Við höfum vaxið gríðarlega og náð öllum helstu markmiðum okkar. Þetta var stór og mikil fjárfesting sem ráðist var í á árinu 2007 þegar við byggðum upp eigið 3G farsíma­ og netkerfi og komum fyrirtækinu á fót. Við settum okkur markmið um að Nova yrði eitt af sterkustu vörumerkjunum á Íslandi, eitt af bestu þjónustufyrirtækjunum á Íslandi og besti vinnustaður í heimi! Á árinu var Nova valið markaðsfyrirtæki ársins af ÍMARK, Nova var í fyrsta sæti síma­ fyrirtækja á Íslandi yfir ánægðustu viðskiptavinina í farsíma þjón ­ ustu í mælingu Íslensku ánægjuvogarinnar og í hópi Fyrir myndar ­ fyrirtækja VR. Viðskiptavinir Nova eru í dag yfir 70.000 talsins og markaðshlut­ deildin nálægt 20%. Og það sem mestu máli skiptir er að rekstur fyrirtækisins gengur vel og við höfum náð markmiðum okkar um jákvæða afkomu. – Finnur þú fyrir nýjum tímum og nýrri hugsun í þjóðfélaginu eða finnst þér allt vera að fara í sama farveg aftur? Það hefur margt breyst á Íslandi samfara þeim erfiðleikum sem þjóðin hefur gengið í gegnum en við munum vinna okkur út úr þessu – þetta tekur eðlilega tíma og tekur á. – Sérð þú einhver teikn á lofti um að það versta sé að baki í atvinnulífinu? Já og nei. Ég trúi því að við séum á botninum núna og getum vonandi farið að spyrna frá. – Er það ekki gömul klisja að það sé munur á konum og körlum sem stjórnendum? Jú, það er ekki hægt að alhæfa um kynin með þessum hætti. – Hvaða heilræði í stjórnun heldur þú mest upp á? Komdu fram við aðra eins og þú vilt að komið sé fram við þig. – Viðskiptalífið yrði betra ef … … viðskiptalífið er ekki frekar en lífið sjálft bara dans á rósum. Stundum gengur vel og stundum gengur ekki eins vel. Við þurfum að vera sterk og geta tekið á mótlætinu á uppbyggilegan hátt, af bjartsýni og jákvæðni, og grípa tækifærin en ekki sitja föst í vandamálum fortíðarinnar. Mjög gaman að sjá til dæmis hvað er verið að gera flotta hluti með herferðinni Inspired by Iceland.  Liv situr í stjórn Telio Holding ASA (Oslo Börs) og í stjórn Pennans. „Mjög gaman að sjá til dæmis hvað er verið að gera flotta hluti með herferðinni Inspired by Iceland.“ Liv Bergþórsdóttir, framkvæmdastjóri Nova HÖFUM VAXIÐ GRÍÐARLEGA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.