Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2010, Blaðsíða 67

Frjáls verslun - 01.05.2010, Blaðsíða 67
F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 1 0 67 S T J Ó R N U N Ingrid Kuhlman, framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar. Konur læra frá blautu barnsbeini að samskipti við fólk og það að tilheyra hópnum sé mikilvægara en að skara fram úr eða standa á rétti sínum. Konur leggja meiri áherslu á samvinnu og liðsheild en karlar. Þær einblína á samskipta­ og þátttökustjórnun og dreifða ákvarðanatöku. Konur vænta þess frekar af konum en körlum að þær veiti þeim stuðning og hvatningu. Þær vilja vinna á vinnustað sem einkennist af skilningi, persónulegum tengslum og heiðarlegum samskiptum. Konur taka gagnrýni öðruvísi en karlar. Þær eiga það til að taka ágreining persónulega og upplifa yfirgang frá öðrum konum sem svik. Oft er gripið til gamla orðatiltækisins Konur eru konum verstar þegar konur deila. Konur gera oft miklar og óraunhæfar vænt ingar til annarra kvenna og dæma kynsystur sínar harðar en samstarfs­ menn af hinu kyninu. Rannsóknir á atvinnuviðtölum hafa t.d. leitt í ljós að ef ráðningarviðtal er framkvæmt af karli og konu á konan það til að meta kvenumsækjendur lægra en karlinn á meðan þau meta karlumsækjendur á sambærilegan hátt. Konur eiga líka oft erfitt með að sætta sig við aðrar konur í forystuhlutverkum og eru miklu harðari við þær en karlarnir. 10 ATRIÐI SEM STANDA Í VEGI FYRIR STARFSFRAMA KVENNA Í könnun Catalyst, sem er rannsóknar- og ráðgjafarfyrirtæki sem sérhæfir sig í málefnum kvenna, var spurt hvernig konur gætu aukið árangur sinn. 61% svarenda sagði að konur þyrftu að þróa með sér kröftugri samskiptastíl. Höfundar könnunarinnar nefna tíu atriði sem geta komið í veg fyrir að konur veljist til forystu: 1. Að kinka kolli of mikið. Með því að kinka kolli erum við að segja: „Ég heyri hvað þú ert að segja. Ég skil þig.“ Hægt er að mistúlka þetta sem samþykki við hugmyndir. Það að kinka kolli í sífellu má upplifa sem veikleika og getur leitt til misskilnings. 2. Að setja spurnartón í röddina í lok setningar hljómar hikandi eins og verið sé að spyrja spurningar. Þetta getur dregið úr trú verðug leikanum og eykur hættu á að verða ekki tekin alvarlega. Mikil vægt er að tónhæð lækki í lok setningar þar sem hækkun tón hæðar þýðir óvissu eða spurningu á meðan lækkun tónhæðar er frekar merki um yfirlýsingu. 3. Veik málnotkun. Að setja fram yfirlýsingu og biðja síðan um staðfestingu, eins og t.d.: „Þetta er fín hugmynd, finnst þér ekki?“ „Er þetta ekki frábær vara?“ – getur dregið úr áhrifum. Vafaorð eins og „sumir“, „bara“, „vonandi“ og „ég held“ eru dæmi um veika málnotkun. Mikilvægt er að tjá sig með öryggi í orðavali og draga ekki úr afrekum sínum. 4. Að leyfa öðrum að grípa fram í. Rannsóknir hafa sýnt að karlar grípa oftar fram í og konur láta oftar taka af sér orðið. Þær beygja sig oft undir orð karla og tala líka yfirleitt skemur á opinberum samkomum. 5. Að tjá sig ekki að fyrra bragði. Sumar konur bíða þangað til þær fá orðið í stað þess að vekja athygli á sér og biðja um orðið. Mikilvægt er að láta skoðun sína skýrt í ljós og taka virkan þátt í umræðum. Þetta þarf ekki að vera meira en að undirstrika það sem einhver annar sagði eða bæta einhverju nýju við. 6. Að tala of lágt. Konur halda sig oft meira til baka og trana sér ekki fram með orðavali og tónhæð. Að tala lágt er hins vegar merki um óöryggi eða skort á sjálfstrausti. Ef áheyrendur þurfa að leggja við hlustir missa þeir áhugann. Það dregur úr sannfæringarkrafti og athygli ef hugmyndir eru settar fram með óstyrkum rómi. 7. Að leyfa öðrum að eigna sér hugmyndir. Algeng kvörtun kvenna er að karlmenn eigni sér hugmyndir þeirra. Þegar þetta gerist er mikilvægt að láta í sér heyra með því að segja t.d.: „Fyrirgefðu, ég nefndi þetta fyrir mínútu.“ 8. Veik líkamstjáning. Líkamsmál er tungumál án orða en getur þó sagt meira en nokkurt annað tungumál. Líkamshreyfingar eins og að yppa öxlunum, halda ekki augnsambandi, krossleggja fætur, vera á sífelldu iði og veikt handaband eru merki um óöryggi. Það sama á við þegar konur hlæja óstyrkum hlátri til að taka broddinn úr því sem þær segja, halla undir flatt eða brosa. Mikilvægt er að sýna tjáningu sem endurspeglar öryggi. 9. Að forðast ræðuhöld. Að koma fram fyrir framan hóp af fólki er tækifæri til að vera sýnileg og fá athygli. Því er mikilvægt fyrir konur að yfirstíga óttann og láta ljós sitt skína með því að taka til máls á fundum og hafna t.d. ekki boðum um viðtöl. 10. Óviðeigandi klæðnaður. Of háir hælar, fleginn bolur, stutt pils og of áberandi andlitsfarði getur haft neikvæð áhrif á starfsframa kvenna og dregið úr virðingu og trúverðugleika. Klæðnaðurinn þarf að endurspegla hlutverkið. Konur og karlar hafa mismunandi reynslu- heim. Þau tala ekki um sömu hluti, leika sér ekki á sama hátt, lesa ekki sömu bækur og hafa mismunandi sýn á hlutina. Það er hins vegar styrkur frekar en veik leiki. Mikilvægt er að ná að nýta sér hæfileika kynjanna til fulls og laða fram það besta hjá báðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.