Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2010, Blaðsíða 71

Frjáls verslun - 01.05.2010, Blaðsíða 71
F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 1 0 71 KRISTIN SKOGEN LUND er nýr forseti samtaka atvinnulífsins í Noregi – NHO. Þar með er kona í fyrsta sinn tekin við stjórn hins gamla og trausta vinnuveitendasambands frænda okkar Norðmanna. áhrifamestaKona stýrir norskum vinnuveitendum í fyrsta sinn: NAN eiðtogaskiptin bar brátt að og ekki samkvæmt áætlun. Fyrri forseti, Paul Christian Rieber, neydd ist til að segja af sér eftir að upp komst um hneyksli í fyrirtæki hans, Rieber og søn í Björgvin. Svo var að um árabil hafði fyrirtækið flutt inn lýsi frá Vestur ­Sahara. Lýsið var skráð til manneldis og því tollfrítt. Það var hins vegar alltaf notað í fiskeldi og átti þá að tollast. Auk þess hafa norsk stjórnvöld ráðið fyrirtækjum frá viðskiptum við hið hernumda Vestur­Sahara vegna stjórnmálaástands þar og meintra mannréttindabrota. Óvíst er hvort Rieber vissi hvernig þessum við­ skiptum, sem starfsmenn hans skipulögðu, var háttað en hann varð engu að síður að taka pok ann sinn sem forseti fyrir Næringslivets hove d organisasjon – NHO. Þetta var nokkur álits hnekkir fyrir NHO og því var það eitt til ráða að leita að konu í for­ seta embættið. Þar er hins vegar ekki í kot vísað þar sem Kristin Skogen Lund er. Hún er aðeins 43 ára að aldri og er rísandi stjarna meðal stjórnenda í Noregi. Núna er hún forstjóri Telenor Nordic, þeirrar deildar síma fyrirtækisins Telenor sem sér um viðskipti á Norður löndum og Eystrasaltslöndunum. Velta í deild Kristínar er um 1.000 milljarðar íslenskra króna á ári. Telenor er stærsti vinnuveitandi í Noregi. Kristin er með meistaragráðu í hagfræði og á að baki nám bæði í Bandaríkjunum og Frakk­ landi. Hún hefur smátt og smátt unnið sig upp í úrvalsdeild forstjóra í Noregi eftir að hafa sinnt störfum í Svíþjóð, Finnlandi, Þýskalandi og Eng­ landi. Hún vann fyrir Coca Cola og var um skeið tengd útgáfufélagi Aftenposten. Þar stýrði hún ýmsum deildum og var framkvæmdastjóri útgáf­ unnar þegar hún tók við norrænudeildinni hjá Telenor í upphafi þessa árs. Auk þessa á hún sæti í stjórn Orkla, sem er stærsta fjárfestingarfyrirtæki Noregs með mikil ítök bæði í matvælaframleiðslu og stóriðju. Hún situr í stjórn Fílharmóníunnar og er í tengslaneti með ungum hægrikonum. Hún er fjögurra barna móðir – eignaðist tvisvar sinnum tvíbura – og fyrir tíu árum var bent á hana sem framtíðarleiðtoga sem stýrði fyrirtækjum innan um grautardiskana á eldhúsborðinu heima. Núna er hún almennt talin áhrifamesta konan í norsku atvinnulífi. TEXTI: GÍSLI KRISTJÁNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.