Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2010, Blaðsíða 128

Frjáls verslun - 01.05.2010, Blaðsíða 128
128 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 1 0 GUÐRÚN RAGNA GARÐARSDÓTTIR framkvæmdastjóri Atlantsolíu Atlantsolía er ungt félag í örum vexti en félagið var stofnað í júní 2002. Fyrsta bensínstöð Atlantsolíu var opnuð í byrjun árs 2005 en nú eru stöðvar félagsins orðnar 16 talsins. Atlantsolía kom með ferskan blæ og nýja hugsun inn á eldsneytismarkaðinn á Íslandi og hefur frá stofnun verið í fararbroddi á olíumarkaði á Íslandi. Einnig hefur Atlants olía verið leiðandi í að kynna nýjar lausnir við eldsneytiskaup og ber þar hæst tilkomu dælulykilsins, kvittanir í tölvu pósti og þjónustusíður. Atlantsolía er eina olíufélagið sem er eingöngu með sjálfsafgreiðslustöðvar og selur aðeins undir einu vörumerki. Framkvæmdastjóri er Guðrún Ragna Garðarsdóttir: „Sem framkvæmdarstjóri ber ég ábyrgð á daglegri stjórnun félagsins. Starfið er mjög lifandi og ávallt í nógu að snúast. Við höfum nýlokið við stefnumótunarvinnu og erum að vinna í endurskoðun á verk- ferlum innan félagsins til að ná fram hag- ræðingu en jafnframt bættri þjónustu við viðskiptavini. Næstu verkefni framundan eru frekari uppbygging. Við stefnum að því að fjölga stöðvum og bæta þannig aðgengi viðskiptavina okkar að stöðvum Atlantsolíu. Við opnuðum nýja stöð á Skemmuvegi í vetur og stefnum á að opna aðra stöð á Akureyri nú í lok sumars.“ Guðrún Ragna er Seyðfirðingur, fædd og uppalin. Eiginmaður hennar er Jón Valur Sigurðsson, sölumaður hjá Brimborg, og eiga þau tvo syni. „Ég lauk cand. oecon.- gráðu af endurskoðunarsviði frá Háskóla Íslands 2003 og master í fjármálum frá EADA í Barcelona 2006 og hef unnið hjá Atlantsolíu frá því að ég lauk námi í Barcelona. Fyrir þann tíma vann ég við bókhald og sem fjármálastjóri, bæði með námi og eftir nám í HÍ. Við hjónin eigum bæði sterkar rætur á Seyðisfirði og notum hvert tækifæri sem gefst til að fara austur, enda finnst okkur hvergi betra að vera. Eyðum flestum okkar fríum fyrir austan en höfum þó farið út fyrir landsteinana svona einu sinni á ári og þá oftast í styttri borgarferðir. Síðast fórum við til Seattle að heimsækja góða vini. Barcelona er okkar uppáhaldsstaður á eftir Seyðisfirði enda áttum við frábæran tíma þar þegar ég var í framhaldsnámi. Í sumar stefnum við á ættarmót fyrir vestan og ef við verðum heppin með veður ætlum við að ferðast aðeins um Vestfirðina. Í framhaldi af því stefnum við svo austur á Seyðisfjörð þar sem við munum hlaða batteríin fyrir haustið. Að öðru leyti nýtum við lausan tíma í samverustundir með fjöl- skyldunni, höfum gaman af almennri úti veru og reynum að komast með strákana á skíði sem oftast og fara í léttari göngur með þá yfir sumarið. Áhugamál barnanna verða svo eiginlega áhugamál fjölskyldunnar, en eldri strákurinn er í fótbolta og því fylgir að fara á mót og fylgja honum eftir, sem er mjög gaman. Þeir feðgar deila fótboltaáhuganum af heilum hug en minn fótboltaáhugi tak- markast við íþróttaiðkun sonarins. Einnig hef ég gaman af því að fara í leikhús og á listsýningar en það hefur reyndar ekki farið mikið fyrir þeim áhugamálum undanfarið sökum annríkis.“ Nafn: Guðrún Ragna Garðarsdóttir Fæðingarstaður: Seyðisfjörður, 13. júní 1976 Foreldrar: Arnbjörg Sveinsdóttir og Garðar Rúnar Sigurgeirsson Maki: Jón Valur Sigurðsson Börn: Mikael, 9 ára, og Breki, 5 ára Menntun: Viðskiptafræðingur, cand. oecon., af endurskoðunarsviði HÍ og master í fjármálum frá EADA í Barcelona Guðrún Ragna Garðarsdóttir: „Við hjónin eigum bæði sterkar rætur á Seyðisfirði og notum hvert tækifæri sem gefst til að fara austur, enda finnst okkur hvergi betra að vera.“ TEXTI: HILMAR KARLSSON MYND: GEIR ÓLAFSSONFólk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.