Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2010, Blaðsíða 80

Frjáls verslun - 01.05.2010, Blaðsíða 80
80 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 1 0 S E N D I H E R R A Í S L A N D S Í K Í N A kenn ingar en aðrir eða eru þekktari. Ameríska stigagjöfin er ekki notuð hér og menntamálaráðuneytið gefur þeim ekki einkunnir. Það er þó á allra vitorði hvaða skólar skara fram úr á tilteknum svið um og færri nemendur komast þar að en vilja. Það er rétt að Pekingháskóli nýtur mestrar virðingar á sviði félagsvísinda og húman ískra fræða en sama virðingarsess hefur Qinghuaháskóli á sviði raungreina.“ – Kínverjar hafa verið gagnrýndir fyrir lítil mannréttindi. Hversu mikil umræða er í Kína um mannréttindamál? „Það er mjög stutt síðan kínverskur almenningur upplifði menningar ­ byltinguna sem engu eirði, bjó við raunverulega skerðingu mannrétt ­ inda og sífelldan ótta. Fólk á fimmtugsaldri man þá tilfinn ingu að vera hundelt af yfirvöldum og án foreldra sinna og aðstand enda svo árum skipti af óljósum pólitískum ástæðum. Almennt held ég að Kínverjar séu þakklátir fyrir það hvernig mál hafa þróast í landinu og telji breytingar vera til hagsbóta fyrir þorra almennings. Þegar ég spyr Kínverja þessarar spurningar vilja þeir gera skýran greinarmun á pólitískum og félagslegum réttindum. Þeir meta mikils margvíslegar réttarbætur, öryggi og vaxandi lífsgæði. Svarið er sem sagt að umræða er mun minni innan landsins en gagnvart því og fyrir því eru margvíslegar ástæður.“ – Kínverjar eru orðnir mjög vestrænir í lifnaðarháttum og hugsunarhætti. Eru séreinkenni Kínverja að glatast? „Ég er ekki sammála fullyrðingunni og held að ekki sé rétt að Kínverjar séu orðnir mjög vestrænir í lifnaðarháttum og hugsunar ­ hætti. Alls ekki. Kínversk menning á sér lengri sögu en flestar aðrar og ræturnar eru sterkar. Um árabil átti að búa til nýja menningu, svipta þjóðina gömlum siðum og gildum sem almennt höfðu mikla þýðingu. Á síðustu árum hafa rutt sér til rúms að nýju siðir sem höfðu verið aflagðir. Ég get nefnt sem dæmi opinbera frídaga sem nú hafa verið teknir upp aftur og hátíðahöld tengd forfeðrum og fornum siðum. Þessar hefðir sýnast manni hafa gengið í endurnýjun lífdaga. En auðvitað fylgja borgarsamfélagi hvar sem það er í veröld­ inni ákveðin einkenni sem kölluð eru alþjóðavæðing.“ – Ólympíuleikarnir í Kína voru Kínverjum mikið metnaðarmál. En breyttu þeir einhverju varðandi ímynd landsins? „Það held ég að sé óhætt að segja og Kínverjar stóðu með þeim hætti að Ólympíuleikunum að umheimurinn sá Kína í nýju ljósi. Inn á við skiptu Ólympíuleikarnir ekki síður máli þar sem þjóðin öðlaðist meira sjálfsöryggi og sjálfstraust í samskiptum við erlend ríki.“ – Sendiráð Íslands var stofnað í Kína fyrir fimmtán árum. Á hvað hefur verið lögð mest áhersla í starfi sendiráðsins á þessum tíma? „Það hefur verið unnið markvisst að því að styrkja stöðu Íslands í samskiptum við Kína og standa vörð um íslenska hagsmuni. Þar vega viðskiptahagsmunir auðvitað þungt en líka menningarleg samskipti af ýmsum toga. Síðan er borgaraþjónusta veigamikið hlutverk þessa sendiráðs eins og annarra, þ.e. að liðsinna Íslendingum og greiða götu þeirra. Sendiráðið í Kína er eina sendiráð Íslands sem sér um útgáfu vegabréfs áritana til Íslands og það er vaxandi þáttur í starfsemi okkar og mjög mikilvægur þáttur. Sú þjónusta auðveldar viðskipti og öll samskipti ríkjanna – og er þar af leiðandi lykilatriði þegar til framtíðar er horft.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.