Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2010, Blaðsíða 75

Frjáls verslun - 01.05.2010, Blaðsíða 75
F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 1 0 75 Hún er Eskfirðingur. Kunn á árum áður sem kvenna­listakona og aðstoðarkona borgarstjóra. Kristín A. Árnadóttir varð sendiherra fyrir tveimur árum og tók í byrjun þessa árs við sem sendiherra Íslands í Kína af Gunnari Snorra Gunnarssyni sem varð sendiherra í Berlín í Þýskalandi. Það eru fimmtán ár síðan Íslend ingar settu upp sendiráð í Kína. Hjálmar W. Hannesson var þar fyrsti sendiherrann. Kristín er fyrst kvenna til að gegna starfi sendiherra Íslands í Kína. Hún er fimmti íslenski sendiherrann þar, en auk Gunnars Snorra og Hjálmars W. hafa þeir Ólafur Egilsson og Eiður Guðna­ son verið þar sendiherrar. Kristín er með próf í ensku og fjölmiðlafræði frá Háskóla Íslands og MA­próf í stjórnsýslufræðum og stjórnun frá Maxwell School of Citizenship and Public Affairs, Syracuse University í New York. Ísland hefur þá sérstöðu að heiti landsins hefur merkingu í kín­ versku; íseyjan. Á kínversku merkir Bing Dao íseyja og það er ein­ mitt nafnið á Íslandi í Kína. Bing Dao vekur forvitni Kínverja; örríki sem rís úr sæ í norðri, andstæða við Kína. Samskipti Íslendinga og Kínverja hafa aukist jafnt og þétt á síðustu árum á sviði viðskipta og menningar. Góð tengsl eru á milli forseta Íslands og forseta Kína. Íslensk fyrirtæki horfa til Kína sem stærsta markaðar í heimi. Íslenski skálinn í EXPO í Sjanghæ hefur vakið athygli fyrir frum­ leika og hönnun. Vatnið vekur áhuga og gert er ráð fyrir að um tvær milljónir gesta sæki íslenska skálann heim. Heimssýningin í Sjanghæ og þátttaka Íslendinga í henni er stærsta landkynningarverkefni okkar Íslendinga á árinu 2010. Kína er ekki bara kínverskt efnahagsundur. Kína er alþjóðlegt efna ­ hagsundur. Sögulegur hagvöxtur þar síðustu þrjátíu árin segir allt sem segja þarf. Kristín er ekki aðeins sendiherra í Kína heldur einnig í Ástralíu, Mongólíu, Norður­Kóreu, Nýja­Sjálandi, Suður­Kóreu, Kambódíu, Laos og Víetnam. Við spyrjum Kristínu fyrst um efnahagsundrið hjá þessari fjöl­ mennustu þjóð heims; Kína. Kínverjar eru efnahagslegt stórveldi og á þrjátíu árum hefur þjóðin farið úr örbirgð til bjargálna. Hvað getum við Íslendingar helst lært af þeim? „Eflaust má margt telja til sem þjóðir geta lært hver af annarri þótt ólíkar séu. Síðustu 30 ár í fimm þúsund ára sögu Kína eru talin markast af fjórum lykilárum: 1978 þegar Kínverjar ákváðu að opna landið og verða hluti af alþjóðlegu markaðs­ og efnahagsumhverfi; 1984 þegar helstu borgir Kína voru opnaðar fyrir erlendum fjár­ festum og 1992 þegar stefnan var sett á sósíalískt markaðskerfi undir forystu Dengs Xiaopings. Og svo 2001 þegar Kína fékk inngöngu í WTO, Alþjóðaviðskiptastofnunina, og féllst þar með á alþjóðleg viðmið og gegnsæi í viðskiptaháttum. Þetta hefur ekki verið Kínverjum auðveldur leiðangur en stefnan hefur verið skýr og áfangar unnist hægt og sígandi, með þrotlausu og markvissu starfi. Það kunna Kínverjar og vita að tíminn er mældur í öldum og eilífð. Áætlanir eru gerðar sem taka mið af því að ekki skuli tjaldað til einnar nætur og góðir hlutir gerist hægt. Kínverjar horfa til langs tíma. Kínverskt spakmæli segir að það að stjórna stóru ríki sé eins og að sjóða litla fiska; það þurfi að hræra hægt til þess að ekki verði úr mauk. Speki Konfúsíusar hefur aftur verið hafin til vegs og virðingar hér í Kína og endurspeglar meðal annars auðmýkt sem flestum er holl. Annað spakmæli hljómar eitthvað á þá leið að ef þú hittir hóp þriggja einstaklinga þá hljóti að minnsta kosti einn þeirra að geta orðið kennari þinn. Kínverjar hafa spurt hvort vestræna útgáfan sé hið gagnstæða, þ.e. að kenna fremur en hlusta.“ – Það var Deng Xiaoping sem opnaði Kína fyrir erlendum fjárfestum fyrir þrjátíu árum og leyfði bændum að selja afurðir sínar á mörkuðum borganna. Hvaða sess skipar Deng Xiaoping í kínverskri stjórnmálasögu? „Deng Xiaoping þykir hafa verið maður fólksins og á síðustu miss erum hafa verið skrifaðar margar bækur um hann og hlut­ verk hans í efnahagslegum framförum Kína. Almennt held ég að full yrða megi að hann njóti mikillar virðingar fyrir áræði og fram­ sýni og þyki hafa leitt Kína úr áratuga einangrun og efna hags legri stöðn un. Samtímasöguskrifarar telja hann hafa lagt grunninn að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.