Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2010, Blaðsíða 50

Frjáls verslun - 01.05.2010, Blaðsíða 50
50 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 1 0 – Sérð þú einhver teikn á lofti um að það versta sé að baki í atvinnulífinu? Nei því miður hef ég illan grun um að sumarið verði okkur erfitt og jafnvel haustið. – Er það ekki gömul klisja að það sé munur á konum og körlum sem stjórnendum? Nei, ekki frekar en að það sé líkamlegur munur á körlum og konum. – Hvaða heilræði í stjórnun heldur þú mest upp á? Hafa gleði á annarri öxlinni og ábyrgð á hinni. – Viðskiptalífið yrði betra ef … … fleiri konur væru í stjórnum.  Aðalheiður situr í stjórn SI, SA og ÁTVR. „Meiri ábyrgð og aðhald er það sem maður finnur vel fyrir.“ – Hvaða árangur ertu ánægðust með innan þíns fyrirtækis? Ég er ánægðust með samhug og samvinnu við birgja og starfsfólkið okkar. Það hafa allir verið tilbúnir til að finna leiðir og vinna saman og það er ánægjulegt veganesti í þessari kreppu. – Finnur þú fyrir nýjum tímum og nýrri hugsun í þjóðfélaginu eða finnst þér allt vera að fara í sama farveg aftur? Íslenskt samfélag er enn í áfalli að mínu mati og mikil reiði er enn áberandi. Íhaldssemi og gömul gildi hafa fengið meðbyr, sem ég hef áhyggjur af. Ég trúi því að við eigum núna að horfa til nýsköpunar og vera trú þeim eldi sem býr í þjóðinni en falla ekki aftur í gryfju virkjanaframkvæmda, stóriðju eða örfárra ráðandi grunnstoða samfélagsins. Nú er tími fyrir alvöru huga­ f arsbreytingar en til þess þurfum við kjark og þor. – Ef þú yrðir forsætisráðherra í einn dag; hvert yrði þitt fyrsta verk? Gera verulegar breytingar á kvótakerfi, semja um ESB og taka upp evruna, auka verulega framlög í samgöngur, búa til örvandi kerfi sem ýtir undir endurvinnslu og flokkun, auka fjámagn til nýsköpunar og efla menntakerfið en koma á skólagjöldum á alla háskóla, breyta heilbrigðiskerfinu í þágu notenda. Í dagslok myndi ég vilja hrósa öllu því góða fólki sem vinnur í ráðu ­ neytunum fyrir óeigingjarnt og gott starf og hringja svo í for ­ set ann og spjalla aðeins og leggja línurnar með honum líka. – Fjárhagsleg endurskipulagning fyrirtækja er mál málanna. Hvernig geta bankarnir hraðað þessu ferli? Bankarnir eiga að leiðrétta höfuðstól erlendra lána. Langflest fyrirtæki voru ágætlega rekin fyrir hrunið. Bankarnir eiga að treysta því að eigendur og stjórnendur geti komið fyrirtækjum út úr öldudalnum en það verður að vera þol fyrir að það taki tíma að ná tekjum upp aftur í ákveðnum geirum. Stóri vandinn er vantraust á báða bóga að mínu mati. – Sérð þú einhver teikn á lofti um að það versta sé að baki í atvinnulífinu? Nei, það versta er ekki að baki að mínu mati. Það eru allir að reyna að halda sjó en við verðum að horfast í augu við það að enn hægir á hjólum atvinnulífsins og nýjustu tölur úr hag kerf­ inu sýna okkur það. – Er það ekki gömul klisja að það sé munur á konum og körlum sem stjórnendum? Þessi spurning er klisja að mínu mati. Konur eru konur og karlar eru karlar. Bæði kyn eru frábærir stjórnendur. Aðal ­ atriðið er að fá fjölbreytni í stjórnun fyrirtækja því kynin kalla það besta fram hvort í öðru. – Hvaða heilræði í stjórnun heldur þú mest upp á? Stjórnun snýst alltaf um fólk, viðskipti snúast um fólk, tölur snúast um fólk. Mitt mottó er að trúa á fólk, það gefur besta útkomu í því sem ég vil ná fram. Jón Gnarr sagði í viðtali um daginn að hann byrjaði alltaf á því að treysta fólki sem hann vinnur með. Ég hef haft þetta mottó síðan ég byrjaði sem stjórn ­ andi fyrir 16 árum og það hefur reynst mér best af öllum þeim góðu ráðum sem ég hef lært í gegnum tíðina. – Viðskiptalífið yrði betra ef … … það væru minni fordómar, meira traust og fjölbreytt mannlíf í viðskiptalífinu.  Þórdís Lóa er stjórnarformaður í Naskur ehf., Aladin Invest ehf. og Naskar ehf. Hún er í stjórn Fresko ehf., Askur OY í Finnlandi og í stjórn Finnsk-íslenska viðskiptaráðsins. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Fjárfestir og eigandi Pizza Hut ÞJÓÐIN HORFI TIL NÝSKÖPUNAR Hrefna Rós Sætran, eigandi og yfirkokkur Fiskmarkaðarins við Aðalstræti. Helga Lára Hólm, frkvstj. Ísfugls í Mosfellsbæ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.