Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2010, Blaðsíða 73

Frjáls verslun - 01.05.2010, Blaðsíða 73
F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 1 0 73 V E N D E L A K I R S E B O M H E F U R Í Þ R J Á Á R A T U G I V E R I Ð E F T I R S Ó T T F Y R I R S Æ T A . endela fæddist í Svíþjóð árið 1967, af sænsk­ norsk­tyrkneskum ættum. Framan af ævi bjó hún í Svíþjóð en flutti síðar með móður sinni til Norgs og er nú norskur ríkisborgari. Föður sinn hefur hún aldrei séð. Hún er ótvírætt frægasta fyrirsæta í Noregi og vinnur enn í þeirri grein efttir þriggja áratuga feril. Sjálf segir hún að stærstu tískublöðin séu hætt að hringa og biðja sig að sitja fyrir en þess í stað séu framleiðendur hrukkukrema á eftir sér! Áður var hún oft á forsíðum blaða eins og Vogue, Cosmopolitan og Elle og hún prýddi eitt sinn forsíðu sundfatablaðs Sports Illustrated. Það kemur aðeins út einu sinni á ári og forsíðumyndin mun ein sú dýrasta í heimi. Vegna alls þessa hefur Vendelu græðst fé. Hún er nú rík og talið að eigur hennar nemi um þremur milljörðum íslenskra króna. Auk þess að vera rík hefur hún viðskiptavit. Hún rekur eigið fyrirtæki þar sem þróaðar eru vörur með nafni hennar í samvinnu við aðra. Þannig er hægt að kaupa gleraugu með nafni hennar, ótal teg undir hrukkukrems og hún tekur að sér söluherferðir fyrir framleiðendur eins og L’Oréal. Þá hefur hún gefið út bók um tísku og stjórnað sjónvarpsþáttum. Vendela vinnur einnig fyrir UNICEF við fjáröflun og hefur fengið mörg stórfyrirtæki til að leggja fé í verkefni á vegnum stofnunarinnar. Það er eins og peningar laðist að henni. Þetta eru viðskipti sem margt annað frægt fólk hefur lagt stund á. Hún selur sitt eigið nafn og útlit og hefur full yfirráð yfir sjálfri sér sem vörumerki. Sumir hafa ofkeyrt sig á þessum frægðarviðskiptum og farið á hausinn. Það á ekki við um Vendelu. Hún viðurkenndi nýlega í viðtali við viðskiptavefinn NA24 að hún hefði aldrei hætt sínu eigin aflafé í viðskiptunum. Það eru aðrir sem leggja til peningana og hún ávaxtar þá. Hún segir líka að sögur um auðlegð sína séu stórlega ýktar. Vendela er tveggja barna móðir. Hún var lengi gift norska stjórnmálamanninum Olaf Tomesen en þau skildu fyrir tveimur árum eftir að hann virtist missa öll tök á lífi sínu og ferli. Upp frá því hefur Vendela verið einstæð móðir. Ofurfyrirsætan Vendela Kirsebom er snjöll í viðskiptum: Sagan af VENDELU KIRSEBOM er sagan um Öskubusku sem varð rík og fræg og gat valið úr prinsunum. Hún á ekki til ríkra að telja og fékk aðeins fegurð sína í vöggugjöf. Fyrir sætu drottn ingin Eileen Ford sá hana á veitinga - stað í Stokkhólmi aðeins 13 ára gamla og þar með var framtíðin ráðin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.