Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2010, Page 31

Frjáls verslun - 01.05.2010, Page 31
F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 1 0 31 – Hvaða árangur ertu ánægðust með innan þíns fyrirtækis? Að geta haldið rekstri áfram án þess að þurfa að fækka fólki, að hafa getað haldið áfram að greiða góð laun og ekki síst að hafa getað minnkað skuldir hjá fyrirtækinu. – Finnur þú fyrir nýjum tímum og nýrri hugsun í þjóðfélaginu eða finnst þér allt vera að fara í sama farveg aftur? Já, ég finn fyrir nýrri hugsun en er ekki viss um að hún sé til góðs að öllu leyti. Vonandi erum við ekki á leið í sama farveg. – Ef þú yrðir forsætisráðherra í einn dag; hvert yrði þitt fyrsta verk? Að draga umsókn Íslands um viðræður eða inngöngu í ESB til baka. – Fjárhagsleg endurskipulagning fyrirtækja er mál málanna. Hvernig geta bankarnir hraðað þessu ferli? Fjárhagsleg endurskipulagning er vandaverk og bankarnir verða að gæta þess að mismuna ekki viðskiptavinum. Þeir mega ekki skerða samkeppnishæfni þeirra fyrirtækja sem eru vel rekin vegna þess að þeir halda stórskuldugum keppi­ naut um þeirra á floti með sífelldri aðstoð. – Sérð þú einhver teikn á lofti um að það versta sé að baki í atvinnulífinu? Því miður sé ég það ekki og óttast að við eigum eftir að sjá verri tíma í atvinnumálum. – Er það ekki gömul klisja að það sé munur á konum og körlum sem stjórnendum? Mín skoðun er að að stjórnunarhæfileikar séu ekki kynbundnir. – Hvaða heilræði í stjórnun heldur þú mest upp á? Heilbrigða skynsemi. – Viðskiptalífið yrði betra ef … … menn hefðu siðfræði að leiðarljósi. Guðrún situr í stjórn Landssambands íslenskra útvegsmanna, Stálskips ehf., Útvegsmannafélags Hafnarfjarðar og í sjóðsstjórn vegna Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum. DRAGA INNGÖNGUNA Í ESB TIL BAKA Guðrún Lárusdóttir, eigandi og frkvstj. Stálskipa Svana Helen Björnsdóttir, forstjóri Stika hf. Vilborg Einarsdóttir, frkvstj. Mentors. SPROTAFYRIRTÆKI KONUR OFT SÁTTFÚSARI OG ÁHÆTTUFÆLNARI Svana Helen Björnsdóttir, forstjóri Stika – Hvaða árangur ertu ánægðust með innan þíns fyrirtækis? Ég er ánægðust með vaxandi útflutning Stika á hugbúnaði víða um heim. – Finnur þú fyrir nýjum tímum og nýrri hugsun í þjóð félaginu eða finnst þér allt vera að fara í sama farveg aftur? Tímarnir hafa vissulega breyst mikið. Hugsun margra hefur breyst en ekki allra. Víða þarf að skipta út fólki á áhrifa­ stöð um, til dæmis stjórnmálamönnum, embættis mönnum og stjórn endum fjármálastofnana. Annars er mikil hætta á að við föllum aftur í sama farið og fyrr. Vont viðskiptasiðferði manna breytist ekki auðveldlega til hins betra. – Ef þú yrðir forsætisráðherra í einn dag; hvert yrði þitt fyrsta verk? ESB­málin eru í ágætum farvegi en Icesave er kýli sem þarf að kreista úr. Ég myndi því boða til sáttafundar um Icesave og eiga málefnalegar viðræður við hlutaðeigandi aðila um lausn þess máls. – Fjárhagsleg endurskipulagning fyrirtækja er mál málanna. Hvernig geta bankarnir hraðað þessu ferli? Fyrirtækin eru mörg og misjöfn og hvert fyrirtæki þarf að skoða sérstaklega. Fjárhagsvandinn getur verið skamm­ tíma vandi og þá þurfa bankar að geta brugðist snöggt við með viðeigandi rekstrarlánum til skamms tíma. Ef fjárhags­ vandinn er stærri og alvarlegri þurfa fyrirtækin á góðri ráðgjöf að halda við úrlausn rekstrarvandans og aðstoð við langtímafjármögnun, til dæmis aðstoð við að finna heppi lega fjárfesta eða góða stjórnarmenn með sérþekkingu á viðkomandi atvinnurekstri. Til að bankar geti aðstoðað fyrirtæki í rekstra r­ vanda þarf að ríkja traust milli aðila og viðskiptasiðferði banka­ manna þarf að vera hafið yfir allan vafa.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.