Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2010, Blaðsíða 78

Frjáls verslun - 01.05.2010, Blaðsíða 78
78 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 1 0 – Kínverjar hafa mikinn áhuga á kunnáttu Íslendinga á sviði jarðvarma. Hvernig er samskiptum þjóðanna háttað á þessu sviði. „Kínverjar vita að Ísland er í fremstu röð í nýtingu jarðvarma og það hafa hátt í 100 kínverskir vísindamenn og stjórnendur stundað nám í jarðhitaháskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi. Þetta hefur lagt grunn að bæði þekkingu og tiltrú á Íslandi og verið grunnurinn að samstarfi sem nú er á hraðri uppleið. Áhuginn fyrir samstarfi fer vaxandi um leið og Kínverjar kynnast betur þeim möguleikum sem nýting jarðhita felur í sér. Þetta skapar vinnu á Íslandi og flytur þekkingu um leið á milli landa sem skiptir máli í heildarsamhenginu, sem mikilvæg leið við að auka hlut endur­ nýjanlegrar orku á svæðum þar sem orkuþörfin vex gegndar laust.“ – Hvað geta Kínverjar helst lært af okkur í orkumálum? „Orkunýting í Kína er áhugaverð þar sem hún er í senn ein sú jákvæðasta og neikvæðasta hvað varðar umhverfið og endur­ nýjan lega orkugjafa í samanburði við aðrar þjóðir. Hún er neikvæð í þeim skilningi að hlutfall mikið mengandi orku­ gjafa í Kína, þ.e.a.s. kola og olíu, er gífurlega hátt. Tæplega 70% allrar raforku í Kína fæst við brennslu á kolum og svo hátt hlutfall kolabrennslu er vandfundið. Þarna höfum við náð miklum árangri og hlutfall heildarorkunýtingar á Íslandi frá endurnýtanlegu vatnsafli og jarðvarma álíka mikið eða um 80%. Jákvæða myndin er sú að tækniþróun á sviði grænnar orkunýt­ ing ar er örari í Kína en víðast annars staðar og áform stjórnvalda um vöxt endurnýjanlegra orkugjafa í heildarorkunýtingu þjóðarinnar svo metnaðarfull að líklegt verður að telja að Kína verði í hópi fremstu þjóða á því sviði innan nokkurra ára. Af þessu má draga þá ályktun að Kínverjar geti lært töluvert af Íslendingum á sviði nýtingar jarðhita. Fyrst í stað er fordæmisgildið sér staklega áríðandi þar sem orkunýting á Íslandi sýnir og sannar að það er hægt að byggja virkt samfélag og hagkerfi á endurnýjanlegum orkugjöfum.“ – Hefur þú orðið vör við að Kínverjar sýni áhuga á að fjárfesta á Íslandi? „Kínverjar eru að fjárfesta um allan heim og hafa lýst áhuga á að fjárfesta á Íslandi eins og fram kom í heimsókn kínverskrar sendi­ nefndar til Íslands í júní. Orkumálin eru þeim hugleikin og það er ljóst að Kínverjar hafa áhuga á því að skoða möguleika á virkjana­ fjárfestingum á Íslandi og taka þátt í útboðum ef boðin verða út stór verkefni. Sjálf hef ég kynnst fólki sem er að skoða ýmsa möguleika í fjárfestingum og samstarfi við íslenska aðila. Úrvalsfólki sem Deng Xiaoping þykir hafa verið maður fólksins og á síðustu misserum hafa verið skrifaðar margar bækur um hann og hlutverk hans í nútímavæðingu Kína. Við torg hins himneska friðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.