Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2010, Qupperneq 69

Frjáls verslun - 01.05.2010, Qupperneq 69
F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 1 0 69 Í gegnum tíðina hef ég haft sérstakan áhuga á því hvernig stjórn endur taka ákvarðanir. Sumir nota ákveðin tæki og tól en lang flestir treysta á innsæi sitt í bland við nauðsynlegar upp lýs ingar. Oft reynist það vel en inn á milli eru teknar ákvarðanir sem eftir á að hyggja voru kolrangar og ekki í takt við heildar myndina, fram tíðarsýn fyrirtækisins eða persónuleg gildi. Í bók sinni 10­10­10 kynnir höfundurinn, Suzy Welch, áhuga verða leið til ákvarðana­ töku við hvaða aðstæður sem er. Leiðin er einföld og aðgengileg og ekki þarf flókin tæki til að vinna eftir henni. Um höfundinn Saga höfundarins, Suzy Welch, er áhugaverð og fléttast inn í bókina á skemmtilegan hátt sem gerir hana persónulegri og aðgengilegri fyrir vikið. Hún segir frá baráttu sinni við að samræma starfsframa og fjölskyldulíf en Suzy er fjögurra barna móðir. Hún hefur lengst af starfað við blaðamennsku og var um nokkurt skeið ritstjóri hins virta tímarits Harvard Business Review. Hún er meðhöfundur bók arinnar Winning með eiginmanni sínum Jack Welch og þekktur dálkahöfundur, m.a. fyrir tímarit Opruh Winfrey, O magazine, og einnig fyrir Businessweek í félagi við eiginmann sinn. Hvernig varð 10-10-10 til? Suzy segir á skemmtilegan hátt frá því í bókinni hvernig þessi leið „kom til hennar“ í viðskiptaferð til Hawaii þar sem hún áttaði sig á að eitthvað þyrfti að breytast í lífi hennar. Hún hafði ákveðið að taka tvö barna sinna með sér í ferðina til að minnka samviskubitið yfir fjarveru sinni og var því eins og fjöllistamaður að halda mörg um boltum á lofti alla ferðina. Hún áttaði sig á því í ferðinni að eitthvað varð að breytast í lífinu og smátt og smátt þróaðist þessi einfalda leið sem hún kynnti fyrir vinum og samstarfsfólki. Fólk tók 10­10­10 opnum örmum. Árið 2006 skrifaði hún um hana grein fyrir O Magazine og upp frá því fór boltinn að rúlla. Hún fór að heyra árangurssögur af fólki sem notaði aðferðina með góðum árangri og grunnur að bókinni 10­10­10 fór að myndast og hugmyndafræðin að þróast enn frekar. Í henni segir hún sögur af fólki við mjög fjöl breyttar aðstæður sem tekur afdrifaríkar ákvarðanir byggðar á 10­10­10, sem sýnir að þessi einfalda leið á við í flestum að stæðum, allt frá hinum persónulegustu málum til flókinna viðskipta­ ákvarðana. Hvað er 10-10-10? 10 mínútur, 10 mánuðir og 10 ár er það sem tölustafirnir standa fyrir. Vísað er í þrjár spurningar sem við ættum að spyrja okkur þegar við stöndum frammi fyrir vandamáli sem þarf að leysa, að stæð um sem þarf að greiða úr og þar með ákvörðun sem þarf að taka. Hvaða afleiðingar hefur þessi ákvörðun eftir 10 mínútur? Eftir 10 mánuði? Eftir 10 ár? Með því að líta á málið í þessu víða samhengi fæst oft annað sjónarhorn en ef við reiðum okkur einvörðungu á innsæið eða tilfinninguna sem við höfum. Þessi aðferð kallar á að við höfum skilgreint gildi okkar og það sem skiptir okkur mestu máli því á þeim þáttum ættum við að byggja ákvarðanir okkar. Hún kallar einnig á að við höfum nægi legar upplýsingar til að geta metið afleiðingarnar af ákvörð unum okkar og oft þarf að afla frekari upplýsinga til að hafa forsendur til matsins. Fjölmörg dæmi í bókinni sýna hversu vel þessi einfalda leið virkar við fjölbreyttar aðstæður. Leiðin er langt frá því að vera vísinda leg eða fræðileg en höfundur vísar í nokkrar þekktar kenn ingar í öðrum kafla bókarinnar um hvernig hugurinn getur tak markað okkur við ákvarðanatöku, t.d. byggt á væntingum, draum um, reynslu okkar o.s.frv. 10­10­10 kemur í veg fyrir að slíkt liti ákvarðanatökuna og tryggir að við lítum á hana út frá fleiri en einu sjónarhorni. Fyrir hverja Óhætt er að segja að þessi aðferð nýtist öllum þeim sem vilja taka vel ígrundaðar en um leið skjótar ákvarðanir því hún er einföld og hraðvirk. Hún er fyrir þá sem vilja koma jafnvægi á líf sitt og taka ákvarðanir á eigin forsendum í stað þess að láta berast með straumnum og ákvörðunum annarra. Hún virkar einkar vel í fyrir ­ tækjum eða hópum þar sem margir koma að ákvarðanatöku þar sem með einföldum hætti er hægt að skoða málin út frá víðu samhengi og heildarmyndinni með því einfaldlega að ræða 10­10­10­áhrifin. Prófaðu bara að „taka 10­10­10“ á næstu ákvarð anir sem þú stendur frammi fyrir. Einföld leið sem virkar. B Æ K U R 3 STIG FERLISINS SKILGREINA SPURNINGU Ferlið hefst alltaf á því að setja vandamálið eða ákvörð un ina sem þarf að taka fram í spurningu. Á ég að hætta í vinnunni? Á ég að ráða þennan aðila til starfa? Á ég að segja þessum aðila upp? Á ég að gera skipulags breyt ing- arnar? Skýrt skilgreind spurning er nauðsynleg til að ferlið virki. Hvað er það nákvæmlega sem ég ætla að leysa? Oft eru málin svo stór og viðamikil að við þurfum að brjóta þau niður í minni einingar til að geta sett fram skýra spurningu. GAGNAÖFLUN Við þurfum upplýsingar til að geta metið áhrifin af ákvörð uninni eftir 10 mínútur, 10 mánuði, 10 ár. Hér er þó ekki átt við flókna öflun gagna heldur einfaldlega skoðun á þeim þáttum sem við þurfum að hafa upplýsingar um til að geta lagt mat á áhrifin. Oft er nóg að spjalla við samstarfsmann/konu eða „googla“ ákveðna þætti. GREINING Þegar við höfum nægilegar upplýsingar berum við þær sam an við gildi okkar og það sem skiptir okkur mestu máli eða fyrirtækið. Á því byggjum við 10-10-10-lausnina og oftar en ekki blasir hún við okkur, byggt á þeim gögnum sem við höfum aflað. Þó svo ferlið gangi út frá 10 mínútum, 10 mánuðum og 10 árum ber ekki að taka það bókstaflega. Allt eins getur þetta verið núna, eftir 15 mánuði og 20 ár. Aðalmálið er að skoða vandann út frá þremur sjónar- hornum; núna, nálægri framtíð og fjarlægri framtíð. Eins og DaVinci sagði: „Til að skilja hlut til hlítar verður að horfa á hann frá a.m.k. þremur hliðum.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.