Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2010, Blaðsíða 63

Frjáls verslun - 01.05.2010, Blaðsíða 63
F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 1 0 63 Fyrsta tengslanetsráðstefnan var haldin árið 2004 og vakti að sögn Herdísar strax mikla athygli þar sem hana sóttu konur úr öllu litrófi stjórnmála og starfsstétta. „Það gætti sterkra hughrifa samstöðu á fyrstu ráðstefnunni, eins og konur áttuðu sig á því að saman gætu þær áorkað meiru en í smáum hópum. Tengslanetið var haldið aftur að ári og alltaf óx þátttakan þar til það varð sprenging árið 2008 þegar hátt í fimm hundruð sóttu tengslanetið.“ Frægir einstaklingar eins og rithöfundurinn og baráttukonan Germaine Greer hafa verið lykilfyrirlesarar en Herdís segir að það sé ekki síst hin fjölbreytta samsetning fyrirlesara úr öllum áttum íslensks samfélags sem skapi dýnamíkina. „Umfjöllunarefni í dagskrá er þaulhugsað og fjölbreytt en einnig þannig framsett að það nær til allra. Fyrirlesarar eru með ólíkan bak ­ grunn – hver talar að meðaltali í 10 mínútur í panel með fjórum til fimm öðrum um ákveðið efni og síðan tekur við næsti panell með annað umfjöllunarefni. Þetta eru snörp umskipti og salurinn hrífst allur með. Umræður eru í kjölfar hvers panels og svigrúm til sam­ ræðna inn á milli.“ Ráðstefnan sendi frá sér ályktanir árið 2004, 2005 og 2006 sem höfðu áhrif á löggjöf – til dæmis afnám launaleyndar á vinnustöðum sem kom inn í jafnréttislögin nr. 10/2008 og jafnræði í stjórnun opin ­ berra hlutafélaga 2006. „Tengslanetsráðstefnan er orðin afl með óbeinum hætti – hún undir strikar þann kraft sem leiðir af samskiptum sem þessum og hún hefur valdið viðhorfsbreytingu í samfélaginu þótt enn sé langt í land. Konur sem hafa sótt ráðstefnuna eiga það flestar sameiginlegt að vita af eigin raun að samstaða kvenna er ekki bara gildi í sjálfu sér heldur eina leiðin til að ná árangri í þeirri mannréttindabaráttu sem jafnrétti kynjanna er.“ Jákvæðniiðnaðurinn Barbara Ehhrenreich var aðalfyrirlesarinn á síðustu ráðstefnunni, Tengslaneti V. Hún er bandarískur metsöluhöfundur og fastur dálka­ höfundur á stórblaðinu New York Times auk þess að vera vinsæl í spjallþáttum, femínisti og baráttukona fyrir mannréttindum. Dr. Herdís Þorgeirsdóttir prófessor er stofnandi og stjórnandi tengslanets- ráðstefnunnar, sem haldin hefur verið á Bifröst frá árinu 2004, og hún er forseti Evrópusamtaka kvenlögfræðinga. Herdís segir jafnréttislögin eiga að jafna stöðu kynjanna á öllum sviðum og að þar hafi stjórnvöld, stofnanir og fyrirtæki á almennum markaði skyldur sem þau virðast ekki taka nógu alvarlega. „Kjarni málsins er að það er komið verr fram við konur.“ TEXTI: SVAVA JÓNSDÓTTIR MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON O.FL. HERDÍS ÞORGEIRSDÓTTIR PRÓFESSOR: HLUTUR KVENNA ENN RÝR Dr. Herdís Þorgeirsdóttir, forseti Evrópusamtaka kvenlögfræðinga, og Hermann Van Rompuy, forseti Evrópusambandsins á ráðstefnu Evrópusamtaka kvenlögfræðinga í Brussel í byrjun júní sl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.