Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2010, Page 24

Frjáls verslun - 01.05.2010, Page 24
24 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 1 0 Það er oft sagt um Íslendinga að þeir séu ekki með mannasiðina á hreinu. Þeir séu lélegir í að kynna sig og aðra, grípi fram í fyrir fólki. Frakkar segja að við kunnum ekki að heilsa, að við sjúgum upp í nefið, að við rekum út úr okkur tunguna þegar við segjum þ. Þetta vitum við af því að við ferðumst. Það þýðir samt ekki að við viljum endilega breytast. En það er sama hvert við ferðumst, hversu langt, hvenær við komum til baka: TIL DÆMIS AÐ MAÐUR ÞARF EKKI AÐ ÞEKKJA FÓLK TIL ÞESS AÐ VERA KURTEIS VIÐ ÞAÐ. ÞEGAR VIÐ FERÐUMST LÆRUM VIÐ SVO MARGT VIÐ ERUM FRÁ ÍSLANDI Beint flug allt að 160 sinnum í viku til 27 áfangastaða. + Bókaðu flug á www.icelandair.is Í S L E N S K A S IA .I S I C E 5 07 50 0 7/ 10 Ragna Árnadóttir dómsmála- og mannréttindaráðherra fæddist 30. ágúst 1966 í Reykjavík. Hún er gift Magnúsi Jóni Björnssyni tannlækni, Ph.D. Þau eiga tvær dætur, þær Bryn hildi, f. 1993, og Agnesi Guðrúnu, f. 2000. RAGNA ÁRNADÓTTIR: ÆVI OG STÖRF Ekki í framboð Ragna nýtur þeirrar sérstöðu meðal stjórnmálamanna að hún er eig in lega ekki stjórnmálamaður, heldur embættismaður, og vann sig upp í dómsmálaráðuneytinu til að verða ráðherra. Það er óvenju - legt á Íslandi. En leiða vinsældirnar ekki til að Ragna söðlar um, fer í framboð við næsta tækifæri og verður alvöru stjórnmálamaður? „Svar mitt við þessari spurningu er einfalt: Ég er ekki á leið í fram- boð,“ segir Ragna. Þar að auki er hún utanflokka og þess vegna ekki ljóst hvernig hún ætti að bjóða sig fram nema þá á eigin vegum. Svíður gagnrýnin Þó er Ragna ekki bara vinsæl. Hún hefur líka orðið að þola óbóta- skammir, sérstaklega á netinu. Jónas Kristjánsson, bloggari og fyrr- verandi ritstjóri DV, hefur til dæmis kallað hana fasista. „Ég veit ekki á hverju hann byggir þetta,“ segir Ragna. „Ég verð bara að taka því sem um mig er sagt og get engu ráðið um það. Ég vissi hins vegar þegar ég samþykkti að verða dómsmálaráðherra að þetta gæti orðið rosalegt. En – vogun vinnur vogun tapar! Þess vegna tók ég þetta að mér.“ Ragna segir að stundum hafi gagnrýnin gengið fram af sér. „Það getur sviðið undan gagnrýninni og ég hef stundum orðið að harka af mér og bíta á jaxlinn,“ segir Ragna og nefnir þar sér staklega erfið mál eins og þegar hælisleitendum hefur verið vísað frá landinu. Sagði strax já Hún segist hins vegar eiginlega ekki hafa hikað þegar hún var beðin að taka sæti í minnihlutastjórn Jóhönnu Sigurðardóttur snemma árs 2009. Hún var þá settur skrifstofustjóri í forsætis ráðu- neytinu en var annars skrifstofustjóri í dómsmála ráðu neytinu. „Jóhanna hringdi í mig á föstudegi – ég hafði einu sinni talað við hana áður – og spurði hvort ég vildi verða dómsmálaráðherra í nýrri ríkisstjórn. Það ætti að tilkynna ráðherra í stjórninni sama dag, en það varð svo reyndar ekki fyrr en á sunnudeginum,“ segir Ragna. „Ég sagði strax já og var svo í losti á eftir. Hvað hafði ég sagt?!“ Það sem réð úrslitum um að hún sagði já var bankahrunið. „Mér fannst sem ég gerði ekki allt sem ég gæti eftir hrunið,“ segir Ragna. „Mér fannst ég sitja hjá aðgerðalaus meðan fólk í öðrum ráðuneytum var í botnlausri vinnu. Þetta olli mér hugarangri og varð til þess að ég sagði já.“ En leiða vinsældirnar ekki til að Ragna söðlar um, fer í framboð við næsta tækifæri og verður alvöru stjórnmálamaður? „Svar mitt við þessari spurningu er einfalt: Ég er ekki á leið í framboð,“ segir Ragna. MENNTUN 1999-2000 Lunds Universitet, Master of European Affairs, LL.M. 2000. 1986-1991 Háskóli Íslands, cand. jur. 1991. 1982-1986 Menntaskólinn á Akureyri. Stúdent af málabraut 1986. STARFSFERILL 2009 Dóms- og kirkjumálaráðherra frá 1. febrúar 2009. Dómsmála- og mannréttindaráðherra frá 1. október 2009. 2009 Forsætisráðuneyti: Settur skrifstofustjóri almennrar skrifstofu og staðgengill ráðuneytisstjóra í janúar 2009. 2002 Dóms- og kirkjumálaráðuneyti: Skipuð skrifstofustjóri í ráðuneytinu 2002. Settur ráðuneytisstjóri apríl- október 2008. Staðgengill ráðuneytisstjóra frá 2006. Starfsmannastjóri ráðuneytisins frá 2005. 2001-2002 Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti: Deildarstjóri á skrifstofu lögfræðimála.  1995-1999 Skrifstofa Norðurlandaráðs í Stokkhólmi og síðar Kaupmannahöfn. 1991-1995 Skrifstofa Alþingis: Lögfræðingur í nefndadeild.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.