Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2010, Blaðsíða 84

Frjáls verslun - 01.05.2010, Blaðsíða 84
84 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 1 0 DELOITTE FJÖLSKYLDUVÆNT FYRIRTÆKI ÞAR SEM JAFNRÉTTI FÆR AÐ NJÓTA SÍN eloitte er eitt af stærstu fyrir tækj um heims á sviði endur­ skoðunar og ráðgjafar. Undir Deloitte­vöru merkinu starfa þúsundir sérfræð inga í fyrirtækjum um allan heim sem bjóða upp á sérhæfða þjónustu og ráðgjöf á sviði endur skoðunar og reikningsskila, ásamt fjár málaráðgjöf, skatta­ og lögfræðiráðgjöf og ráðgjöf á sviði áhættuþjónustu (ERS). Deloitte hf. á Íslandi hefur verið aðili að alþjóðafyrirtækinu Deloitte síðan 1994 en aðildin veitir félaginu aðgang að mikl um upplýsingum og eykur þekkingu og hæfni starfsmanna. Með aðild ­ inni eru jafn framt lagðar skyldur á félagið um að upp fylla fjöl ­ marg ar kröfur um gæði veittrar þjónustu og öguð vinnubrögð, sem veitir við skipta vinum Deloitte ávallt vissu um að njóta sömu gæða ­ þjónustu hvar sem er í heiminum. Eigendur Deloitte hf. eru þrjátíu og þrír, þar af 30 löggiltir endur skoðendur. Eigendur fél agsins starfa allir hjá félaginu, en alls starfa um 210 hjá Deloitte hf. Deloitte hf. er með aðalskrifstofu sína í Turn inum við Smáratorg í Kópa vogi, en rekur skrifstofur og útibú á eftir far andi stöð um: Akureyri, Egils stöðum, Fjarða byggð, Grundarfirði, Reykja nes ­ bæ, Sauðárkróki, Snæfellsbæ og Vestmanna eyjum, auk þess er Deloitte í samstarfi við Endurskoðun Vest fjarða ehf. á Ísafirði og Bolungarvík. „Fyrirtækið leggur áherslu á jafnrétti. Ég tel að hjá okkur ríki jafnrétti á milli kynjanna og launajafnrétti er í heiðri haft,“ segir Margrét Sanders, framkvæmdastjóri og einn af eigendum fyrirtækisins. „Þorvarður Gunn arsson forstjóri hefur, ásamt eig ­ endum, ein göngu horft til hæfasta fólksins þegar kemur að ráðn­ ingu starfsmanna og stjórnenda. Það er gaman að geta þess að síðast þegar við vor um í stefnumótun með aðstoð Háskólans í Reykjavík hafði stjórnandinn orð á því að það væri sjaldséð raun­ verulegt jafnrétti eins og hjá Deloitte. Það er yfirlýst stefna hjá Deloitte á alþjóða vísu að auka hlut kvenna í stjórn unar stöðum og í því sambandi hefur verið átak í gangi sem nefnist „Women in the Work force“ sem hefur náð ótrú­ lega góð um árangri. Í eigendahópi Deloitte í dag eru fleiri karl menn en konur sem helgast mikið til af því að fleiri karlar útskrifast sem löggiltir endur ­ skoð endur en konur. Það er því verk að vinna hjá okkur við að jafna þetta hlutfall.“ Sveigjanlegur vinnutími Hjá Deloitte er sveigjanlegur vinnutími sem kemur sér vel fyrir fjöl skyldufólk. „Vinnuálag innan fyrirtækisins er árstíða bundið og mest er um að vera um hávet urinn. Á öðrum árstímum getur starfsfólk valið að hafa sveigjanlegan vinnutíma. Það kemur sér vel fyrir marga, til dæmis yfir sumarið þegar skólarnir eru í fríi.“ Börnin eru með Deloitte er fjölskylduvænt fyrirtæki og þess er vandlega gætt að börn starfsfólksins séu ekki höfð útundan. „Á vinnustaðnum er barnaherbergi sem er vel nýtt af börnum starfsmanna og hér höldum við árlegan „börnin með í vinnuna“­ dag. Einnig er farið í fjölskylduferðir og barna bíó, við förum í leik húsferðir þegar sett eru upp barnaleikrit og ýmislegt fleira sem börn in hafa gaman af. Við teljum okkur vera með hæfasta starfs fólkið og til að ná sem mestum árangri er mikilvægt fyrir okkur að hafa jafnvægið milli heimilis og vinnu sem best. Þar er enn verk að vinna og það er lykillinn að velgengni okkar,“ segir Margrét Sanders að lokum. D Margrét Sanders: “Vinnuálag innan fyrirtækisins er árstíðabundið og mest er um að vera um háveturinn. Starfsfólk Deloitte hefur sveigjanlegan vinnutíma sem kemur sér vel fyrir fjölskyldufólk.”
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.