Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2010, Page 39

Frjáls verslun - 01.05.2010, Page 39
F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 1 0 39 – Finnur þú fyrir nýjum tímum og nýrri hugsun í þjóðfélaginu eða finnst þér allt vera að fara í sama farveg aftur? Það má finna fyrir nýjum tímum í þjóð­ félaginu og finnst mér það fyrst og fremst einkennast af því að fólk er opið fyrir breyt ­ ingum og í því leynast tækifæri. Við þurfum að byggja efnahagskerfið upp til framtíðar og þroskast upp úr ver tíðar stemningunni sem stund um hefur einkennt okkur Íslendinga. – Ef þú yrðir forsætis ráðherra í einn dag; hvert yrði þitt fyrsta verk? Það er mín skoðun að þegar mikil ringulreið og óvissa myndast, eins og í raun má segja að hafi skapast við hrun bankakerfisins, þá sé brýn þörf á skýrri framtíðarsýn. Ég myndi því reyna að vísa veginn til bjartari framtíðar og ná sam stöðu þjóðarinnar um þau verkefni sem verður að vinna. Fólk er líklegra til að sætta sig tímabundið við auknar álögur og lakari kjör ef það er upplýst um stefnu og tilgang og veit að það á betri tíð í vændum. Skorti framtíðarsýn er hætta á að einstaklingshyggjan taki völdin og mun færri njóti ávinningsins. – Fjárhagsleg endurskipu lagning fyrirtækja er mál málanna. Hvernig geta bankarnir hraðað þessu ferli? Uppbygging efnahags kerfisins byggist á endurskipulagningu fyrir tækjanna. Bankarnir eru þegar farnir af stað í þessu ferli og við munum fljótlega sjá ávinning þess. Það er alls ekki auðvelt fyrir bankana að finna leið sem mismunar ekki og gagnast sem flestum en með sanngirni að leiðarljósi treysti ég starfsmönnum bankanna til að vinna að þessum málum á faglegum grunni og komast að niðurstöðu í hverju og einu máli sem er sanngjörn. Því miður er það svo að tortryggni er mikil í þjóðfélaginu og það er í raun sama hvaða leið verður valin í ákveðnum málum, sú leið mun verða gagnrýnd. Við þurfum að skapa sam stöðu í þjóðfélaginu um að hraða þurfi þessu ferli og samstaðan myndast fyrst og fremst með því að upplýsa um mögulegan ávinning. – Sérð þú einhver teikn á lofti um að það versta sé að baki í atvinnulífinu? Það versta er mögulega að baki en við eigum á brattann að sækja. Það skortir samstöðu og sam eiginlega sýn og ljóst að stjórnvöld, launafólk og atvinnurekendur verða að ná betur saman um framhaldið. – Er það ekki gömul klisja að það sé munur á konum og körlum sem stjórnendum? Já og nei – ég tel að í grunninn sé fólk mis­ mun andi og því sé hollt að blanda bæði kynjum og ólíkum einstaklingum saman til að ná sem best um árangri. Allar raddir verða að fá að heyrast innan fyrirtækisins til að það takist að byggja upp arð bært fyrirtæki með heiðar leika í viðskiptum og samfélagslega ábyrgð að leiðarljósi. – Hvaða heilræði í stjórnun heldur þú mest upp á? Látum verkin tala. – Viðskiptalífið yrði betra ef … … ja, meðal annars ef menn hafa heiðar­ leika og samfélagslega ábyrgð að leiðarljósi og láta langtímahagsmuni ráða frekar en skamm tímagróðasjónarmið.  Svanhildur situr í stjórnum eftirfarandi fyrirtækja: Skeljungur hf., Saga Capital hf., S­fasteignir ehf., Ö­fasteignir ehf., Birgðastöðin Miðsandi ehf., Hilda ehf., Saga eignarhaldsfélag ehf. og Hedda eignarhaldsfélag ehf. LÁTUM VERKIN TALA Anna Birna Jensdóttir, forstjóri Sóltúns. Guðrún Erla Jónsdóttir, forstjóri Orkuveitu Húsavíkur. Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir, eigandi Skeljungs
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.