Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2010, Side 130

Frjáls verslun - 01.05.2010, Side 130
130 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 1 0 JÓNA HILDUR BJARNADÓTTIR sviðsstjóri almenningsíþrótta „Starf mitt felst aðallega í því að halda land- anum á iði með því að bjóða upp á fjölbreytt verkefni sem hvetja fólk til þess að hreyfa sig. Verkefnin Lífshlaupið, Hjólað í vinnuna, Göngum í skólann og Kvennahlaupið eru á vegum almenningsíþróttasviðs Íþrótta- og ólympíusambandsins og er hlutverk sviðs- stjóra að halda utan um þessi verkefni, t.d. hugmyndavinnu, markaðsmál, fjármál og skipu lag. Hjólað í vinnuna fer fram í maí og er vinnustaðakeppni þar sem við hvetjum starfsmenn til þess að nýta eigin orku til að ferðast til og frá vinnu. Lífshlaupið er fyrir allan aldur þar sem við bjóðum upp á vinnustaðakeppni, hvatningarleik fyrir grunn skóla og einstaklingskeppni sem er í gangi allt árið. Göngum í skólann fer fram í september og er hvatning fyrir nem- endur grunnskólans og foreldra að fara fót gangandi í skólann frekar en að keyra börnin. Nú er nýafstaðið kvennahlaup sem var haldið í 21. sinn. Við erum ákaf- lega stolt af kvennahlaupinu, sem er fjöl- mennasti og útbreiddasti íþróttaviðburður sem fer fram hér á landi á hverju ári. Við erum einnig með námskeið fyrir stafgöngu- leiðbeinendur og bjóðum upp á sérstakan stafgöngudag í september. Næstu vikur fara aðallega í skýrslugerð, senda viðurkenningar til þeirra sem skrá hreyfingu sína inn á vef Lífshlaupsins, undir- búning fyrir Göngum í skólann og næsta staf göngudag. Við erum einnig að undirbúa endurútgáfu á bæklingnum „Líkamsæfingar fyrir fólk á besta aldri“ þannig að það er nóg af spennandi verkefnum framundan.“ Jóna Hildur er uppalin í Reykjavík og útskrifaðist sem stúdent frá Mennta skól- anum við Sund 1987. Síðan lá leiðin á Lauga rvatn í íþróttakennaraskólann sem hún kláraði 1989. „Eftir námið fluttist ég út á land og kenndi þar í sex ár en flutti aftur á mölina og fór þá í almennt kennaranám í KÍ og lauk því 1998. Í dag er ég í meistara- námi í stjórnun heilbrigðisþjónustu við Há skól - ann á Bifröst.“ Jóna Hildur er gift Hilmari Þór Arnarsyni og eiga þau tvær dætur, Ágústu Ýri Sig - urðar dóttur, 19 ára, og Ástrósu Helgu Hilmars dóttur, 20 ára. „Við erum svo heppin í fjölskyldunni að áhugamál okkar allra eru íþróttir og fylgjumst við grannt með, aðallega handbolta og líkamsrækt. Ágústa Ýr er í meistaraflokki Fram í handbolta, Ástrós Helga þjálfar fimleika hjá Aftureldingu og við hjónin erum með leikfimi og einkaþjálfun hjá almenningsíþróttadeild Fram. Við för - um alltaf í útilegur og göngur á sumrin, spil um golf og förum í sumarbústað fjöl- skyld unnar í Grímsnesi. Fyrir 18 árum fékk ég mikinn áhuga á hlaupum og hef tekið þátt í ýmsum hlaupaviðburðum eins og t.d. Reykjavíkurmaraþoninu þar sem ég náði að hlaupa maraþon sem var ótrúleg upp- lifun en krefjandi. Síðasta sumar fórum við ógleymanlega ferð til Vestfjarða, en í ár byrjum við sumarfríið á því að fara á ættar- mót til Vestmannaeyja, síðan ætlum við að heimsækja vini okkar á Egilsstöðum og ná nokkrum útilegum. Í október eigum við Hilmar síðan von á barni og öll fjölskyldan bíður spennt eftir að litla krílið komi í heiminn.“ Nafn: Jóna Hildur Bjarnadóttir Fæðingarstaður: Reykjavík, 2. ágúst 1967 Foreldrar: Bjarni Pétur Magnússon og Steingerður Hilmarsdóttir Maki: Hilmar Þór Arnarson Börn: Ágústa Ýr, 19 ára, og Ástrós Helga, 20 ára Menntun: Kennari Jóna Hildur Bjarnadóttir: „Við erum svo heppin í fjölskyldunni að áhugamál okkar allra eru íþróttir og fylgjumst við grannt með, aðallega handbolta og líkamsrækt.“ Fólk Ármúla 30 | 108 Reykjavík | Sími 560 1600 | www.borgun.is Borgun auðveldar viðskipti og hefur sérhæft sig í öruggri greiðslumiðlun í 30 ár. Þekking okkar og reynsla nýtist viðskiptavinum á hverjum degi, allan sólarhringinn.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.