Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2010, Blaðsíða 117

Frjáls verslun - 01.05.2010, Blaðsíða 117
F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 1 0 117 horni 53. strætis og 5th Avenue á Manhattan hefur Þórunn Matthíasdóttir Bigler rekið ferðaskrifstofu um árabil, TMB Travel, í samstarfi við Protavel Inc. Hún hóf ferðaskrifstofuferilinn fyrir margt löngu á ferðaskrifstofunni Lönd og leiðir sem var í Aðalstræti. Þaðan hélt hún til London og fimm árum síðar til Bandaríkjanna. Hún sinnir bandarískum ferða mönnum og reyndar líka Íslendingum vestan hafs og austan. Þórunn segir hlæjandi að hún hafi eiginlega byrjað í þessum bransa strax í vöggu, a.m.k. finnist henni vera svo langt síðan. „Ég vann fyrst á Ferðaskrifstofu á Íslandi en bauðst starf í London og ætlaði að vera í eitt ár. Árin urðu næstum fimm! Mér var boðið í skoðunarferð til New York á vegum breska flugfélagsins og leist svo vel á að ég ákvað að flytja og var komin vestur eftir rúma þrjá mánuði. Þetta hentaði mér líka mjög vel því systir mín bjó þá í miðríkjunum og fjöl skyld an var á Íslandi og stutt var að fara í báðar áttir.“ Lægra verð vegna mikilla viðskipta Í New York vinnur Þórunn við að búa til ferðapakka fyrir Banda- ríkjamenn sem vilja fara til Íslands eða eitthvað allt annað, út um allan heim. Hún skipuleggur líka ferðir fyrir menn í viðskiptalífinu sem hún segir að ferðist mestmegnis á fyrsta farrými vegna þægind- anna. Svo er hún að sjálfsögðu vel kynnt meðal Íslendinga hvort heldur þeir búa í Bandaríkjunum eða hér heima. Margir Íslendingar sækjast eftir að fá hana til að útvega sér t.d. hótel vestra því oft á tíð- um getur hún fengið betra verð en fólk fær sjálft með því að panta á netinu, vegna þess að ferðaskrifstofan er í miklum viðskiptum við hó telin sem bjóða þá lægra samningsverð. „Ég vinn ein hér hjá TMB Travel í augnablikinu en var með að stoðar- stúlku í 10 ár. Ég veit ekki hvort ég fæ mér aftur aðstoð, það fer eftir ástandinu, sem hefur breyst eftir að kreppan skall á, bæði hér og heima á Íslandi. Breytingar hafa orðið á ferðamáta fólks sem horfir nú meira í pen ingana en áður og bókar seinna en það gerði. Viðskiptaferðirnar hafa þó ekki breyst mikið. Íslendingar fá mig mikið til að sjá um siglingar í Karíbahafinu. Þar þekki ég vel til þar sem ég er búin að vera í þessu svo lengi. Svo skipulegg ég einnig ferðir innan Bandaríkjanna ef fólk óskar eftir því.“ Erfiðara að skipuleggja Íslandsferðir nú en áður Kreppan á Íslandi og gosið í Eyjafjallajökli hafa haft einhver áhrif á Íslands ferðir Bandaríkjamanna að mati Þórunnar. Verðlagið er ekki eins lágt og menn bjuggust við í fyrstu og erfiðara að skipuleggja ferðir hingað en áður þegar ekki er ljóst hvert helst eigi að beina ferða mönn- unum vegna afleiðinga eldgossins. Þórunn segir að lokum að það sé merkilegt að alltaf sé mest að gera á mánudögum. Það sé eins og um helgar tali fólk sig saman um að fara í ferðalag og svo hafa allir samband á mánudegi. Reyndar eru föstu dagar líka erfiðir. Þá hringja sumir upp úr fimm og vilja hafa allt klárt fyrir lokun! Þeir sem vilja hafa samband við Þórunni geta sent henni tölvupóst á thorunn.bigler@protravelinc.com. ÞÓRUNN MATTHÍASDÓTTIR BIGLER: HÓF FERILINN Í AÐALSTRÆTI – NÚNA Á 5TH AVENUE Hún hóf ferilinn á ferðaskrifstofunni Lönd og leiðir í Aðalstræti. Núna er hún á 5th Avenue og skipuleggur m.a. pakkaferðir fyrir Bandaríkjamenn til Íslands. „Það er alltaf mest að gera á mánudögum. Það er eins og fólk ræði um það um helgar að fara í ferðalög og hringi svo strax eftir helgina.“ Þórunn Matthíasdóttir fæddist í Reykjavík en ólst upp á Hvolsvelli. Faðir hennar hét Matthías Jochumsson en móðrin Margrét Hreinsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.