Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2010, Síða 79

Frjáls verslun - 01.05.2010, Síða 79
F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 1 0 79 hefur látið til sín taka í samfélagslegum verkefnum og lítur svo á að fjármagn og auður sé tækifæri til þess að skapa betra samfélag.“ – Menningarleg samskipti þjóðanna eru talsverð. Ólafur Elíasson er með sýningu í Peking núna. Hvernig hafa viðtökur íslenskra listamanna verið í Kína? „Sýning Ólafs Elíassonar fékk mikla umfjöllun í fjölmiðlum í Kína og það hefur verið fullt út úr dyrum í þau þrjú skipti sem ég hef komið í listasafnið síðan sýningin var opnuð. Fjöldinn allur af íslenskum myndlistarmönnum hefur haft lengri eða skemmri dvöl í Kína, t.d. Sigurður Guðmundsson, sem hefur búið hér í 13 ár. Hann hefur haldið fjölmargar sýningar hér og segir mér að íslenskum myndlistarmönnum sé mjög vel tekið í Kína. Ég hlakka til að opna í haust sýningu í sendiráðinu á verkum nokkurra íslenskra myndlistarmanna sem hafa lánað verk sín hingað. Þeirra á meðal eru Sigurður, Guðrún Einarsdóttir, Guðrún Kristjánsdóttir, Hulda Hákon, Jón Óskar og Erla Þórarinsdóttir. Tveir myndlistarmenn hafa svo verið valdir til þátttöku á Beijing­ tvíæringnum sem haldinn verður hér í haust, þau Magdalena Margrét Kjartansdóttir og Guðjón Ketilsson. Þá fékk sýning á verkum Errós fyrir nokkrum árum mjög góðar viðtökur. Íslenskum tónlistarmönnum hefur líka verið vel tekið, nú síðast Ólafi Arnalds sem hélt nokkra tónleika hér í vor með hljómsveit sinni. Það hlýtur að vera mikils virði fyrir listamenn úr fámenninu heima að halda tónleika fyrir þúsundir gesta kvöld eftir kvöld. Hér er stór markaður, mikil eftirspurn eftir list­ og menn­ ingarviðburðum, og sendiráðið greiðir eftir föngum götu íslenskra lista manna. Á bókmenntasviðinu eru líka tíðindi, gömul og ný, og nú stendur til að fá Andra Snæ Magnason í margvíslegt samstarf við bók mennta ­ hátíðina Bókaorminn, listamiðstöðvar og barnaskóla hér í Beijing í haust. Þá er í undirbúningi ljóðahátíð á Íslandi í haust með þátt­ töku skálda frá Kína, Japan og öllum Norðurlandaþjóðunum í kjölfar þess að öðlingurinn Huang Nubo, vinur Hjörleifs Svein­ björnssonar kínverskuþýðanda, ákvað að verja einni milljón banda­ ríkjadala, eða um 130 milljónum íslenskra króna, til þess að styrkja menningarsamstarf Íslands og Kína, einkum á sviði skáldskapar. Þarna er vinskapur sem efnt var til fyrir þrjátíu árum að skila íslensk ­ um skáldskap óvæntum ávinningi.“ – Mengun er veruleg í Kína. Hvernig hafa þeir tekið á því vandamáli, t.d. í umferð bíla? „Já, mengun er verulegt vandamál í Kína og yfirvöld gera sér það vel ljóst. Það er leitað markvisst leiða til þess að vinna gegn loft menguninni með margvíslegum aðferðum. Dregið er úr kola­ brennslu og nýttir umhverfisvænni orkugjafar, má í því sam bandi nefna að Kína er meðal stærstu fjárfesta og framleiðenda á sviði vind­ og sólarorku. Bílaflotinn hefur stækkað hratt með tilheyrandi afleiðingum fyrir umhverfið og andrúmsloftið, t.d. eru nú um fjórar milljónir bíla á götum höfuðborgarinnar. Það er reynt að draga úr bílaumferð með því að setja takmarkanir á akstur líkt og gert er víða í Evrópu. Í öllu falli gefur það tilefni til bjartsýni að gerðar eru sífellt meiri kröfur, verið er að innleiða Evrópuviðmiðanir varðandi búnað bifreiða og mengunarvarnir.“ – Hvað var það sem kom þér mest á óvart þegar þú fluttist til Kína og tókst við starfi sendiherra Íslands? „Mest kom mér á óvart þær gríðarlegu framkvæmdir og uppbygg­ ing sem alls staðar blasti við. Kína er ekki lengur lokað land heldur alþjóðlegt viðskiptasamfélag þar sem öll ríki heimsins leggja áherslu á hagsmunagæslu, viðskipti og samstarf. Það kom mér líka á óvart að finna bæði mikinn áhuga á Íslandi og meiri jákvæðni en við eigum almennt að venjast – að minnsta kosti á síðustu misserum. Kínverjar finna hins vegar til þess að eiga undir högg að sækja hjá vestrænum ríkjum og vera tortryggðir, ekki síst í vestrænum fjölmiðlum sem ali á neikvæðum viðhorfum í garð Kína. Það er ýmislegt til í því.“ ­ Hvernig metur þú stöðu kvenna í kínversku efnahagslífi? Við hvert tækifæri eru rifjuð upp fræg orð Maós formanns um að konur haldi uppi hálfum himninum. Kínverskar konur eru öflugar, á því leikur ekki vafi, en hér eins og annars staðar í heim­ inum er hlutur þeirra í stjórnunarstöðum rýr þrátt fyrir drjúga atvinnuþátttöku. Konur eru tæp 45% útivinnandi fólks. En það er engin kona í innsta valdakjarnanum, þ.e. í níu manna miðstjórn Kommúnistaflokksins, og aðeins ein kona í 25 manna framkvæmdastjórn flokksins. Af 27 ráðherrum eru þrjár konur þannig að það er mikið ójafnvægi í efsta stjórnunarlagi Kína. En þessi veruleiki er eins og dæmin sanna alþjóðlegur og sýnir áþreifanlega að karlveldið er yfirsterkara öðrum kerfum og skipulags­ heildum. Hér í Kína eru t.d. ríflega 190 sendiráð erlendra ríkja og í hópi sendiherra eru 14 konur, þ.e. innan við 8% þeirra eru konur.“ – Er konum að fjölga í æðstu stjórnunarstöðum í kínverskum fyrirtækjum? „Ég hef heyrt að konum í trúnaðarstöðum fari fjölgandi, séu jafn­ vel um 40% meðal millistjórnenda hjá ríkinu en að hlutfallið sé lægra í einkarekstri eða rétt um 25%.“ – Pekingháskóli trónir á toppi háskóla í Kína. Hversu mikil samkeppni er á milli háskóla í Kína og er þeim raðað niður á lista líkt og í Bandaríkjunum? „Það er auðvitað samkeppni milli háskóla hér eins og annars staðar. Það eru hundruð háskóla í Kína og sumir njóta meiri viður­ Sameinuðu þjóðirnar hafa spáð því að á árinu 2050 muni um tveir þriðju hlutar Kínverja búa í borgum en þetta hlutfall er mun lægra í dag eða innan við helmingur. S E N D I H E R R A Í S L A N D S Í K Í N A
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.