Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2010, Page 10

Frjáls verslun - 01.07.2010, Page 10
10 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 1 0 Fyrst þetta ... KEPPTU Á SARDINÍU Evrópukeppni ungra frumkvöðla: Fimm piltar úr Fjölbrautaskóla Garðabæjar fóru um mitt sumar í vikuferð til Sardiníu og kepptu í Evrópukeppni ungra frumkvöðla. Piltarnir úr Garðabæ mættu með fyrirtæki sitt, Chronica, sem þróar netlægt tímaskráningarkerfi og kepptu við á fjórða tug fyrirtækja. TEXTI: RÓSA KRISTÍN BENEDIKTSDÓTTIR imm piltar úr Fjölbrautaskóla Garða bæjar fóru í júlí sl. í vikuferð til ítölsku eyjarinnar Sardiníu í Evrópukeppni alþjóðlegu sam tak - anna Junior Achievement – Young Enterprice sem á Íslandi nefnast Ungir frumkvöðlar. Samtökin standa fyrir viðskiptatengdum námskeiðum og verkefnum fyrir ungt fólk og hafa það að markmiði að efla viðskipta - vitund, siðferði í viðskiptum, fjármálalæsi og að virkja krafta ungs fólks til virkrar þátttöku í viðskiptum. Fyrirtækjasmiðjan er alþjóðlegt verkefni sem gengur út á að semja viðskiptaáætlun, stofna, reka og loka fyrirtæki á aðeins þrettán vikum. Ábyrgð á undirbúningi og framkvæmd er alfarið í höndum þátttakenda en þeir fá ráðgjöf og aðhald frá kennurum sínum og utanaðkomandi ráðgjöfum sem fylgja fyrirtækjunum eftir. Átta framhaldsskólar hafa að jafnaði tekið þátt í verkefninu undanfarin ár og þykir Fyrir tækjasmiðjan gæða hið bóklega náms - efni miklu lífi og efla getu þátttakenda til ábyrgðar og ákvarðanatöku. Evrópuráðið hefur útnefnt Fyrirtækjasmiðjuna „best practice“ þegar kemur að viðskiptatengdu námsefni. Það var einmitt í Fyrirtækjasmiðjunni sem piltarnir úr Fjölbrautaskóla Garðabæjar tóku þátt og unnu keppni hér á Íslandi um besta fyrirtækið með fyrirtæki sínu Chronica sem þróaði netlægt tímaskráningarkerfi. Á fjórða tug fyrirtækja frá Evrópu mætti til keppni á Sardiníu. Þar hittu þau fyrir gallharða dómnefnd sem skoðaði í kjölinn viðskiptaáætlanir og ársskýrslur. Hvert fyrir - tæki þurfti að kynna sig á sviði fyrir 500 manns í sal, halda úti sýningarbás og mæta í krefjandi viðtöl um rekstur sinn og reynslu. Undirbúningur fyrir keppnina var mikill og á við heilan vetur í námi að sögn Chronica- pilta. Mikil þýðingavinna og bæklingagerð fór fram, útbúin voru risaplaköt, sviðskynningin æfð í þaula og íslenskri eldfjallaösku pakk- að sem minjagrip fyrir gesti keppninnar. Það var mikil upplifun fyrir Chronica-menn að taka þátt í keppninni og stóðu þeir sig með prýði þó svo að verðlaunum væri ekki landað. Eins og gengur og gerist í raun veru - legu viðskiptalífi skiptast á skin og skúrir. Svo óheppilega vildi til að farangur Chronica-pilta týndist og fengu þeir hann ekki fyrr en á lokadegi keppninnar. Þeir urðu því að bjarga sér varðandi fatnað og komast af án ýmissa gagna sem þeir ætluðu að nota í keppninni. Það var mikill lærdómur að bregðast við slíkum aðstæðum en það gerðu þeir fumlaust og vel. Samtökin Ungir frumkvöðlar á Íslandi vilja stækka hóp þátttakenda og bjóða fleiri framhaldsskólum að vera með. Til þess þarf einnig virka þátttöku fyrirtækja og stofnana sem standa straum af rekstri samtakanna, sem rekin eru án hagnaðarsjónarmiða, og bjóða skólum námsefnið án endurgjalds. Þannig eru þau rekin á alþjóðavísu. Upplýsingar um Unga frumkvöðla og Chronica má finna á síðunum www.ungirfrumkvodlar.is www.chronica.is Chronica-menn úr Fjölbrautaskóla Garðabæjar ásamt kennara sínum, Tinnu Ösp Arnardóttur. Frá vinstri: Arnór Kristinn Hlynsson, Gunnar Helgi Ólafsson, Gunnlaugur Freyr Arnarson, Matthías Davíðsson, Tryggvi Thorarensen og Tinna Ösp. Hvert fyrirtæki þurfti að kynna sig á sviði fyrir 500 manns í sal, halda úti sýningarbás og mæta í krefjandi viðtöl um rekstur sinn og reynslu.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.