Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2010, Side 13

Frjáls verslun - 01.07.2010, Side 13
F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 1 0 13 ÞAU HAFA ORÐIÐ Ásmundur Helgason, markaðsfræðingur hjá Dynamo: ÖRLAR Á BJARTSÝNI Ingibjörg Þórðardóttir, formaður Félags fasteignasala: FASTEIGNAMARKAÐURINN03 Stjórnvöld verða að taka á lánavanda heimilanna sem er þeim þungur baggi,“ segir Ingibjörg Þórðardóttir, formaður Félags fasteignasala. „Stjórnvöld verða að horfast í augu við það að skuldaleiðrétting er óumflýjanleg. Upphaflegt greiðslumat er brostið frá því fólk tók lánin og því þarf að grípa til úrræða strax. Lánin eru stökkbreytt, verðtryggð lán hafa hækkað um 50% frá árinu 2005, þau eru að sliga almenning og sundra fjölskyldum. Lántakinn hefur ekkert um sín lán að segja og gera en lánveitandinn virðist hafa alla þræði í sínum höndum. Það er algerlega óviðunandi að endurreisn fjármálakerfisins sé lögð á herðar almenningi og 97% fyrirtækja, það er þeim sem eru með 50 starfsmenn eða færri.“ Ingibjörg bendir á að fasteignamarkaðurinn sé búinn að vera í helsi frá árslokum 2007 en frá því í ágúst hafi þó verið meira líf á markaðnum. Fleiri kaupsamningum hefur verið þinglýst síðustu vikur og henni finnst örla á örlítið meiri bjartsýni en ennþá sé langt í land. „Það þyrftu að seljast um 10.000 eignir árlega á höfuðborgarsvæðinu en síðustu ár hafa um 2.500 eignir selst. Það gefur augaleið að grípa þarf til róttækra aðgerða og stjórnvöld taki á vandanum í stað þess ýta málunum á undan sér.“ LANDBÚNAÐARKONAN Loftur Ólafsson, sérfræðingur hjá Íslandssjóðum: ERLENDI FORSTJÓRINN04 Í óeiginlegum skiln­ingi er Patricia A. Woertz einn af höfuðpaurunum í land búnaði í heiminum en hún heldur um stjórn ­ ar taumana hjá banda ­ ríska fyrirtækinu Archer Daniels Midland. Fyrir ­ tækið framleiðir vörur sem notaðar eru í mat væla fram ­ leiðslu, sem dýrafóður og fyrirtækið er einnig stærsti framleiðandi í heimi á lífrænu eldsneyti. Patricia tók við fyrirliðabandinu fyrir rúmum fjórum árum og hefur reksturinn gengið mjög vel allar götur síðan. Patricia hefur sjálf sagt að hún leggi ofuráherslu á heilindi í starfi sínu og að í því felist að leiðtogi verði að vera heiðarlegur og hreinskilinn. Jafnframt að frábærir leiðtogar séu þeir sem ekki einungis nái miklum árangri í rekstri heldur skipti ekki síður máli að menn nái árangri á ábyrgan og sanngjarnan hátt. Því má halda fram að þessi hugsunarháttur sé blátt áfram nauðsynlegur í starfsemi ADM.“ EFNAHAGSSTJÓRNIN HEFUR GERT ILLT VERRA Ragnar Árnason, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands: EFNAHAGSMÁL05 Það sem stendur upp úr í efna hagsmálum Íslands í dag er að sjálfsögðu þessi mikla efna hagskreppa sem þjóðin er í,“ segir Ragnar Árnason, „og sem er örugglega sú dýpsta og alvarlegasta á lýð veldis tímanum. Upphaf hennar er banka hrunið 2008 en því miður hefur það gerst að efnahagsstjórnin í fram haldinu og fram á þennan dag hefur gert illt verra. Í stað þess að freista þess að skapa efnahagsleg skilyrði fyrir skjót um bata hafa stjórn ­ völd kosið að grípa til ráðstafana sem beinlínis stuðla að áframhaldandi efnahagskreppu. Þau hafa hækkað skatta stórlega og hóta enn frekari hækkunum, þau halda uppi gjaldeyrishöftum, koma í veg fyrir stórframkvæmdir á orkusviði og tala um atvinnurekendur og frumkvöðla upp til hópa sem braskara og vonda pappíra. Þau hafa stóraukið ríkiseign og ríkisrekstur og reyna nú að nánast þjóðnýta sjávarútveginn eins og orkuiðnaðurinn er nú þegar að mestu þjóðnýttur. Í stað þess að spara hafa stjórnvöld ríghaldið í mjög dýrt og óhagkvæmt velferðarkerfi sem þjóðin hefur ekki efni á og bjóða háar atvinnu­ leysisbætur miðað við markaðslaun, sem beinlínis letur fólk frá því að leita sér vinnu. Með framhaldi þessarar stjórnarstefnu eru efnahagshorfur slæmar svo ekki sé meira sagt.“

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.